Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 4
308 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 10 ár eða frá dauða sjera Lárusar Hallgrímssonar Schevings, 9. febr. 1870, en prestakallinu verið þjón- að þenna tíma af nágrannaprest- um, ýmist frá Arnarbæli eða frá Stað í Grhldavík. Við úttektina kom í ljós, að kirkjan var mikið farin að fúna; þurfti að leggja á hana nýtt þalc og ditta fleira að lienni; var svo ráð fyrir gert, að þessi endurbót á kirkjunni færi fram á næsta vori. Þá voru í Þorkelsgerði í Selvogi gömul' hjón, Olafur Jónsson og Kristín Jónsdóttir, dóttir sjera Jóns Vestmanns, sem var prestur á Vogsósum frá 1811 og til 1843, að haiin fjekk Kjalarnesþingin; andaðist liann í Móum á Kjalar- nesi litlu eftir 1850. Skömmu eftir komu mína að Vogsósum, kom jeg að Þorkels- gerði og til þessara gömlu hjóna, sem bæði voru hinir mestu greind- ar- og skírleiksmenn. Mjer er sú heimsókn í mjög fersku minni, þó liðin sjeu síðan full 47 ár. Gamla konan var steinblind og sat á fótum sjer upþi í rúmi og var að prjóna. Hún var all-stór vexti og þrekiri, með mikið hár, næstum silfurhvítt, greitt niður á herðar, en ekki lagt í fljettur, og með svartan silkiklút, hnýttan í gjörð utan um höfuðið. Hún var hiikilúðleg á svipinn, en góðmann- leg þó. Þegar hiin lieyrði, að jeg kom inn í baðstofuna — en hún var orðin bæði gömul og fornfáleg, — þá segir hún: „Er það nýi prest- urinn V ‘ Jeg kvað svo vera. Þá leggur hún prjónana í kjöltu sína, rjettir báðar hendurnar út í myrkrið í áttina til mín og segir: „Æ, komið þjer nú hjerna og setj- ist þjer hjá mjer; jeg verð að fá 'að heilsa yður. Mjer þykir versr, að geta nú ekki sjeð yður.“ Svo vildi hún fá að fara höndum um höfuðið á mjer og þreifa um andlit mjer, og seinast rak liún að mjer rembingskoss. Þegar hún svo var búin að bjóða mig velkominn og leggja yfir mig mörg blessunarorð, þá segir hún: „Þjer hafið nú líklega ekki hlakk- að mikið til að fara hingað til okkar; og það var nú valla von; við erum hjerna úti á veraldar- hala. En — ekki skuluð þjer samt halda, að það sjeu nein lánlevsis- ^spor, að byrja prestsskapinn í Strandarkirkju. Og svo heyri jeg, að ]>jer sjeuð svo lánsamur, að fá að géra við hana að vori kom- anda.“ Jeg spurði þá, hvort það væri að hennar áliti nokkurt sjerstakt lán. „Já!“ sagði hún, og svo bætti hún við með þungri áherslu: „Hún hefir hingað til verið vön að borga fyrir sig; og svo hygg jeg, að enn muni verða. Við sjáum nú til, prestur minn; við sjáum nú til. Við tölum saman seinna, ef Guð lofar okkur að lifa.“ Vorið eftir ljet jeg gera við Strandarkirkju svo vel sem föng voru á. Leið svo sumarið, að eklci bar til tíðinda. En um haustið vgerði langvinnan landsynnings- rosa, og í þeirri hrotu rak þrett- án köntuð trje á Strandarkirkju- reka; þessi trje átti jeg, og voru þau margra peninga virði, eklci síst fyrir mig, sem var fátækur • frumbýlingur. Þegar jeg sagði gömlu Kristínu Jónsdóttur frá þessu, þá brosti hún við og sagði: „Jeg átti vcn á þessu, prestur minn! Hún er altaf vön að borga fyrir sig; og — þjer fáið meira seinna.“ — Og það varð orð að sönnu. Þegar sjera Jón Vestmann fór frá Strandarþingum 1843 í far- dögum og að Móum á Kjalarnesi, þá varð prestur eftir hann á Vogs- ósum sjera Þorsteinn Jónsson frá Reykjahlíð við Mývatn. — Fyrri kona lians var Sigríður Ólafsdótt- ir Stephensen úr Viðey, dóttir Ól- afs Stephensen Jútizráðs og systir Sigríðar, tengdamóður Hannesar sál. Hafstein. — Sjera Þorstein i setti saman bii á Vogsósum vorið 1843 með 120 ám og öðru þar eftir. Jeg heyrði gamalt fólk í Sel- vogi tala mikið um sjera Þorstein; var ekki laust við, að farnar væru að myndast um hann þjóðsögur. Það var einkum fernt, sem hann hlaut frægð fyrir hjá Selvogsmönn um. Það fyrstæ var afburða-kraft- ar og karlmenska; annað, hve af- burða yel hann þoldi sterkan drykk; þriðja, hvað hann ritaði fagra rithönd; og hið fjórða var grár hestur, sem eins bar af öðr- um hestum, eins og þeim þótti Þorsteinn prestur bera af öðrum mönnum. Kirkja sú á Strönd, sem sjera Þorsteinn, tók við, var orðin æfa- gömul, bygð 1735. Sjera Þorsteinn tók hana ofan og bygði nýja kirkju á Strönd árið 1848; var þá gamla kirkjan orðin 113 ára gömul. Yfirsmiður við lcirkjubygg- inguna lijá sjera Þorsteini var Sigfús, smiður austan af Eyrar- bakka, faðir sjera Eggerts, sem 'var prestur á Vogsósum næst eft- ir mig, dáinn 1912. Sigfúsi gamla þótti „gott í staupinu,“ eins og fleirum góðum íslendingum fyr og seinna, og hafði stundum kiút- inn hjá sjer við vinnuna. Daginn, sem átti að reisa kirkj- una, tók sjera Þorsteinn Grána sinn og reið suður að Strönd; það er frá Vogsósum beinustu leið rösk ur hálfrar stundar gangur. Þegar prestur kemur suður að kirkju, þá stendur þar alt mál- þola; smiðirnir hengja niður höf- Hvað var þá að! Það var nú ekki mikið ! Bitarnir í kirkjuna voru bara allir einni alin of stuttir; þarna stóð hnífur- inn í kúnni. Yfirsmiðurinn hafði smakkað heldur oft á kútnum. Prestur hefir líklega hugsað eitthvað líkt og sá gamli heiðurs- ruaður, Eyjólfur á Grímslæk, sagði löngu seinna: „Það dugar ekki að falla fram þarna.“ Hann sneri þegar heim aftur til að ráðstafa því, að sótt yrðu austur á: Eyrar- bakka ný trje í kirkjubitana. En uðin og hafast ekkert að. honum kemur í hug, að ríða með sjónum, þó það væri ofboð lítið lengra. Nærri því á miðri leið frá Strönd og heim að Vogsósum er vík jnn í ströndina, sem heitir Stórabót; þar var oft rekasælt. Þegar prestur kemur þangað, þá sækir hann svo að, að þar er stórt 'og langt' ferkantað trje að berast á land. Já! Nú var að taka mannlega á móti. Prestur sækir þegar nægan mannafla til að velta trjenu und- an, sjó; svo er það þútað og þv|

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.