Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1929, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1929, Blaðsíða 1
^ <« Þióðminjasafnið. Rstanö þess og cetlunaruerk Fyrir skömmu birtist hjer í Les- bókinni grein um Landsbókasafn- ið, hlutverk þess og hag. Þar var sýnt fram á, hve vanmegnugt safnið væri að gera það gagn, sem það ætti að gera, meðan því væri ekki meirj sómi sýndur en ná, og það hefði ekki meiri fjárráð, en það hefir haft. Uppi á lofti Safnahássins svo- nefnda á Arnarhóli, í þröngum hásakynnum, undir sáð, er Þjóð- minjasafn vort geymt. Þegar það var þangað flutt, var svo til ætl- ast, að það yrði þar aðeins til bráðabirgða. Síðan eru liðin 20 ár. Á þessum 20 árum hefir meira umrót verið í þjóðlífi voru en á nokkrum öðrum 20 ánjm síðan ísland bygðist. Menn hafa kvartað og kveinað yfir því, að . þjóðin stæði berskjölduð gegn alskonar erlendri ómenningu — væri að týna sjálfri sjer. Þeir, sem mest tala um þetta ættu að vera fásir til þess að berjast fyrir því með hnáum og hnefum, að Þjóðminjasafn vort fengi örugga geymslu, og þau hásakynni sem þurfa, til þess að það geti komið að fullum notum. Enn eiga margir erfitt með að 1-oma auga á hvílíkt dýrgripasafn þjóðarinnar Þjóðminjasafp vort er. Ef menn eru ekki bærir að dæma um það sjálfir, þá geta þeir sótt þann fróðleik sem annan til átlanda. Því það er segin saga, að Matthías Þórðarson, pjóðminjavörður. þegar mentaðir átlendingar gista höfuðstað vorn, og kynnast glingri því og gálgatiinburs-svip, sem hjer ber mest á, þá rekur þá í roga- stans, er þeir sjá, hve mikill menn- ingarbragur andar á móti þeim, frá liðnum tímum, er þeir skygn- ast inn í hálfdimm sáðarherbergi Þjóðminjasafnsins. Hafið hefir verið máls á því, að við íslendingar fengjum allmikið forngripa frá Danmörku, sem þangað hafa slæðst hjeðan með ýmsu móti. Horfir það mál að ýmsu leyti vænlega. En höllum fæti stöndum við þó í því máli, meðan við höfum eigi eldtrygg hásakynni fyrir safn vort 1 jer heima. Þjóðminjasafnið á að verða skóli hinnar upprennandi kynslóðar, þar sem lián getur inndrukkið í,nda og eðli íslenskrar menning- ar. Þar eiga menn að læra hvernig heimilin á íslandi eiga að vera, til þess þau verði íslensk, en ekki tins og andlaus skranbáð. — Þar eiga menn að kynnast smekkvísi og hugarfari fyrri kynslóða — er lifðu við margfalt verri lífskjör en nátímafólkið alment, en gleymdu aldrei að elska og virða það sem fagurt var, ljetu aldrei ('rbirgð, kágun og bágindi kvelja úr sjer meðvitundina um mann- gildi sitt. Jeg átti hjer á dögunum tal við Matthías l'órðarson þjóðminja- vörð um safnið. Safninu lýsir hann í fám orð- um á þá leið, að þar fáist glögt yfirlit yfir íslenska alþýðumenn- ingu á síðari öldum. Auk þess sje þar allmikið kirkjugripasafn, sura- part frá miðöldum, og ennfremur nokkuð af munum, er snerta dag- legt líf manna á fyrstu öldum sögu vorrar. Hásnæði það, er safnið liefir ná, er í alba staði ófullnægjandi. — Herbergin of þröng, dimm og óhentug og rámið, sem safnið hef- ir yfir að ráða, svo lítið, að mikill hluti af þeim gripum, sem safnið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.