Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLADSINS 309 öpkumlamenn. - « **!><n**mm imi! 1.' >■'MKI' H i >'»»i Höll nokkur í Frakklandi hefir verið jferð að lneli fyrir l>á her- menn, er særðust svo og afskræmdust í andliti í ófriðnum mikla, að þeir hafa orðið að ófreskjum, sem öllum hlýtur að standa stuggur af. þeim er á þá horfa. Hafa þó frægustu læknar Frakka reynt að laga andlit þeirra eins og frekast er unt, en hvernig þeim hefir tekist það, sýna myndirnar lijer að ofan. krossflett, og þarna voru bitarnir komnir í kirkjuna. Þessa sögu sagði mjer Olafur Jónsson í Þorkelsgerði, maður Kristínar Jónsdóttur, blindu kon- unnar, sem jeg sagði frá áðan, liinn mesti greindarmaður og aö sama skapi sannorður. Hann var einn af þeim, sem björguðu trjenu á land, og var þá á besta aldri. En — svo sagði Ólafur gamli mjer meira. „Það kom meira til kirkjunnar úr sjónum sumarið að tarna,“ sagði hann, „heldur en trjeð í Stórubót. Það kom líka tjörukaggi. En — það var tekið slóðaiega á móti honum; hann var látinn springa í briminu á flúð- unnm beint á móti kirkjudyrun- »im. Strandarkirkja er orðin æfa- gömul; liinn rjetta aldur hennar þekkir enginn; sumir ætla liana bygða við upphaf kristninnar hjer á landi, á dögum Gissurar hvíta, aðrir á dögum Staða-Arna; en enginn veit neitt með vissu. Jeg hallast langmest að þeirri gömlu þjóðsögn, að liún sje upphaflega, og, það snemma á tímum, til orð- . in fyrir áheit manna í sjávar- háska, áheitendur komist á land og bjargast á Strandarsundi svo- nefndu; rjett fyrir vestan, það er nefnilega hin alkunna Engilvík. Jeg styi’kist í þessari trú við þá staðreynd, að nú á okkar dögum liefir heil skipshöfn bjargast úr sjávarháska einmitt á þessum svæðum; síðan eru um þrjátíu ár; skipstjóri á því skipi var Vaar- dahl, sem seinna var skipstjóri á „Reykjavíkinni" ; kannast víst margir eldri Reykvíkingar víð 'nafn hans. Margt hefir líka á daga Strand- arkirkju drifið um æfina; alt Strandarland hefir blásið upp og orðið að svartri eyðimörk, og höfð- ingjasetrið Strönd farið í kalda- kol. En mesta lífsháskann komst liún í um miðja átjándu öld eða 1751. Þá var prestur sá á Vogsósum, sem hjet; sr. Einar Jónsson; hann bjó kirkjunni á Strönd banaráðiu, þótt ekki ynnist honum máttur til að koma þeim fram. Af einhverjum ástæðum, sem pss erp ókunnar, lagði hapn njik- ið kapp á, að kirkjan á Strönd yrði rifin, en kirkja aftur bygðj heima á Vogsósum. Prestur feklu í lið með sjer prófastinn í Arnes- sýslu, sjera Uluga Jónsson í Hruna. Prófasturinn fekk í lið með sjer biskupinn í Skálholti, Ó!- af Gíslason, og biskupinn aftur amtmanninn, sem var danskur maður og hjet Pingel. Öll makt- arvöld landsins tóku þannig hönd- um saman gegn Strandarkirkju; hún skyldi rifin og lögð niður innan tveggja ára. Dauðadómurinn yfir Strandar- kirkju var uppkveðinn 3. nóvem- ben 1751. Nú átti Strandarkirkja engan vin eða verndarmann, nema fá- eina fátæka og umkomulitla bænd- ur í Selvognum. En — „það var ekki sopið kálið, þó í ausuna væri komið.“ Það kom önnur sterkari hönd, sem tók í taumana. Það var engu líkara en að hinar hræðilegu biil- bænir í Gamla Testamentinu yfir óvinum Guðs væru teknar að ræt- ast á óvinum Strandarkirkju. — Tveggja ára frestur var veittur til að rífa Strandarkirkju og koma Upp nýrri kirkju á Vogsósum. En — áður en hendur yrðu lagðar á gamla guðshúsið á Strönd, þá var presturinn á Vogsósum flosnaður upp af fátækt og vesæl- dómi, prófasturinn dauður, bisk- upinn dauður og amtmaðurinn reltinn frá embætti. Allir óvinir •Strandarkirkju, sem viljað höfðu hana feiga, fjellu l>annig í einni hríð í valinn, að segja mátti. En — Strandarkirkja stendur enn á sínum gamla uppliaflega stað. Alt hefir umrótast og fallið til moldar kringum liana, landið, mennirnir og mannanna dýrð og bústaðir. — Ep— Strapdarkirkjp

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.