Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 6
390 Z/ESBÓK IfOnCWWÐCAÐSlNS liafa til að heyra eitthvað' gott, einu tækifærin, sem þeir hafa til að lyfta hunganum upp frá dag- legum störfum. Sjómanna-lestrar- st.ofurnar eru einu staðirnir, þar sem þeir geta setst niður, aðrir en vcitingakrárnar og bjórstofurnar, sem breiða opnar dyr móti hverj- um sjómanni, sem á land stígur. Og starfsmenn lestrastofanna eru einu mennirnir í landi, sem tala við sjómennina án þess að ætla sjer að seilast ofan í vasa þeirra eftir þeim aurum,, sem þeir hafa unnið sjer inn í baráttunni við sollnar öldur heimshafanna. Á sjómannaléstrarstofunum eiga at- Vegna þess, hve land vort er nú víða skóglaust, eiga menn bágt með að trúa því, að það hafi áður verið að mestu „víði vaxið milli fjalls og fjöru“. Mönnum finst ó- trúlegt, að á 1000 árum hafi tek- ist svo að eyða skógunum, sem raun ber vitni. Þó sýnist þetta auð- skilið, sje þess gætt, hvert lífsskil- yrði fyrir fólkið skógarnir voru á fyrri öldum, og reyndar alt fram á síðari hluta 19. aldarinnar. Auðsætt er, að það timbur, sem flutt var liingað frá öðrum löndum á hinum smáu skipum, er þá tíðk- uðust, hefir hrokkið skamt til húsa byggínga. Það hefir einkum verið notað til skálabygginga og hofa á höfðingjasetrum og síðar til kirkju- bygginga, en til uppreftis annara húsa hefir verið notaður birki- raftur úr innlendu skógunum meðan þeir entust til. En birki er lin viðartegund, og því fúagjörn, svo vegna endingarleysis þess hef- ir títt orðið að endurreisa húsin. Til eldsneytis hefir einungis verið notaður innlendur skógarviður meðan til vanst, nema þar sem trjáreki var nærtækari; hefir bað- stofukyndingin átt sinn þátt í eyð’- ing skóganna, svo og kolagerðin, til rauðablásturs og smíða. Þá voru naut, hafrar og sauðir þýðingar- miklar framleiðsluvörur landbún- vinnulausir sjómenn athvarf. Þar er þeim oft útvegað skipsrúm og jafnvel styrktir með fje. Á þessu mega allir sjá, að fje- lög, sem halda uppi þessari starf- semi, vinna mikið og merkilegt starf, ekki aðeins fyrir trúarbrögð- in, heldur og fyrir menningu og manndóm sjómannanna. Og jeg vildi skjóta því til manna, hvort þeir vildu ekki skjóta að sjómannastofunni hjer jólabögglum líkum þeim, sem mjer hlotnaðist einu sinni á sjómanns- árum mínum út i í Newcastle. E. M. (í ,Straumum.‘) aðarins, og þessum búpeningi sjaldan ætlað fóður, annað en beit- in; var því fjenaður þessi neydd- ur til að bryðja skógarlimið þegar jarðbönn voru. Og sje svo þess gætt, að landið liggur á takmörk- um skógargróðursins, verður auð- skilið hvernig á skógareyðingunni stendur. Hitt virðist mjer undrunarverð- ara, að nokkurar skógarleifar skyldu vera til hjer, eftir að svo hafði verið aðgengið um 1000 ára skeið. En það var heldur ekki nema þar, sem sjerstakar ástæð'ur voru til, svo sem einkar góð skil- yrði fyrir skógarvöxt, t. d. við stór vötn, vegna uppgufunarinnar (Þingvallasveit, Skorradalur, Mý- vatnssveit, Fljótsdalshjerað o. fl.) ■ eða torfærur hömluðu aðgangi (Þórsmörk, Gnúpstaðarskógur, o. fi.) og í sumum fábygðum afdala- sveitum. Foreldrar mínir ólust upp í Þing- vallasveit á fyrri hluta næstliðinn- ar aldar. Þá var þar mikið um kolagerð. Kolin voru eftirsótt úr öllum nærliggjandi skóglausum sveitum, einkum vegna ljádenging- anna, sem gerðu nauðsynlegt að hafa smiðju á hverju heimili. Bú- ið var mest að sauðfje, og sauðir margir, alt að sjö vetra gamlir, og var þeim hvorki ætlað hús nje hey. Þeir urðu því að bíta brís þegar ekki náðist til jarðar, og var þá ekki sjaldgæft, að þeir veiktust, og stundum yrði ban- vænir, af kvilla þeim, sem var nefndur „kvistríki.“ Þegar á því fór að bera, var farið að gefa þeim heytuggu stöku sinnum, „á gadd“, en þá varð að haifa mannsöfnuð við, sauðamanni til aðstoðar, og fólk- ið að vera útbúið með ,,kokpinna“ tii að' ýta ofan í þá tuggunni, er í þeim stóð vegna sultargræðginnar og þess, að vjelindið var orðið þröngt af barksýrusamherpingi. — Kokpinnin var tiltegld spýta, með kollóttan hnúð á endanum, sem tuggunni var ýtt með ofan í kind- ina. Þá var altítt að í gömlum sauðum var botnlanginn orðinn samgróinn (hollaus) að miklu eða öllu leyti. Þá var einnig raftur og áreftishrís eftirsótt úr nálægum sveitum. Engu var öðru brent en hrísi (mest limi frá kolagerð', og raftafkvisti); varð á miðhrauns- bæjunum oft að bræða snjó við eld, vegna vatnsleysis, bæði handa mönnum og skepnum. En þrátt fyrir alt þetta eyddist ekki skóg- ur í Þingvallahraimi. Sumarið 1868 kom jeg fyrst í Þingvallasveit (eftir að jeg fluttist þaðan á fyrsta ári). Var þá skóg- laus blettur (hrjóður) í hrauninu vestan Hrafnagjár, að stærð á við meðal tún (10—12 dagsláttur) og var það nefnt „Brenna.“ Sagt var mjer, að þá fyrir nokkrum árum hefði kolagerðarmaður reitt eld* inn í brotnum potti ofan á reiðing á hesti, er hann teymdi. En er þangað var komið, ærðist hestur- inn og sleit sig af manninum, því kviknað var í reiðingnum. Hest- urinn hljóp um skóginn og hreytti eldinum víðsvegar, og svo logandi reiðingnum, þegar gjarðirnar voru brunnar sundur, en jörðin þur, og kviknaði víða í. Þá brann skógur- inn af þessum bletti. Næst kom jeg þar 1874, á þjóðhátíðinni, og sá þá enn brennublettinn skóglaus- an tilsýndar. En nú er til að sjá eins þjettur skógur þar sem ann- arstaðar í hrauninu; hrjóðrið' al- veg horfið. Er það þó mitt í sauða- högum Skógarkots, þar sem ætíð hefir verið raikið sauðabú. Á Vatnshorni í Skorradal, þar ——----- y.y.y skooab jtjsjs EFTIR BJÖRN í GRAFARH0LTI.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.