Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 6
310 LEfíBÓK MORGUNBLAÐSINg hefir staðið; hve hátt sem marg- ar tímanna bylgjur hafa risið, þá er eins og þær hafi brotnað við kirkjudyrnar á Strönd. Þetta, sem' jeg nú hefi drepið á, er ekki nema fátt eitt af því hinu marga »g merkilega, sem segja má um Strandarkirkju. En er það nú nokkuð undarlegr, þótt menn með líðandi tíma hafi hneigst til þeirrar trúarsannfær- ingar, að Strandarkirkju liai’i fylgt og fylgi einhver „hulinn verndarkraftur!‘ ‘ Aður en jeg hætti, ætla jeg að rifja upp ummæli Dr. Jóns sál. Þorkelssonar um Strandarkirkju. Hann segir: „Strönd með Strand arkirkju er einn af hinum merki- legu stöðum hjer á landi; Strönd gamalt liöfðingjasetur og höfuð- ból; kirkjugarðurinn á Strönd legstaður margra stórmenna og nafnfrægra manna; af slíkum mönnum, sem þar eru grafnir, mun almenningur nú best kann- ast við Erlend lögmann, og eink- um Fróða-Eirík Vogsósaprest, sem hvert mannsbarn á landinu þekk- ir, og þjóðsögur vorar hafa gert að þessum góða kunnáttumanni, sem öllum verður hlýtt til af sög- unum um hann. Forlög og æfin- týr kirkjunnar á Strönd eru mik- il, enda ber helgi hennar yfir alt. Enginn verður betur við áheitum en hún, og þeir, sem að henni hlynna til gagns og góða, verða hamingjumeiri eftir. Væru öll stór- merki hennar kunn og komin í eitt, mundi sú jarteiknabók veta ósmá.“ En orð mín um Strandarkirkju ætla jeg að enda með því, að minna alla menn á þann sann- leika, að það er margt til milli himins og jarðar, sem heimspek- ina eða veraldarviskuna dreymir ekki urn, og með því að taka upp orð Kristínar gömlu Jónsdóttur í Þorkelsgerði:: „Strandarkirkja hefir verið vön, að borga fyrir sig; og svo hygg jeg, að enn muni verða.“ Minning skáldsins Stephans G. Stephanssonar. Viðlag: Mínar eru sorgirnar þungar sem blý. Bregður fyrir blárri móðu, berst úr fjarlægð hrópið þunga. Söngva Svanur liggur látinn, lokuð augu, stirðmið tunga. Gengur sterk að víga-verki váleg Hel með dökka kransinn, máttug seiðir rnenn og konur með sjer út í lokadansinn. Horfir þjóð á heljarslóð og hrygðþrungin ský, hennar eru sorgir þungar sem blý. Hví er hljótt í Klettafjöllum ? Hví er nótt í skáldsins inni? Hví er þróttur þrotinn ljóða? Hví er dróttum hrygð í sinni? Því er hljótt, að hneig í valinn hugfljúgandi Skáldmæringur, því er hljótt, að harpan dýra hjer á jörð ei framar syngur. Svanur flaug til sólheima sólmyrkva í sorgir eftir skildi þungar sem blý. Lifði ítur landnámsmaður löndum vestra flestum hærri, fyrir handan hafið breiða hetjan prúða ættjörð fjærri. Ljek sjer þar í lundi Braga • ljóðsnillingur fremda-mætur. Strit Voru allir æfidagar, andvökur hans löngu nætur. Vakir yfir látins leiði lífsminning hlý, linar hún sorgir þungar sem blý. Vaki þjóð á vígaslóðum, vaknið sveinar, nóg er sofið! skiljið ljóð, er skáldið hefir skarpsýnn hnýtt og saman ofið, skáld, sem hefir rammar riúiir fi§t? er hnigið fyrj- en yarði. — Vaki, vaki vinir Braga, vorðið er skarð í ykkar garði, kveiki eld á kotungs arni: l.terleiksorð hlý, kveðið burt sorgir þungar sem blý. Hátt skal stefna, hugleysingar, himininn er nógu viður, lengra, lengra hefjið huga, hærra, stærra takmark bíður. Enginn^ lasti flug þess fleyga, flýgur liann um víða geyma. Fljúga þeir, sem fjaðrir eiga, fjaðralausir sitja heima. Ef við fljúgum ekki bak við örlaga ský, af því verða sorgir þungar sem blý. Ljúfa kveðjum ljóða svaninn, leiðið vermi sólin bjarta, fagurt vaxi friðar blómstur fannhvítt yfir skáldsins hjarta. Sál hans lifi voröld vafin Vargöld apamannkyns fjærri, — gleymi striti, stríði, vökum, starfsvið fái ennþá hærri. Göngumóðum góð er hvíldin grafrúmi í gleymast þar sorgir þungar sem blý. Sje jeg leikinn lífs og dauða, lokin störf að entu skeiði. Læt jeg eins og haglkorn hrjóta hrímað rím að skáldsins leiði. Fellur bólgið brim að ströndum, brotnar fley við klettastalla, þögn er yfir sævarsölum. — Sof í friði, skáldið snjalla. Horfir þjóð á hrannaslóð og hrygðþrungin ský; hennar eru sorgir þungar sem blý. Kristjón Jónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.