Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1928, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1928, Blaðsíða 4
212 LESBÖK M0RGUNBLAÐSIN8 a5 næstum mátti stökkva á laml á báðar hliðar. Er harla fagurt að sigla þarna, því að flestar eru eyj- arnar meira eða minna skógi vaxn- ar. Sýndist mjer sumstaðar sem trjen yxi upp úr nöktum klöpp- unum, og víst er um það,. að þunn ur er jarðvegurinn víðast hvar. Er við höfðum Jent við Runm- arön, sem er ein af elstu eyjum Skerjagarðsins, snerum við okkur að hinum alvarlegri efnum.-Jarð fræðingurinn Ragnar Lovström flutti þar stutt erindi um jarð- fræðilega byggingu eyjarinnar og Skerjagarðsins yfirleitt og benti á, að þar stæðum við á hinum elstu jarðlögum, er fundist hefðu. Því næst skifti liðið sjer í tvo flokka. Jarðfræðingar fylgdu Lov ström, en hinir sem heldur voru lieillaðir af Flóru fylgdu grasafræð ingnum Norrbj'. Sýndi hann okk- ur helstu gróðureinkenni eyjar- innar. Var þar margt að sjá a. m. Iv. fyrir þá, sem eigi voru þaul- kunnugir á þessum slóðum. Leið dagurinn fyrr en varði, þrátt fyr- ir regn og kulda hefðu margir okk ar kosið að dveljast þar lengur, cr eimpípa bátsins kallaði á okk- ur til heimferðar og snæðings. Uti á bátnum voru borð reidd í hverri smugu, er finnast kunni. Hefi jeg aldrei tekið ]>átt í glað- ara og frjálsara borðhaldi eu þessu. Þar var sungið um alla skapaða hluti, en mest þó um „Studentens lyckliga dag“. Ræð- ur haldnar fyrir liverju sem vera skyldi milli liimins og jarðar, skálað og aftur skálað, hrópað og Jdegið. Flestir voru votir sem von var, enda streymdi regn- ið niður úti eins og helt væri úr fötu. Hvort dagurinn liefir verið jafnánægjulegirr fyrir hinum flokkunum, veit jeg eigi, eða livort þeim hefir tekist eins vel að sameina hin fræðandi og skemt- andi verkefni dagsins læt jeg psagt, en víst er það, að allir mættu glaðir og ánægðlr á Skans- inum um kvöldið. Þar var hald- in sameiginleg miðdagsveisla með ræðum og söng. Skansinn er eins og kúnnugt er einskonar þjóðgarður Svía. Þang- að er safnað saman byggingum frá öllum landshlutum og ýmsum tímum, og er bæði skemtandi og fróðlegt að reika þar um og skoða ]>ær. Yms dýr eru þar í búrum en þó í svo eðlilegu um- hverfi, sem unt er að gefa þeim. Þaðan af Skansinum er útsýni for kunnar gott yfir borgina og „Lög- inn“, því að allhátt ber þar á. Skemtistaðir «ru þar margir og fjölsóttir. Þarna söfnuðust nú stúdentar saman til miðdegisverðar. Hafði svo verið tilætlast að borðað væri úti, en horfið var frá því ráði, enda þótt upp væri stytt regnið. Yar borðað á tveim stöðum, því að ekkert eitt hús á Skansinum rúm- aði allan þann mannfjölda, er þar var samankominn. Hjetu staðir þessir Idunhallen og Högloftet. Þenna dag var röðin komin að íslendingum að halda þakkarræðu fyrir matinn, og gerði Þorkell Jó- liannesson það í Idunhallen, en Einar B. Guðmundsson á Högloft- et og var góður róinur gerr að máli þeirra. Að' miðdegisverði loknum söng flokkur stúdenta nokkur lög og Jóhann Gunnar Andresson pró- fessor flutti ræðu skörulega. Mint ist liann þar sjerstaklega hverrar Norðurlandaþjóðar. Þótti honum mikils um vert, hve forn og hreim- mikil nöfn okkar íslendinga væru, hvað hann þau vera sem fagurt stuðlamál og væri engu líkara en væru kappar fornaldáriunar ljós- lifandi komnir inn á meðal stú- . dentaskarans. Um Norðurlandabúa í heild fór- ust honum meðal annars orð: Jeg vil sýna ykkur ofurlítið dæmi sem skýrir sjerstæður Norð- landa í heiminum. — Hjer í Sví- þjóð er landshluti, er Smálönd nefnast. Það er land ófrjótt og fá- tækir eru þeir Smálendingarnir. En engu að síður er ]>að staðreynt að ef eitthvert stórvirki skal unn- ið lijer í Svíþjóð verðum við að kalla Smálendingana oss hinum til lijálpaí. Norðurlandabúar eru Smálend- ingar mannkynsins,hvergi annars staðar,svo nærri heimskautakuld- anum og myrkrinu, hefir menn- ingin blómgast svo, og engar þjóðir hafa freistað svo mikilla stórvirkja af svo litlum efnum sem Norðurlandabúar. ------Vjer norrænir menn höf- um vaxið upp í sífeldri baráttu við myrkrið. Þess vegna eruin vjer sjerstaklega vel fallnir til að vera bJysberar mannkynsins og fremsta í þeim flokki Ijósriddara, væntum vjer að sjá stúdenta vora. Það fylgja því mikil hnoss að vera stúdent, en einnig miklar skyldur. Margir yðar munu einhverntíma á æfinni standa með angistarsvita á enni gagnvart viðfangsefnum og sýnast þau langt ofvaxin kröftum yðar. Þá ríður yður á að fylgja dæmi feðra yðar, og gera stóra liluti af litlum efnum. Því aðeins, að ]>ið reynist trúir þessum nor- ræna anda, eruð þjer verðir að' bera heiðursnafn ]>að, er jcg á- varpaði yður með, og sem jeg nú ltveð yður með. Nafnið: norrænir stúdentar, Þar á Skansinum sýndu og Stokkliólmsstúdentar miðaldasjón leik er nefndist „Miraklet og skt. \'alentin“og auk þess var þar um kvöldið dans á ýmsum- skemti stöðum. Þriðjudagurinn 5. júní var síð- asti dagur mótsins. Hófst þá fund- ur kl. 11 að morgni, með því að sýnd var kvikmynd frá Uppsala- ferðinni. Þar á eftir var fyrirlest- ur og umræður um orsakirnar til aðstreymis stúdenta að háskólun um. Frummælandi var E. F. Heck- scher prófessor við Handelshög- skolen í Stokkhólmi. Flutti hann langt erindi um þetta efni og benti á, að ástandið væri hið sama í öllum löndum. Að streymið að háskólunum ykist. stórlega án þess að' ný verksvið opnuðust háskólamönnum. Orsaliir aðstreymisins hvað hann vera. 1) Lægri stjettirnar keptu cftir að Jfomast úr viðjum vanþekking- arinnar. 2) Menn álitu fjárvænlegt að ganga mentaveginn. 3) Meðal verkamanna væri upp- komin óbeit á líkamlegri vnnnu. 4) Kvenfólk sæktist nú nljög eftir að ná háskólamentun. 5) Kenslan væri ókeypis. 6) Framundir þennan tíma hefði eftirspumin eftir háskólalærðum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.