Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 8
168 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skólaskipið Köbenhavn. Ekkert hefir enn spurst til danska skólaskipsins „Köbenhavn", sem ligði á stað fra Buenos Aires hinn 14. desember og ætlaði til Astralíu. Hefir skipsins og mannanna sem á því voru verið leitað alstaðar þar sem nokkur von var um að þeir fyndist, en árangurslaust hefir það orðið og er talið, að skipið muni hafa farist með allri áhöfn. Á efstu myndinni sjást yfirmenn skipsins, yfirstýrimaður, Andersen skipstjóri og yfirvjelstjóri. Var þessi mynd tekin í Bvrenos Aires daginn áður en skipið fór þaðan. Þá kemur mynd af ,,Köbenhavn“ eftir málverki Chr. Mölsted. — Neðst er mynd af skipverjum við vinnu. hefði jakkinn hans verið snjóhvít- ur á bakinu. Ogmundur sór og sárt við lagði að hann væri saklaus: — Ekki liefi jeg stolið neiuum mjölpoka; að heyra þetta! sagði hann. — Varstu þá ekki með poka á bakinu þegar vitnið mætti þjer? spurði sýslumaður. — Jú, jeg var með poka á bak- inu, en það var ekki mjöl í hon- um. Ónei, það voru smíðakol. — En hvernig í ósköpunum fórstu að því að verða hvítur á 1/tkinu af því að bera kol? segir sýslumaður. Ögmundur stóð lengi hugsi og liorfði á gólfið. Svo leit hann upp og sagði: — Já, það er nú skrítið, sýslu- maður góður! Ögmundur var dæmdur eftir lík- nm og hann samþykti dóminn við- stöðulaust. Læknir: Þjer þyrftuð að fara í langa sjóferð til þess að safna kröftum. Er atvinnu >rðar svovhátt- að að þjer getið það? Sjúklingur: Jú, ætli það ekki! Jeg er yfirstýrimaður á einu af þessum stóru Atlantshafsskipum. Frakki nokkur hefir sagt að mismunurinn á þjóðunum í Ev- rópu sjáist best á þessu: I Eng- landi er alt leyfilegt, sem ekki er bannað. í Þýskalandi er alt bann- að, sem ekki er nákvæmlega til- tekið að sje leyfilegt. I Austur- ríki er alt leyfilegt, einnig það sem er bannað. — Sje svo haldið lengra áfram: í íslandi er alt bannað, þess vegna lej'fa menn sjer alt. Prestur (við spurningar) : Hver var það, sem fór upp á fjall og gerði dálítið?_ Ekkert svar. Presturinn: Það var Davíð, sem fór upp á Olíufjallið og grjet. Hannes símaði til járnvörukaup- manns og bað um rottugildru. — Á að senda hana heim? spurði kaupmaður. — Já, auðvitað, sagði Hannes. Helduð hjer máske að jeg færi að senda rotturnar til yðar ? Strákarnir í skólanum höfðu límt saman nokkur blöð í Biblí- unni, svo þegar gamli kennarinn fór að lesa, kom það svona út: — Þegar Nói var 125 ára gam- all tók hann sjer konu (hjer fletti kennarinn við), sem var 140 feta löng, 40 feta breið og bikuð utan og innan, Kennarinn skelti aftur bókinni og sagði: Jeg hefi nú lesið Biblí- una síðan jeg var ekki stærri en þið, en þennan kafla hefi jeg ekki rekist á fyr. — Annars sannar þetta aðeins, hve hræðileg konan getur verið. fsafoldarprentsmUSja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.