Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1929, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1929, Qupperneq 2
306 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá Þjóðminjasafninu, á timburlofti Landsbókasafnsins; hin svo nefnda „Sto£a“. Sjest hjer hve húsakynnin eru ófullnægjandi og kitruleg. Mikið af ágætum munum, sem ættu að vera til sýnis, eru þarna lokaðir niðri í hirslunum. á, geta alls ekki verið til sýnis. Sýningárskáparnir eru óhentugir og ljelegir, svo að munir þeir, sem tiga að heita að vera til sýnis, koma ekki skoðendum að tilætluð- um notum . Þó væiú þetta alt saman viðun- anlegra, ef kúsakynni þau, sem safnið er í, værú eld'trygg. En svo er alls ekki. Safnið er þarna á timburlofti, svo það getur brunn- ið til ltaldra kola, ef í því kviknar. Þarf ekki að lýsa því, að slíkt yrði til ómetanlegs og óbærilegs tjóns fyrir þjóðmenning vora. Vinnustofu hefir safnið enga og er hvergi hægt að vinna að við- haldi gripanna, nema í safninu sjáifu. Og þeir, sem koma á safnið til þess að nota sjer fyrirmyndir þess, geta hvergi fengið þar við- unandi verustað. Hin árlega fjárveiting til þess að kaupa gripi handa safninu hef- ir verið all-mismunandi hin síðustu ár, frá 500—2500 kr. Má geta nærri, að lítið er hægt að fá til safnsins fyrir þá upphæð, og margt gengur úr greipum þess, vegna þess að eigi er handbært fje til kaupanna, þegar gripir eru fá- anlegir. Til þess að eignast fom- gripi þurfa menn að jafnaði að sæta lági og grípa tækifærið þeg- ar þeir eru falir. Eigendurnir hafa oft tekið því ástfóstri við þá, að þeir vilja ekki fyrir nokkurn mun láta þá frá sjer fara og verður þá nauðsynlegt fyrir menn, er þá vdja eignast, að bíða þess að eig- endaskifti hljóta að verða. Þjóð- minjavörður verður að hafa yfir nægilegri peningaupphæð að ráða, til þess að hann geti gripið þau tækifæri, sem bjóðast, er eigendur forngripa gefa kost á þeim til safnsins. Tilfinnanleg vöntun er jafnan á fje til þess að gera grip- ina svo úr garði, að þeir fái notið sín og full trygging sje fyrir því að þeir ekki skemmist Meðan ekki er haigt að sjá um þetta sökum fjárskorts, má búast við því, að sumt af gripmn safnsins skemmist með tímanum. Notkxrn safnsins segir M. Þ. að sje á síðari árum talsvert mikil. AIls komu á safnið árið, sem leið, 9664 gestir. Næstn tvö árin þar á undan var aðsókn svipuð. Af bæjarbúum eru það aðallega ung- lingar, er safnið sækja, svo og þeir, er þangað fara til þess að ieita sjer að fyrirmyndum fyrir handavinnu. Fer sú aðsók-n ár- lega í vöxt. Hannyrðakonur fá hjer fyrirmyndir fyrir alskonar útsaum og vefnað. Allmargt út- lendinga kemur á safnað á sumrin og ferðafólk úr öðrum landshlut- um, er kemur hingað til bæjarins til stuttrar viðdvalar, mun áð jafnaði grípa tækifærið til þesá að ktíma á safnið. Mjög kvartar M. Þ. undan því, live skilninngur sumra á verndun þjóðminja sje enn daufur.. Torf- kirlcja ein í Borgarfirði var t. d. brotin niður fyrir nokkrum áruin, euda þótt M.Þ. hefði óskað eftir að hún yrði ekki rofin að honum forn- spurðum, þareð hann vildi sjá svo um, að hún fengi að standa ó- högguð. — Nú eru aðeins eftir fáar torfkirkjur í landinu, kirkjan að Hofi í Oræfum, er var lagfærð íyrir nokkrum árum, sumpart eft- ir fyrirsögn M. Þ., kirkjan í Saur- bæ í Eyjafirði, og Víðimýrar- kirkja, sem þjóðminjavörður hef- ir óskað að fá keypta og varð- veitta á staðnum. Lýsing þjóðmmjavarðar gefur glögga hugmynd um hvernig á- standið er. Það vantax- ekki aðsókn að safn- inu. Æskulýðurinn sækir safnið, vill fræðast af því, vill fá þau i^iðbeiningar til þess að fara eftir. Þeir, sem kynnast vilja þjóðlifi voru og menningu á liðnum tím- um, sækja þangað fyrst og fremst. Þeir sem æskja að búa til eittnvað þjóðlegt fara þangað að leita sjer fx'óðleiks og fyrirmynda. En safnið vantar fje til að kaupa muni, húspláss, birtu, sýn- ingaráhöld; það vantar vinnu- kraft —- og skilning margra, sem hafa vald vfir munum, er varð- veitast eiga. Kóróna vanhirðuxm- ar og skilningsleysisins er, áð safnið skuli vera geymt í þeim húsakynnum. er auðveldlega- geta brunnið. — Það liggur í augum uppi, að b.vggja þarf hús fyrir Þjóðmiuja- safnið, þannig úr garði gert, að það sje við þess hæfi — svo gripir í safninu geti notið sín. Sjá þarf safninu fyrir fje og vinnukrafti, svo trygt sje, að allir munir þess x arðveitist. f hinni nýju byggingu þarf að vera vinnustofa, þar sem hagleiks- menn og hannyrðakonur geta unn- ið eftir fyrirmyndum safnsins. -— Ennfremur þarf þarna að vera fyrirlestrasalur, svo hægt sje að halda þar fyrirlestra, þar sera

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.