Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 3
LESBÓK M0R6UNBLAÐSINS þegar jeg heyri menn draga dár að trúarskoðunum feðra sinna og mæðra, þó þær skoðanir hafi að einhverju leyti verið einfaldlegar, og falli nú ekki að öllu saman við nútíðar liáskólakenningar. — Þeir góðu menn, sem þar láta ljós sín skína, hafa heldur ekki höndlað allan sannleikann, og kenningarn- ar, sem eru nýjar í dag, eru orðu- ar gamlar á morgun. Svona hefir það gengið, og svoná mun það ganga; það er al- drei vert, að taka of djúpt í ár- inni. — Jeg heyri nú á tímum raddir, sem lialda því all-fast að mönnum, að þeir eigi að hætta að heita á Strandarkirkju, en — taka að heita á aðrar stofnanir; nefna menn þar til ýmsar yngri stofn- anir, sem allar eiga góðan stuðn- ing skilinn, svo sem Stúdentagarð- inn, Landsspítalann, Elliheimilið o. fl. Bera menn það þá í væng- inn, að Strandarkirkja sje svo rík, að hún þurfi ekki áheitanna við; og annað hitt, að áheitin á hana spretti af hjátrú. Nú vil jeg spyrja: Ef það er tóm heimskuleg hjátrú að heita á Strandarkirkju, hvaða trú er það þá, sem á að stýra áheitunum á nýju stofnanirnar 1 Auðvitað er það þá sama hjátrúin, sem þar er bak við líka. Um auðlegð Strandarkirkju er það að segja, að alt fram til síð- ustu tíma hefir hún ekki mátt rík kallast. Síðast er hún var hygð, kringum 1886, mun hún hafa átt nálægt tveim þúsundum afgangs að lokinni byggingu. Nú er hún orðin um 40 ára gömul og þarf að líkindum bráðum að endur- byggjast; en árlegar tekjur hennar eru afarlitlar. Annars mun enginn, sem á Strandarkirkju heitir, vera að velta því fyrir sjer, hvort sjóð- ur hennar er stór eða lítill; menn heita á liana af trú, og engu öðru; menn heita á hana, af því að hún er helgur dómur í meðvitund Is- lendinga, jafnvel hvar sem þeir eru staddir á hnettinum, af því að yfir henni er geislabaugur eða ljós, sem ekki er yfir neinu öðru guðshúsi á Islandi, ljós, sem skín im\ til dala og út til annesja. — Mjer er engin launung á, að jeg óska, að Strandarkirkja verðj rík í framtíðinni, helst svo rík, að hún geti launað sinn eiginn prest. — Sveitin er einangruð; langir og leiðir eyðisandar, hraun og fjall lykja um liana á allar hliðar; eu strönd hennar alla lemja öldur At- lantsliafsins, oft háreistar og þung- ar undir brún að sjá, þótt fald- urinn sje hvítur. Nú er Strandar- kirkju þjónað frá Arnarbæli, og er það ærið erfið þjónusta. Jeg sje nú ekkert þjóðarböl » því, þótt ein kirkja á landinu yrði fyrir áheit allra landsmanna svo . efnuð, að hún gæti launað sæmi- lega prestinum sínum. Kirkjurnar hjer á landi eru flestar bláfátæk- ar; enda líka öll útreisla þeirra sumra eftir því; sumar líkari hjöll- um en guðsliúsum. Að sjá ofsjón- um yfir auðlegð Strandarkirkju er í mínum augum smásálarskap- ur og annað ekki. Þau yrðu ekki til ónýtis, áheit- in á Strandarkirkju, ef þau auk annars yrðu til þess, að hið forna Strandarprestakall risi upp aftur í skjóli blessaðrar gömlu kirkjunn- ar á Strönd, risi upþ í nýjum blóma og með andlegum og lík- amlegum gróðri á rústum fornrar frægðar og höfðingsskapar, sem þar ríkti á liðnum öldum. Um langa hríð hefir verið koi- svartur sandur kringum Strandar- kirkju. Nú liej'ri jeg mjer til á- nægju, að Strandarland sje til muna farið að gróa upp aftur, einkum í námunda við kirkjuna; Guð gefi því orði sigur. Að þeim gróðri þarf að hlúa með ráðum og dáðum; því að þar nulndi innan skamms endurskapast til nýs lífs og gróðurs einn «dra fegursti blett urinn á ísíanui, Iiggjandi allur móti sól og sumri. En — þegar Strandarland væri alt orðið gróið upp aftur fyrir sameinaða krafta náttúrunnar og viturra og atorkusamra manna, og gamla Strandarkirkja, endurbygð og prýðileg gnæfði þar fram á nesinu, fyrir ofan Engilvík, yfir grama balana og flatirnar á Strönd, stórhöfðingjasetrinu forna, — þá vildi jeg mega líta upp úr gröf minni! „Nú er hann farinn að sjá of- sjónir“, hugsa nú máske sumir af ykkur. Þetta er „Fatg Morgapa", lpft- 307 kastalar, enn sem komið er; það er satt. — En — allar mestu framfar- irnar í heiminum liafa byrjað með því, að vera „Fata Morgana", loft- kastalar, hugsjónir. Það er hlut- verk okkar mannanna, að toga tþessar liugsjónir niður á jörðina ; það tekst vanalega á endanum, en stundum þó þannig, að þeir, sem fyrir því berjast, eru af snmum taldir að vera tæplega „með öll- um mjalla.“ Að því er Strandarkirkju snert- ir, þá örvænti jeg einskis. Sje það satt, sem listaskáldið góða sagði — og hann talaði það í rauninni út úr lijörtum allra íslendinga, — að „hulinn verndarkraftur“ hafi hlíft. „hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur“, þá vantreysti jeg ekki þeim hulda verndarkrafti, er varðveitt hefir gamla guðshúsið á sandhólnum á Strönd, að skapa nýjan gróður, andlegan og líkam- legan, á öllu svæðinu og í sveit- tinni kringum Strandarkirkju. Mjer dettur í hug í sambandi við þetta mál, saga úr lífi Jesú, sem Markús segir frá í 14. kapí- tula. Jesú var staddur í þorpinu Be- þaníu í húsi Símonar líkþráa. — Meðan hann var undir borðum, þá kom kona með dýran smyrslabauk; og hún helti smyrslunum yfir höf- uð Jesú. Sumum, sem viðstaddir voru, gramdist )>etta, atyrtu þeir konunn og sögðu, að annað þarfara hefði mátt gera við fje þetta. Jesús tók svari konunnar og sagði: „Látið hana í friði. Hvað eruð þið að mæða hana.“‘ Nú vil jeg í bróðerni segja við þá, sem anda kunna einhverju köldu að Strandarkirkju, að trúnni og áheitunum á hana: „Viljið þið ekki láta gömlu Strandarkirkju í friði! Þess eru dæmin, aS hún hef- ir ekki reynst lamb að leika við.“ Nú mun jeg segja nokkrar smá- sögur úr æfisögu Strandarkirkju. Jeg útskrifaðist af prestaskól- anum sumarið 1880 og tók prests vígslu 22. ágúst s. á. Var jeg svo settur inn í Strandarkirkju 16. sd. e. Trinitatis um haustið. Daginn á undan var kirkjan tekin út og prestssetrið í mínar hendur. Hafði þá enginn prpstur verið }igr í fvjll

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.