Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1928, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1928, Blaðsíða 2
210 LESBÓK MORGUNBLAÐSINB hvort verið búnir að sýkjast eða verið ómóttækilegir fyrir veikina. Eru því engar líkur fyrir því, að þeir hafi hrunið niður í Skálholti 1403 eða 1404. En nú segir ann- ámhöf., að þá hafi 3 prestar og mestur hluti klerka dáið enn í Skálholti, og aðeins 2 lifað' eftir þar á staðnum. Um Kirkjubæjarklaustur er sagt að þar hafi abbadísin og 7 nunn- ur dáið úr pestinni, en 6 nunnur lifað, og hafi þær mjólkað búpen- ing staðarins. Þetta er ekkert ó- trúlegt. En hitt nær engri átt, sem sagt er um mannfallið í Kirkjubæjarsókn: að til klausturs- kirkjunnar hafi komið „hálfur átti tngur hins sjöunda hundraðs dauðra manna svo talið varð, en síðan varð eigi reilmað fyrir mann fjölda sakir.* Það voru þá 795 lík, sem talin voru að flutt hefðu ver- ið til kirkjunnar. Allur þessi mannfjöldi samsvar- ar íbúum tveggja stórra lireppa. Á þessum tíma voru oftast tvær graftrarkirkjur í stærri hreppum. Það mátti ekki sektarlaust fara með lík fram hjá þeim, sem átti ]>ar leg. Og engar líkur eru til þess, að í Kirkjubæjarklausturs- sókn hafi búið 795 menn, hvað þá meira. En miklar líkur eru fyrir því, eins og síðar mun sýnt, að úr pestinni hafi fallið % allra lands- búa. Það er nokkurnveginn víst, að þessi mikla veiki, sem í fyrstu var ,kölluð plágan mikla, geisaði um Suðurland síðari hluta sumars 1402 og fram á vetur 1402—1403. Heitbrjef Norðlendinga, sem síð- ar verður vikið að, bera það með sjer, að pestin er komin norður í Húnavatnssýslu uni áramótin 1403, og fór hún svo um Norður- og Austurland þann vetur. En ein- hver slæðingur mun hafa verið af lienni fram undir vordaga 1404 um Suðurland. Má ætla, að þá hafi sýkst það fólk, sem flúið hafði úr öðrum hjeruðum áður en pestin náði því. — Enginn tók veikina nema einu sinni. Má vera, að ver- gangslýður úr norð-austurhjeruð'- unum hafi flúið suður, undan veikinni, og veikst svo þar, er Nýi annáll 11, hann kom í gömlu pestarbælin. Yfirleitt mun pestin hafa orðið raannskæðust meðal fátækling- anna og mest allur vergangslýð- ur þá fallið. Enda verður ekkert vart við hann í landinu fyr en 25 —30 árum eftir Svarta dauða. En á síðari hluta 14. aldar voru all- ai sveitir fullar af farandlýði og landshornaflækingum. Jeg hefi sagt hjer að framan, að Nýi-annáll væri óábyggilegt heimildarrit. Benda má á nokkur dæmi. í ]iessum annál er sagt frá hinum mestu kynjasögum, sem höf. hefir trúað'. Hann segir frá hví samhliða frásögn sinni um pestina, að 1403 hafi maður einn í Noregi legið 3 ár í klettaskoru sofanxli eða í dauðadái, og engin óargadýr grandað honum. Svo reis þessi maður upp heill heilsu og lifði í mörg ár eftir það. Höf. ber Árna biskup Ólafsson fyrir þessari vitleysu. — Við frásögnina um árið 1406 segir liöf. eftlr sama biskupi, að kona ein í Noregi hafi druknað, og fundist sjórekin á eftir. Þegar átti að jarða hana næsta dag, fanst nýfætt barn lienn ar lifandi undir skikkju þeirri, er hún var í. Margt fleira óskaplega vitlaust segir höf. eftir þessum Árna biskupi „milda“, sem dvald- ist hjer á landi með biskupstign 1415—1419. Ekki getur höf. þess, að hann hafi sjálfur heyrt biskup- inn segja frá þessum undrum. Má vera, að þessar sagnir, sem eftir honum eru hafðar, liafi gengið mann frá manni og aflagast í meðferðinni. Þegar liöf. annálsins kemur í frásögn sinni að árinu 1414, segir hann frá þeim merkilega atburði, að á Leirá í Borgarfirði hafi stór klettur, 6 faðma ummáls og mann- hæðarhár, færst sjálfur úr stað 12 faðma upp á móti brekkunni. Þó stóð kletturinn áður mjög djúpt í jörðu niður. Þessi kynja- saga hefir sennilega gengið lengi manna á milli og loks borist til eyrna höf. og hann tekið hana trúanlega og þótt annálsverð. En af öllu þessu má marka trúglrni hans á aðrar gamlar munnmæla- sagnir upi pláguna á Suðurlandi. Tvö brjef í fornbrjefasafninu eru ábyggilegustu heimddirnar sem til eru um pestina. En þai\. segja lítið'. Væru þau ekki til mundi jeg efast um að nokkur pest hefði gengið yfir landið í byrjun 15. aldar. Annað brjefið, kallað heitbrjef Norðlendinga, er samið að Grenjaðarstað 25. des. 1402. Hitt lieitbrjefið er ritað að Munkaþverá 16. jan. 1403. í fvrra brjefinu lofa menn sankti Mariu miklum gjöfum og bænahaldi, lienni til heiðurs og virðingar, „móti þeirri ógurlegu drepsótt, sem þá fór vestur eftir landinu, í hverri mikill fjöldi lærðra og leikra, ríkra og fátækra fyrir sunnan land, í Húnavatns- sýslu, Skagafirði, þá þegar með fljótum atburðum andast hafi, svo að víða var aleytt bæði af prestum og leikmönnum“.* Brjefin erú eklci frumrit, eins og orðalagið sýnir. Þau eru af- skriftir, rituð um og eftir 16. öld af sjera Gottskálk Jónssyni í Glaumbæ. Þessi brjef eru hvergi til nema í brjefasyrpu hans. Það er eigi ólíklegt að orðalagið á þessum heitbrjefum sje nokkuð á annan veg en hefir verið í frum- brjefunum. Oft hafa frumrit aflag ast í afskriftum, eins og kunnugt er. Þegar sjera Gottskálk reit brjefin, sem máske hafa verið sum- staðar illlæsileg eða skemd,voru til i annálum og á vörum þjóðarinn- ar ýmsar ýkjusagnir um Svarta- dauða, sem sennilega hefir haft áhrif á orðfæri lians á brjefunum t d. þessa setningu: „Svo víða var aleytt af prestum og leikmöpnum.“ Telja má víst að aleytt hafi hvergi orðið, þótt á einstökum fáeinum bæjum hafi flestir dáið. 1 öðrum annálum** og Árbókum Espólíns er sagt að pest þessi hafi aleytt heil hjeruð og þegar 12 eða 15 menn fóru með lík til grafar komu stundum eigi heim lifandi nema 4—5 af þeim.*** Af hlutf. milli þessara talna var svo álykt- að, að á öllu landinu hefðu fallið * ísl. frbs. III. 680—81. í síðara brjefinu, frá Munka- þverá er miklu heitið „í móti ^eim hræðilega manndauða, sem þá stóð hæst yfir“. (ísl fbrs. III.682—83). ** ísl. ann. 369. *** Árb. Esp. I. 122—25,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.