Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 187 30. Þenna veg sóttu þeir konurn ■ ar með sínum börnum án hand- t'æra, o? þetta veitti þeiin auðvelt. En })á þeir þóttust það ekki auð- veldlega sótt geta, skutu þeir að í hel, svo fólkið datt fyrsagðan veg ofan úr höinrunum.... Sumir sátu þar eftir í hel skotnir sem lif- andi vœru.“ í tvo daga (17. og 18. júlí) voru víkingar að ræna eyjaripir. Fólkið, sem þeir hertóku, var flest hnept í fjötra jafnharðan og síðan rekið sem búsmali niður til Di'mskuhúsr. Var þar svo margt fanga, að þrjú húsin tóku ekki meira og stóð þó maður við mann. Unglingspiltur nokkur smeygði sjer niður milli fólksins og skreið eftir gólfinu millum fóta manna út að litlu ræsi. Komst hann þar út og un ræningjum. En þeir fóru nú að velja úr fólkinu það sem þeim þótti vænst, eins og þegar fje er dregið sundur í rjett. Þeir,' sem valdir voru úr, voru fluttir á báta og síðan neyddir til að róa um borð í foringjaskipið. þegar þang- að kom, hittu þeir fyrir fólkið, sem hertekið hafði verið eystra, og voru karlmenn allir enn í bönrl- um. Bjuggust Vestmannaeyingar við, að þejr mundu sæta söm.i meðferð, en ]>að var eigi, heldur voru Austfirðingar nú leystir og öllum gefinn matur og drykku>-. Urðu Austfirðingar fegnir, ]>ví að þeir höfðu hvorki bragðað vott nje þurt síðan þeir voru herteknir. Sætti enginn maður illri meðferð, eftir að um borð var komið, nema sjera Olafur. Hann var leiddur fyrir Moratli Flaming foringja, bundinn á höndum og fótum, klæðflettur og síðan barði for- inginn hann með kaðli svo inisk- nnnarlaust, að ]irestur gat. varla hljóðað seinast. Þá skipuðu þeir lionum að segja sjer til peninga á eyjunum og livar fjárvon væri, en hann sór og sárt við lagði, að hann ætti enga peninga og vissi eigi til að aðrir ætti þá. Með það var honum slept. Nú er hð segja frá sjera .Jóni Þorsteinssyni þar sem hann sat i hellinum. Voru þar hjá honum Margrjet kona hans, Margrjet dóttir hans og Jón yngri (Jón eldri var ekki heima um þetta Jeyti). Þar var ennfremur aldr- aður maður, próventukarl hjá sra Jóni, er Snorri lijet Eyjólfsson. „Sjera Jón prjedikaði fyrir sínu fólki og lmggaði það. Síðast las hann litaniuna.“ En Snorri karl toldi ekki inni í hellinum og var sífelt að rápa úti fyrir. Prestur bannaði iionuni það, en hinn skeytti því ekki. Einhverju sinni er jirestur gekl^ fram í hellirinn, sá hann livar blóðlækir runnu inn á hellisgólfið. Gekk hann þá út og fann Snorra höfuðlausan úti fyrir hellinum. „Höfðu ræningjar sjeð hann og skutu af honum höf uðið, og hefir hann verið þeim skalkum svo sem ávísun til hell- isins. Gekk þá sjera Jón Jnn aftur, segjandi þennan atburð, skipaði og ámiuti alla að biðja almátt- ugan guð sjer til hjálpar, því nú mætti það sjá, hvar komið væri og iiver óþjóð að því drifi. Strax eftir þetta stefndu þessir blóð- hundar að hellinum, svo hann heyrði þeirra fótadunk. Þá mælti hann: Þar koma þeir, Margrjet! með sínu fótasparki'. Nú skai óskelfdur í móti þeim ganga. Hún hað hann guðs vegna ekki frá sjer að fara.“ I því bili komu ræningjar að hellinum og er sagt að í för með þeim hafi verið þorsteinn sá, sem fvr er nefndur. Þegar liann sá sjera Jón, mælti hann: „Því ertn h.jer sjera Jón? Skyldir þú nú ekki vera heima í kirkju þinni!“ Prest- ur svaraði: „Jeg hefi verið ])ar í morgun.“ Þá er maút að Þor steinn hafi sagt: „Þú skalt ekki vera þar á morgun.“ Hjó ]>á » nn af ræningjum í höfuð sjera Jóni, en hann breiddi út hendurnar og mælti: „Jeg befala mig mínum guði, þú mátt gera það frekasta.“ Hjó ræninginn þá annað högg, ei sjera .Tón mælti: ,2Jeg befala mig mínum lierra Jesu Christo.“ Mar- grjet kona hans skreið þá að fót- um illmennisins og greip um knje hans grátandi, en liann blíðkaðist ekkert við það og hjó þriðja högg- ið og klauf höfuð sjera Jóns. Það seinasta, sem menn heyrðn prest segja, var þetta: „Það er nóg. Herra .Tesú! meðtak þú minn anda.“ Þannig Ijet sjera Jón líf sitt og varð harmdauði öllum er hann þektu. Upp úr hellinum var dálítil smuga. þar leyndust tva-r Eftir símfregnum, er mönnum kunnugt um liið mikla bankahrun, sein varð í Japan í vor. Það var hinn mikli Suzukibanki, sem varð að stöðva útborganir sínar og af- leiðingin varð sú, að ríkisstjórnin ljet loka ölluni bönkum í landinu í tvo daga. Aðaleigandi stórbank- ans er frú Jone Suzuki, og var hún áður talin ríkasta kona í heimi. Var hún atkvæðamikil og óvægin og hafði mörg járn í eld- inum. Urðu því margir öfundar og liatursmenn hennar og varð liún fyrir sífeldum ofsóknum þangað • til þær báru þennan árangur. En um leið lá. við sjálft, að öll fjár- málastarfsemi í landinu stöðvað- ist og alt færi í kalda •kol. Myndin hjer að ofan er af frú Suzijii. konur, er sáu alTan þennan atburð og heyrðu hvað fram fór. ITafa þær sagt frá þessu. Þegar sjera .Tón var fallinn, gri]iu ræningjar fólk hans og drógu það niður að Dönsku-hús- um þangað sem hitt fólkið var fyrir. Sagan se'gir, að Þorsteinn hafi fengið niakleg málagjöld hjá Tyrkjum fyrir svik sín, því að þeir hafi hengt hann á hásiglunni á foringjaskipinu áður en þeir ljetu í haf. Tyrkir fluttu nú um borð alt það fólk, er þeim þótti slægur í vera, eigi síður börn en fullorðna, eigi síður konur en karla. En nokkra höfðu þeir rekið inn í hús- in, sem ]>eim þótti enginn mann- dómur í vera. Kveiktu þeir nii eld í húsunum og brendu alla inni er þar voru; en er þessir veslingar reyndu að skríða út úr bálinu, stjökuðu ræningjar við þeim með spjótsoddum og hrundu þeim inn t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.