Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1928, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1928, Blaðsíða 1
27. tölublað. JW0rgttftMafaiin5 Sunnudaginn 8. júlí 1928. III. iifufur, ^„5tóra plógan". Eftir Sigurð Párólfsson. Ýmsir sagnritarar vorir hafa haldið því fram, að hinn svonefndi Svarti dauði eða stóra plágan, sem geisaði rjett eftir aldamótin 1400, skifti sögu og lífi íslensku þjóðar- innar í tvo kafla. Þeir hafa litið svo á, að hnignun þjóðarinnar hafi, byrjað með svartadauða. En þetta er ekki rjett. Hnignunin var byrjuð löngu fyr, en magnaðist mest á einokunartímanum, á 17. og 18. öld. Um Svartadauða eru til litlar og Ijelegar heimildir. En mikið er til af munnmælasögum með þjóð- sögublæ um þessa pest, í ýmsum ritum. Þær eru flestar að engu hafandi. „Nýi annáll“ er að mestu levti hin eina sögulega heimild sem til er frá fyrstu árum 15. ald- ar. Það sem sagt er í öðrum ann- álum, síðar rituðum, frá svarta- dauða, er tekið eftir „Nýja annál“ og ýmsum munnmælum bætt þar við. Það má sjá á ýmsu í þessum annál, að hann er ekki skrifaður samtímis viðburðunum. Þetta sjest fcest á því, sem hann segir um árin 1405, 1406 og 1407 og síðar. Frá- sögn höfundarins um þessi ár get- ur með engu móti verið færð í let- ur fyr- en löngu síðar. Höfundur annílsins vitnar í ummæli Arna biskups Olafssonar. En hann kom fyrst til íslands 1415, eftir 20—30 ára dvöl erlendis. Mjer þykirsenni legast að annóll þessi sje ritaður á Suðurlandi ó síðari hluta 15. aldar, Jægar pestin var farin að glevmast, eins og hún var í raun og veru. Þá voru til orðin ýms munnmæli um hana og missagnir úv ýmsnm hjeruðum. Ef höfundur- inn sjálfur hefði þekt eða lifað í svartadauða, sem fulltíða maður, mundi hann hafa sagt meira um svo mikla og einkennilega jiest, en þetta litla og lygil'ega sem er í ann ál hans. Á 14., 15. og 16. öld sömdu fUst ir annálsritarar annála sína löngn eftir að viðburðirnir gerðust. — Þeir notuðu hver annars annál og bættu við ýmsum miður ábyggileg um munnmælum, án skynsamlegs gagnrýnis.Og Björn á Skarðsá reit annál sinn frá 1400—1600, eða þar um, eftir öðrum annálum og líkum heimildum. Þær heimildir voru fæstar færðar í letur samtíma við- burðunum. Höf. Nýja annnáls segir, að „bráðasóttin hafi verið svo mikil, ao menn lágu dauðir innan þriggja nátta þar til heitið var lofmessum með sæmilegu bæna- haldi og þurraföstu" o. s. frv. Eftir það segir höf.: „Fengu flest- iv skriftamál áður en þeir Ijet- ust‘ ‘. Á öðrum stað segir höf. að pestin hafi aleytt bæi og sveitir víða, en á mörgum stöðum hafi fólkið ekki verið sjálfbjarga er eftir lifði. Þessi síðasta setning er sennileg. Eu ótrúlegri er frásögn lians um mannfallið í Skálholti og lclaustrunum eystra. Þrjú iqestu lielgisetrin sunnanlands verða al- eydd þrisvar sinnum, hvað eftir annað. Hjer er auðsjáanlega um munnmælasögur að ræða. Það er gamla helgitalan 3, sem hjer er ofið utan um. Um Skálholtsstað er það sagt, að þar hafi í pestinni 1402 allir prestar og leikmenn dáið nema biskupinn og tveir menn aðrir.* En þetta getur ekki hafa verið rjett, því á staðnum munu ekki hafa verið færri það ár en 70— 90 manns, miðað við fólksfjölda þar á öðrum tínium. Nú voru ofí. 12 eða fleiri jirestlærðir menn í Skálholti í kaþólskum sið. En staðurinn eyddist að prestum og þjónustufólki þrisvar hvað eftir annað! Ilvaðan gat svo staðurinn fengið presta til að fylla í skarð b;nna föllnu, meðan pestin gekk í landinu? Nú segja aðrir annálar, eftir gömlum sögnum vitanlega, að flestir prestar í Skálholtsstifti hafi dáið í svarta dauða. En hvað sem um þetta er að segja, má telja ólíklegt, að Skólholtsstóll hafi átt kost á jirestum frá sveitakirkjun- um, ]iví margar þeirra hafa verið prestlausar.En ef stóllinn hefir náð sjer í presta 1403, þegar pestin var um garð gengin á Suðurlandi, eða í Skálholtsstipti, hafa þeir annað- * Nýi annáll 10,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.