Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1928, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1928, Blaðsíða 5
LKSBÓK M0RÖUNBLAÖSIN8 213 mönnum farið vaxandi en nú væri það breytt. Þótt þarna væri um merkilegt mál, og viðfangsefni allra stúd- enta að ræða, var ekki hægt að segja að umræður væru fjörugar. Alls tóku sex menn til máls. En lítið nýtt kom fram við umræður J>ær. Aðeins staðfestu þeir þann dóm, að háskólalærðir menn væru orðnir fleiri, en þörf væri á til em- bætta á Norðurlöndum. Finni einn, Henrik Schybergs- son, vildi takmarka tölu háskóla- lærðra manna með því, að stúd- entar gengju fyrsta háskólaárið í einhverskonar reynsludeild, þar sem réynt væri,hvort þeir væru hæfir til framhaldsnáms. Eins vildi hann reyna að uppræta J)á skoðun almennings,að nokkuð eftirsókn- arvert væri að vera stúdent. Norðmaðurinn Herluf Stenberg kvað ó]>arft að álasa verkamönn- um fyrir það, þótt þeir leituðu upp i stjett hinna lærðu manna, slíkt væri eðlileg afleiðing Jjess að yfir- stjettirnar svonefndu litu niður á verkamannastjettina. Að loknum umræðum söfnuðust menn til morgunverðar á sömu stöðum og áður. Seinni hluta dagsins var varið til að skoða „Nordiska museet“, sem er þjóðminjasafn frá öllum Norðurlöndum. Að vísu er íslenska deildin held- ur fátækleg. Ber J)ar mest á prjóna stokkum og rúmfjölum. Lítið eitt er þaf af söðulreiði og málmsmíð- um. En af söfnum liinna þjóðanna má mikið læra um menningu Jmirra og háttu, einkum er sænska safnið frábærlega vel úr garði gert. Um kvöldið var lokaJ>áttur móts ins. Þá hjelt Stokkhólmsbær öllum gestum mótsins veislu geisimikla í ráðhúsi sínu. Mun bygging sú vera ein hin prýðilegasta í norð- anverðri Evrópu. í veislu þessari var sem endra- nær ræðuhöld og söngur, og nor- ræn samvinna í áti og drykkju. Vel var veitt og rausnarlega og undu menn sjer hið besta. Var Jmð' og góð skemtun að skoða sali ráð- hússins. Veislan endaði með dansi, er stóð til kl. 2. Þar með var stúdentamóti þessu lokið. Fór það alt fram með mestu prýði, þátttakendum til óbland- ijinar ánægju og gestgjöfunum, Svíum, til stórsæmdar. Miðvikudaginn 6. júní fengu þeir af meðlimum mótsins, sem vildu, ókeypis aðgang að þjóðhá- tíð Svía, sem haldin var á íþrótta svæðinu (Stadion). Og þá með kvöldinu lögðu menn af stað frá Stokkhólmi með hugann fullan af glöðum minningum. • Eins og fyrr er frá sagt fylgdu blöðin mótinu með hinum mesta áhuga. A degi hverjum voru lang- ai greinar með fjölda mynda frá mótinu, og flestar hinar stærri ræður komu þar á prent. 011 voru blöðin sammála um, að mótið færi vel fram. Mótið' sjálft gaf daglega út blað, sem kom út í sambandi við „Stockholms Dagblad11, var J>ví útbýtt ókeypis meðal þátttak- enda mótsins. Auk J>ess kom út; sjerstakt mimer af stúdentablað- inu „Gaudamus“, í tilefni af mót- inu. Flutti það myndir af leiðaiuli mönnum stúdentalífs Norður- landa. Mikinn fögnuð vakti J>að bæði á mótinu og í blöðunum, er Þor- kell Jóhannesson gat þess við mið- degisveislu, sem haldin var hinum leiðandi fulltrúum landanna, að við hefðum huga á að halda næsta norrænt stúdentamót á íslandi í sambandi við Alþingishátíðina 1930. Tel jeg vafalaust, að fjöldi norrænna stúdenta muni leggja kapp á að koma hingað á mót það, ef haldið verður, J)rátt fyrir J)að, að leiðin er löng. Blöðin sænsku tóku og hugmynd þeirri opnum örmum og fluttu viðtöl við Þor- kel þar um. Jeg get vænst J>ess, að einliver, sem jeg les frásögn J)essa, segi sem svo, að' mót sem þetta sjeu harðla þýðingarlítil. Stúdentarnir komi aðeins saman til að jeta, drekka og skemta sjer. Víst er það, að sá J>áttur, sem að mannfagnaði lýt- ur, liefir verið yfirgnæfandi. En einmitt á þann hátt ná slík mót best tilgangi sínum. Þá ná menn að kynnast og blanda geði hvorir við aðra. Og slík persónuleg kynn- ingarsambönd eru ineira virði fyr- ir góða samvinnu þjóðanna og til rjetts skilnings á eð'li J>eirra, en fjöldi fyrirlestra og umræðufunda, sem gleymast furðu fljótt eftir að stigií^ er út úr fundarsalnum. — Væri aðaláherslan lögð á þá hlið, fjrrirlestra og fundi, væru um leið einkasamræðurnar og hin eigin- lega kynning úr sögunni. Menn færu af mótinu þreyttir og liefðu lítið kynst bræðraþjóðum sínum. Sú er skoðun mín, að mót ]>etta hafi mjög vel náð tiigangi sínum. Og víst er um það, að allir fóru ]>aðan glaðir og ána'gðir með gnótt minninga til að orna sjer við, er kólna tekur glóð a‘skuáranna. Og lýkur J>ar með þessari sögu. Kaupmannahöfn, 13. júní 1928. ----------------- Á spítalannm. Ef Jni liefir einhvern tíma, unn mjer stundar samfylgd J)inni, leiðin upp að Landakoti, liggja skal að þessu sinni. Þar er margur sár og sjúkur, sem að líður nótt og daga; Jiað er eins og aldrci taki enda þeirra raunasaga. Látum hugann hjá ]>eim vera, hjörtun til með þeiin að finna; stundum orkar minsti máttur mesta kærleiksstarf að vinna. Förum meðan líf er lánað, lítinn máske tírnn. höfum; enginn veit, nær kallið kemur, hverjum næst er fylgt að gröfum. Inn í ganginn hljótt við höldmn, hugur daprast, vaknar kvíði; það er eins og eftir okkur eiuhver skapadómur bíði. Ef við stönsum stundu lengur, strax við breytum hugarfari; fyrir okkar sálarsjónum svífur líðendanna skari. Sárar eru sjúkdómskvalir; sálarstríðið er þó meira; gegnum andvörp cinstaklinga oft rná raunasögu hcyra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.