Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 8
312 LESBÓK MORGU NBL AÐSINii Mynd þessi ei- tekin í Ósló, þegar Stresemann, utanríkisráðherra Þjóðverja kom þangað til þess að taka á móti friðarverðlaunum Nobels. Myndin sýnir hann og Lykke, forsætisráðherra Norðmanna á götu í Ósló. bardaga, blót og hóflaus gildi. — Fólkið dansar með hrifningu, þög- ult og alvörugefið; tónarnir gagn- taka það eins og minningar dýrð- legra stunda, sem eru fyrir löngu liðnar, eða enn þá langt inni í framtíð. — Maður lætur Imgann ósjálfrált reika langt aftur í tímann, til for- fcðra'forfeðranna, til hellisbúanna í Altamira, sem voru lbðnir eins og apar, lifðu á villidýrakjöti, feldu breina, vísunda og birni, feldu hinn ægilega hellisbjörn („ursus spelaeus), þótt ekki hefði þeir önnur vopn en axir og „boom- erang“ úr steini. Ef til vill'hafa þeir dansað eitt- livað svipað þessit, þegar brennið logaði óvanalega glatt og allir voru óvanalega saddir og kátir. En þeir höfðu elckert hljóðfæri, ekki einu sinni bumbu og banjó, eins og villimenn vorra tíma, að eins drynjandi rödd, sem stældi hunguröskur dýranna og hljóðiu í storminum. Þegar vökurnar voru langar og veiðin lítil, máluðu, þeir rauðkrítarmyndir á hellisveggina af dýrunum, sem þeir hugsuðu um í vöku og svefni, þráðu og óttuð- ust, Enn þann dag í dag prýða þessar myndir hina saggasömu íbúð steinaldarmannsins, og mörg- um, sem sjer þær, kynni að detta í hug, að þær hefðu verið gerðar fyrir stuttu, fyrir nokkr- hm tugum ára, af einhverjum list- lineigðum nautasmala 19. aldarinn- ar, — svo vel hefir þögnin og myrkrið geymt þær í tuttugu þós- und ár !*) 1 kastaníulundinum hefir verið dansað Játlaust í allan dag. Nú er komið fram yfir miðaftan. Kvöld- svalinn eykst, Iðandi rökkurmóða legst yfir vesturhlíðar dalsins. — Reykimir úr verksmiðjustroinpun- *) Það er engin furða, þótt sumir hafi lengi haldið fram, að þessar mýndir væru miklu yngri og ef til vill gerðar í svipuðum tilgangi og „þýðingar“ Mac Pher- sons.En nú vita allir, að um blekk- ingar getur ekki verið að ræða, því að samskonar myndir (af dýr- um forsögualdar) hafa fundist a m. k. í 25 hellum öðrum víðsvegar um Prakkland og Spán. um líkjast verum, sem sveima þreytulega um loftið, dansandi charleston „au ralenti“, og smá- liverfa inn í ltvöldskýjabólstrana hvíta og tígulega, Skuggarnir lengjast, geislarnir liallast meir og meir. Jeg horfi iun í botninn á dalnum, þar sem hinn ilmandi barrskógur breiðir limið Vfir litla búgarðinn lians írureta- goyena, Kýrnar koma baulandi niður brekkuna, allar með klukku um hálsinn, og geiturnar jarma 0<ieruleysislega inn í þykninu með fram smalastígnum. Asninn stend- ur bundinn við garðhliðið; þar maular hann burkna og þistla og lirín beisklega í hvert sinn og eiu- hvern ber að garði, — einhvern, sem ekki er bundinn eins og hann sjálfur. Skuggarnir lengjast, fylla skörð- in milli hnjúkanna og liella myrkri niður í gljúfur ánna. Það er verið að dansa „jota“. Belgflautan skælir eins og gamalt, tómantískt mandólín. Hannóniku- tónarnir seyða fram í huganu fcjúka dansþrá, löngun til að snúa baki við alvöru, lífsstríði og sorg, löngun til að gefa ljettúð og nautnum lausan tauminn. Bassinn 'er hinn óblíði armur veruleikans, sem kippir í mann við hvert spor. Loftið er þrungið af ilmi víns og blóma, Um lundinn sveima bros- andi andlit, sem þrá kossa. Rauðar varir, hvítir vangar, svört augu. Kariwienn með „boina“ reika iun- liverfis hinar sporljettu meyjar, eins og silungar í hringiðu fossins. Skuggar þeirra teygja sig iðandi inn eftir lilíðinni, teygja sig óend- anlega, eins og svipur hins mikla Aitórs, — hins ókrýnda konungs allra Baska ; eins og armar dvergs- ins Basajaum, mannætunnar, sem allir óttuðust, því að liann var herra skógarins. Dagurinn hverfur óðum bak við Jinjúliana fyrir ofan Portugaiete. Fólkið týnist burt úr kastaníu- lundinum. Það er ölvað og óða- mála. Hjónaleysin dreifast um lilíðina tvö og tvö. Og meðan „angelus" liljómar hátíðlega frá Begona, hlusta jeg öfundsjúkur á samtöl elskendanna, sem berast t:l mín í brotum úr öllum áttum. —- Líst þjer á mig, Pepe? — Vertu sæll, Manuelo! — Vertu sæl, Isabelita! — Ó, Concha! — Gullið mitt! Einn ltoss enn, aðeins einn, bara einn, einn. — — Adios! Adios! Adio-o-os! ___________________________Þ. Isafoldarprentsmiðja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.