Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 61 að miðdufli aftur og ætluðum að fara að draga hinn enda línunn- ar, bilaði vjelin í bátnum — hafði brent úr sjer „krúmtappa“-legur. Við höfðum, varalegur í bátnum, sem komnar voru beint frá verk- smiðjunni, og bjuggumst nú við að setja þær í og gera við smurn- ingsolíuleiðsluna, er stíflast hafði. En áður en við gerðum það, lögð- um við lát drifakkeri. í því bili fór erlendur togari fram hjá okk- ur. Við gáfum lionum merki um það, að við værum í hættu stadd- ir, en hann skeytti því engu, og sigldi umfram. Annar bátur frá Eyjum var rjett hjá okkur, þegar við byrjuðum að draga, og sá þeg- ar vjel okkar bilaði^ en hann gat enga hjálp veitt okkur, því að hann hafði nóg með sjálfan sig. Við vorum nú að fást við vjel- ina þangað til kl. 4 um daginn. Þá kom í ljós, að legurnar, sem við höfðum, voru ónothæfar — óskafn- ai og órendar. Hafði okkur þá hrakið 8 mílur vestur fyrir Ein- drang. Veðrið herti altaf og blind- liríð var með köflum, en hauga- sjór kominn. Leitst okkur nú ekki á blikuna. Tók jeg þá það til ráðs, að binda 4 beitustampa í klyver- bómuna, batt svo kaðli í alt sam- an og hleypti fyrir borð, og ljet nú reka fyrir þessu, því að svo mikið var veður og sjór, að drif- akkerið reyndist ófullnægjandi. Á þennan hátt gátum við varið bát- inn fyrir áföllúm. Þó fengum við um kvöldið einn hnút, er tók ýmis- legt dót út af þilfari, en braut ekkert til alvarlegra skemda. Enn stærði nú sjóinn afskaplega ört, en um kvöldið var fullhvest og hjelst svo úr því. Taldi jeg, að okkur væri óhætt með þessum út- búnaði þangað til birti og við sæim land, en væri þá engin hjálp kom- in, var ekki um annað að gera, en setja upp segl og sigla upp á líf og dauða vestur fyrir Reykja- nes. — Haldið þjer? að báturinn hefði þolað það, að honum væri lagt í röstina? — Það var ekki um annað að gera, því að ef við hefðum látið reka áfram, mundi okkur hafa þörið áð landi einhver's gtaðár, hjá .anBM i rg'ml Grindavík, en það hefði veríð liverjum manni bráður bani að taka land þar. Báturinn hafði líka varið sig vel um nóttina, og jeg held, að við hefðum náð fyrir Reykjanes, ef við hefðum siglt gætilega. — Haldið þjer, að margir bát- ar í Yestmannaeyjum hefði þolað þá siglingu, eins og veður var? — Jeg álít að fæstir hefði þol- að það, en þar kemur þó svo margt til greina, að jeg vil ekki fullyrða neitt um það. Er það að mestu undir mönnum og útbúnaði bát- anna komið, hve lengi þeir bjarg- ast og hve vond veður þeir þola. — En hvernig stóð á því, að -þið settuð ekki upp segl þegar er vjelbilunin varð og reynduð að bjargast á þeim? — Það er vegna þess, að allir bátar hjer í Eyjum reiða sig á „Þór“ að hann bjargi sjer, áður en þeir lenda í löngvim hrakning- um. Við þóttumst vissir um, að Þór mundi fá að vita hvert við hefðum róið, og með því að gera ráð fyrir? að við Ijetum reka, gat hann nokkurn veginn vitað 1 hvaða stefnu og á hvaða slóðir okkar væri að leita. Með því að sigla, áttum við á hættu að kom- ast svo afvega, að hann fyndi okk- ur ekki. En hefði Þór ekki verið í Eyjum, mundi jeg þegar hafa sett upp segl, er vjelin bilaði, og reynt að komast vestur fyrir Reykjanes — og má hamingjan vita, hvernig okkur hefði þá reitt af í öðru eins veðri — því að engin leið var til þess, að við gætum náð Eyjum. Það er almenn skoðun í Vest- mannaeyjum, að Þór hafi bjargað lífi þeirra fjelaga fimm, sem á bátnum voru. Það er auðvitað ekki í fyrsta skifti, að Þór bjargar mannslífum í Vestmannaeyjum (og ' er skemst á að minnast, er hann bjargaði mönnunum við Eiðið um daginn), en margir Vestmannaey- ingar telja þetta frækilegasta björgunarafrek Þórs. Hann fer frá Eyjum í ofviðri því, sem áður er lýst og kolsvarta myrkri, út á reginhaf til þess að leita uppi bát, sem enginn veit með vissu, á hváðá sltWum muni vðra, héfir [stFaiTrm'it vf) 7>aq 6 B0|H8Tra upp á bátnum vestur undir Þor- lákshöfn um kl. 5 á miðvikudags- morgun, nær í hann og getur dreg- ið hann mót vindi og sjó upp und- ir Eyjar. Var hann að því í átta klukkustundir og þykir það dá- samlegt, því að fæstir trúðu því, eftir að skeyti var komið frá Þór um að hann hefði fundið bátínn, að slíkt væri hægt eins og veðrið var. Má til marks um það segja, að svo var mikil ágjöf á Þór, að sjór var í miðja leggi niðri í kyndararúmi, og hafði hann allur koinið inn um loftventlana. Þegar Þór kom með bátinn til Eyja um miðjan dag, varð heldur en ekki fögnuður í landi. En þá var þó veðrið enn svo vont, að Þór varð að leggjast með hann undir Eiðið og voru engin tök á því að koma bátnum inn í höfn. En þá komust þó mennirnir um borð í Þór og voru þar um nótt- ina. Fengu þeir þar ágæta hjúkr- un og aðlilynningu og voru furðu hressir, er þeir komu í land kl. 9 á þriðja degi. 1. Ó. Haustnótt. Stjörnur í' heiði stara, steypt er um jörðu rökkva. Sólina syrgi’ jeg heitast, sál mín er hlaðin klökkva. Blómin sitt höfuð hneigja, „haustnótt“ þeim veldur kvíða. — Hugur minn hefst á vængjum heiminn um kalda og viða. Leit mín er eftir ljósi, lifandi guðdóms eldi. — Von mín og draumar dóu, dóu með sól á kveldi. — Gráta í laut og leiti litfríðir álfar smáir. — Guð, þú sem öllu ert yfir, alt þína geisla þráir. — Fæddur var jeg í frosti, frost býr mjer enn i hjarta. — Guð, lát í gegnum skína geislana þína bjarta.--------- Benedikt L. Jakobsson, • ■" " - 1 * ■■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.