Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 7
LESBÓK MORÖUKBLAÐiilNS 311 Frá Basklaudí, I. Fyrrurn uáði Euskalerria (þ. e. Baskland) alla leið til Týle og Ameríku. Þar sem nú er liið djúpa, ægilega Atlantshaf, var áður blóm- legt, meginland með tignarlegum fjallgörðum, frjcsömum dölum og auðugum borgum. Þar bjuggu Eúskarar, forfeður Baska, og lifðu við allsnægtir, því að jörðin gaf af sjer alt það, sem lífið þarfnast, eins og í hinni fyrstu paradís. Þeir lögðu stund á skáldskap og fagrar listir og töluðu við guð eins og maður við inann. Samt fór svo, að þeir gleymdu honum og sköpuðu sjer nýjan í sinni mynd, reistu lionum musteri og færðu honum íornir. Þessi nýi drottinn gerðist brátt atkvæðamikill, ljet sig allt skifta, setti ný lög um alla hluti og ákvað refsingu við hverri yf- irsjón, gerði þá ríkustu að klerk- um sínum og Ijensmönnum, en alla aðra að þrælum. Hann veitti vild- armönnum símun auð, metorð og hamingju, gaf þeim leyfi til að drýgja syndir; öðrum refsaði hann miskunnarlaust, tók frá þeim eignir og gerði þá ólánssama. All- an mótþróa bældi liann niður án vægðar. Þannig skiftist smám saman allur landlýður í útvalda og út- skúfaða. öíðarnefndir voru miklu fleiri, en megnuðu ekkert, því að þeir voru bundnir á klafa ánauð- arinnar; — þangað til þeim datt í hug að búa til annan guð handa sjer, sem þeir gætu flúið til og tilbeðið í leyni. Og það gerðu þeir, En guðinn þeirra mátti ekki sjá dagsins ljós. Hann hafðist við í myrkrunum og bljes eldi haturs og örvæntingar í hjörtu þegna sinn', hvatti þá til óhlýðni, stríðs og illra verka. Drottinn myrkrana stækkaði og stækkaði, en guð hinna útvöldu varð hræddur og reiður. Hin óhjá- kvæmilega styrjöld hófst, og öll foönd losnuðu. Þá slokknaði sólin og blikuðu eldingar, en hafið gekk á land upp og færði borgir og bygðir í kaf. En utan úr djúpinu ileit þá hinn eini sanni guð yfir hið glataða verk sitt og sá, að það hafði ekki verið gott. Þannig heldur einsetumaðurinn í Iturribarri, að saga hinna fyrstu Eúskara sje í fám dráttum. Og hann er sannfærður um, að Baskar þeir, sem nú lifa, sjeu afkomend- ur. þjóðarinnar, sem hafið gleypti. Fáeinir höfðu komist lífs af, en einsetumaðurinn vissi ekki hvern- ig, — eins og von var. Það er ys og þys í kriugum tog- ’brautina, fult af fólki, útlendu og innlendu, ungu og gömlu, fátæk- legu og ríkmannlegu, og alt ætlar til Archanda til að líta yfir dalinn, foorgina, ána og fjörðinn í fjarska. Ekki aðeins til þess, ekki aðeins til að njóta útsýnisins. Sumir þessara útlendu ferðamanna, sem Velkjast einstæðingslega innan uin rnúginn eins og graslömb innan um geldfje, liafa þegar notið útsýnis- ins frá Igueldo, Tibidabo, „os elevadores" í Lissabon, frá skýja- sköfum Bandaríkjanna og hæstu tiudum Evrópu. Líkama sínum liafa þeir lyft svo hátt sem liægt er á þessari jörð. Hvaða erindi ættu þeir til Archanda'! Að horfa á dans, hlusta á mandólín og glam- ur hljómbaulia. Það er „romería“ í Echevarri- eta. Þangað fer fólkið úr nágrenn- inu pílagrímsför í dag, því að þessi dagur er helgaður verndar- dýrðlingi sveitarinnar, — en jeg man ekki iivað hann er kallaður, en titillinn er náttúrlega „sou“ þ. e. „hinn heilagi." Þangað koma töfrandi sveita- stúlkur í þjettum hópum, sællegar, kátar og einfeldnislegar; kaup- staðarstúlkur frá Bilbao, Vegúrí, Los Arenas o. s. frv., sumar hverj- ar montnar og tilgerðarlegar, pip- armeyjar guðhræddar og spje- hræddar; fjöldi karlmanna af öllu tagi, saklausir yngissveinar, feitir ekkjumenn, uppskafningar i pils- buxum, kvennflagarar og mor- mónar. I einu orði, allir, sem vetl- ing geta valdið, fara þangað þenn- an dag — pílagrímsför. Alt guð- rækilegt snið er þó farið af athöfn- inni fyrir löngu síðan. Nú er bara dansað og drukkið, drukkið og dansað. „Tsjakólí“ flýtur um alt. Rjett fyrir neðan veröndina er hjalli vaxinn ösp og dökklaufguð- um kastaníuviði. Þar er dansflöt og trjábekkir alt í kring. Nú morar alt í fólki, lundurinn, flötin og næstu brekkur. Ríka fólkið og uppskafningarnir kaupa veitingar í kaffisal spilahússins, en allir aðrir fá sjer það, er þeir þurfa, í veitingaskygninu við skógarjaðar- inn. Einhver framtakssamur víu- sali úr Bilbao ljet byggja það nóttina seni leið og flytja þangað alskonar tegundir af víni, tóbaki og sætindum. Milli tveggja trjáa hangir stóreflis Ijereftsræma með áletruninni: Martini & Rossi, Torino. Út um opna glugga spilahússins berast charleston-tónarnir niður í luudinn....... staccato, staccato, og einhver „fransaður“ uppskafn- ingur, sem hefir lært alla tísku- dansana, jafnvel yale, ókeypis í Goumont, flýtir sjer að bjóða upp fylgikonu sinni, sem auðsjáanlega hefir líka verið í París. Og þau fara að víxlast um völlinn eins og sprellikarlar eða Guignol-skrattar og róta upp moldinni. En enginn verður til að leika eftir þeim. Pían- óið þagnar. Það er farið að syngja. Fyrsta lagið er „Gernikako Ar- bola“. Ósjálfrátt sljákkar hávað- inn um stund og fólkið hlustar. Þó er söngurinn falskur, eins og rökum fingri væri strokið eftir gluggarúðu. Sumir lda'ja.Nú komu spilararnir: alt Baskar, sólbrendir, alvarlegir, svipdimmir, allir saman ófríðir, ellilegir; þeir hafa ,boina‘ á höfði, strigaskó á fótum, bumbu, harmóniku og belgflautur í hönú- unum. Sveitafólkið skipar sjer í hring út á miðjum vellinum. Spil- ararnir fá sjer einn „tsjakólí“, segja eitthvað sín á milli á bask- nesku og fara svo að spila. Nú fer sólin að skína og skýin hjaðna. Það verður ekkert úr rigning- unni, segja strákarnir, þegar þok- unni ljettir af Iturribarri.------- 1 dansinn! Og meðan krakkarnir striplast galandi um völlinn og reyna að stíga „charleston“, hópar sig sam- an fullorðna fólkið úr sveitinni, bæði gift og ógift, og dansar „aurreskú“ út á miðjum vellinum, — þennan alvöruþrungna, villi- mannslega dans, sem minnir á fjar- læga fortíð, minnir á brennur og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.