Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 2
LBBBÓK MQSflDNBLAMINS 306, ar kaimast að miusta kosti við Helga magra, sem trúði á Krist, en. hjet á Þór. Aheitatrúiu er í eðli sínu ekki anuað eu trú á ósynilegt, máttugt vald, sem geti upp á eiuhvern máta látið óskum manna verða framgeugt; og þessi trú hefir að öllum líkiudum mönuunum fylgt frá því að mennirnir andlega og líkamlega hófust upp yfir dýrin. Áheitatrúin er því að mínu viti œvagömul kynfylgja maunanna; og hún er til hjá öðrum þjóðum eugu síður en hjá okkur íslend- ingum, meira að segja þeim þjóð- um, sem taldar eru að vera komn- ar miklu lengra en við íslendiug- hr í mentun og margvíslegum frarn förum; og hún er til engu síður í mentuðu stjettunum en hinum óinentuðu. Að öllu þessu leyti álít jeg, að við íslendingar þurfum engan kinnroða að hera fyrir á- heitatrúna okkar; síður en svo. Af hverju heita menu nú sjer- staklega á Strandarkirkju? Auðvitað af því, að menn liafa ■sjerstaka trú á henni; og því verö- ur ekki neitað, að þessi trú á Strandarkirkju er studd og styrkt *á marga lund af marg-endurtek- inn i og mjög gamalli reynslu; mjer Iiggur við að segja, að sunrt sje nú á tímum kallað vísindalega isannað, sem styðst við lítt styrk- ari rök en forna trúin á Strand- arkirkju. — Jeg fer ekki lengra út í það mál að sinni. En nú koma ýmsir menn og segja, að þessi forna trú á Strand- arkirlcju sje auðvitað ekkert ann- að en gömul lijátrú og vitfeysa. Jeg er nú ekki svo. auðmjúkur í auda, að jeg hneygi raig djúpt fyrir slíkum ummælum; hver fá- vitringurinn getur kastað þeim frarn; þau sanna alls ekki neitt. Það eru líka til menn, jafnvel gáfaðir og lærðir, sem segja, að trú okkar kristinna manna sje heldur ekki annað en hjátrú og hugarburður; en — ekki kemur okkur kristnum mönnum samt í hug, að renna frá trú okfear vegna þeirra uiumæla. Sutuír segja jafn- vel, að öll trúarbrögð sjeu ekki annað en hjátrú og Ieyfar gamall- ar heimsku og vanþekkíngar. — Mannkynið leggur nú samt ekki meira upp úr þesstrm utnmælum eu það, að það heldur einlægt á- fram að hafa einhverja trú, og mun halda því áfram, meðan það á annað borð er til. Hvað er þá trúin á Strandar- kirkju í eðli sínu? Fyrir minni vitund er það mál svo, að trúin á Strandarkirkju er ein grein, ein tegund trúarinnar á það hið dularfulla, ósýnilega og óskiljanlega, og jafnframt líkn- andi og bjargandi máttarvald, sem við mennirnir finnum á hverri stundu að umkringir okkur ávait og alstaðar, er yfir öllu, um alt og í öllu. Strandarkirkja er og hefir lengi verið í meðvitund þjóðarinnar sem helgur dómur; og á helga dóma trúa menn í hjarta sínu, hvort sem menn uppsltera fyrir það lof eða last; og jeg bæti því við, að þessi trú veitir ótölulegum fjölda manna ólýsaulegau styrk- leika í lífsbaráttunni. Eigi að útrýma allri þessari trú út úr hugskotum manna, þá verð- ur skarð fyrir skildi í trúarvit- und og trúarlífi þjóðanna. Öll þekkjum við trúna á kross- inn og krossmarkið. Var ekki krossiun samt um eitt skeið GyÖ- ingum hneyksli og Grikkjum heimska? Samt hefir liinn siðaði lieimur þorað að trúa á helgi kross ins þrátt fyrir alt, og þorir það enn þann dag í dag. Jeg get held* ur ekki, frá mínu sjónarmiði, hugs að mjer neinn óbrjálaðan manu, sem geri spott að þeirri móður, sem með krossmarki signir yfir barnið sitt um leið og hún leggur það í vögguna; jeg vildi, að þær gerðu það allar. Og þó einhver gerði spott að slíku, þá má öllum standa það á sama. En er nú ekki alt þetta greinar á sama trjenu? Og er það ná nokkurt tíltökumál, eða er það nokkuð fráleitt, þótt hjá kristnum mönnum, sem trúa á almætti, al- kærleika og alstaðar nálægð Guðs, beinist einhver trúargrein að Guðs- húsunum, og eíns og festist við sum þeirra í meðvitund matma? Mjer finst það ekkí fyrír mítt leyti. Þar að auki sýnist mjer, að sum- ar nýjar trúarhugmyndir, sem í ■'nútíðinni er haldið að mönnum, sjeu í engan máta aðgengilegri heldur en gamla trúin í sambaudi við Strandarkirkju. Sje sú gamla 'trú fáránleg í augum hins uýja tíma, þá er sum nýja trúin ekki síður fáránleg í augum hins gamla ; finst mjer þá, að hjer sltilji kvitt- ur við kvittan. Trúin á Strandarkirkju er ís- lensk þjóðartrú; við íslendingar eigum hana út af fyrir okkur, og hún er okkur ekki til neins vansa. Jeg veit, að það er satt, að svo lítur út stundum, sem það liggi lífið á, að klæða okkur úr hverri íslenskri spjör, reita af okkur hverja íslenslca fjöður, kofna öllu svo fyrir, að af okkur hverfi all- ur íslenskur svipur, kenna okkur í sem flestum greinum, að „tyggja upp á dönsku;“ en — mjer finst, að öllu sje óhætt, þó við enn um stund eigum út af fyrir okkur þessa gömlu íslensku trú, þjóðar- trúna á Strandarkirkju. Hiin fer í eðli sínu í engan bága við trú- artilfinning okkar íslendinga, og það er síður en svo, að Jnán geri siðmenning okkar nokkra mink- un; það er yngra en hún sumt, sem meiri minkun er að í þjóðlífi voru, og þegja flestir um J>að og við því. Það er í mínum augum eugiu ástæða til að varpa neinu að þeim, sem liafa sjerstaka trú á Strand- arkirkju, fremur en að hinum, sem hafa aðrar skoðanir í því efni og mörgu öðru. Ef hinar ýmsu nýju trúarskoð- anir nútímans eiga rjett á sjer — og um það efast jeg ekki — þá eiga liinar fornu líka hinn sama rjett. Og vilji menu láta tala með hæfilegri virðingu um nýjar skoð- anir — og það er ekki nema sann- gjörn krafa, — þá geri menn svo vel, að tala þá líka ineð sömu virðingu um hinar gömlu; þá er- um við allir sáttir. —Jeg vil segja það í sambandi við þetta mál, að jeg hefi einlægt verið andstæður öllum trúardeilum, hefi viljað vera fylgjandi trúar- og samviskufrelsi, og virða sannfæringu annara manna. — En —• jeg læt heldur engan taka frá mjer mína sann- færingu; rjettinn, sem jeg hefi viljað öðrum gefa til að fylgja sinni sannfæringu, hann heimta jeg líka fyrir sjálfan mig. Mjer er það einlægt andstygð,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.