Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1929, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1929, Blaðsíða 6
310 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Sokolhreyfingin í Tjekkóslóvakíu. Eftir Antoníu Svoboda, stud. phys. Árið 1848 urðu miklar og rót- tækar breytingar á stjórnarskipun flestra ríkja í Evrópu. Þessar breytingar áttu að miklu leyti rót sína að rekja til í'relsishreyfinga þeirra, er þá fóru sigurför um gjörvalla álfuna. Alda þessi náði líka til Bæheims, sem um það leyti laut harðstjórn austurríska keis- aradæmisins. Kröftugar raddir tóku að heyrast um það, að nú bæri landinu að losa sig undan harðstjórninni og brjóta af sjer hlekkina. Allar stjettir þjóðar- ínnar voru einhuga um þetta, og mátti þá þegar greina sterka þjóð- ernislega hreyfingu, er við ekk- ert virtust inundu hika. í þessum umbrotum varð Sokol- hreyfingin til. Miroslav Tyrs há- skólakennari og Indrich Fiigner kaupmaður stofnðu íþróttafjelag, er skyldi starfa um gervalt landið og ynni að því markmiði að sam- eina krafta þjóðarinnar. Samband þetta valdi sjer sinn eigin búning, og Fúgner bygði á eigin kostnað hús, er hann gaf því til fullrar eignar og umráða. Þetta hús var íimleikahús, og varð það miðstöð allrar starfsemi sambandsins. Eins og geta má nærri, varð sainbandið brátt hið skæðasta, hinu austur- ríkska valdi í Bæheimi, enda var markmið þess ekkert jinnað en þjóðernisvakning. Það leið ekki á löngu áður, en lireyfingin hafði náð mikilli út- breiðslu. Kjörorð hennar var hið sama og í frönsku stjórnarbylting- unni: „Frelsi, jafnrjetti og bræðra- lag“. Forgöngumenn hreyfingar- mnar ljetu sjer ekki nægja að út- breiða hana innan Bæheims, held- ur tók hún að ná mikilli út- breiðslu után hans, eða í þeim löndum er hin núverandi Tjekkó- slóvakía nær yfir. Þegar fram liðu stundir, tóku íjelagsmenn að halda miklar ár- legar samkomur. Hafa þær alla tíð verið haldnar í Prag, hinni fornu og nýju höfuðborg Bæheims og TJekkóslóvakíu. Samkomur þessar voru fjörugar og kendi oft þykkju á garð Austurrikismanna, enda var það síst að ófyrirsynju, þegar litið er á þá aðbúð, er hinar undirokuðu þjóðir áttu við að búa. Stjórnin ljet heldur ekki á sjer standa að leggja stein í götu hreyfingarinn- ar. 011 hugsanleg ráð voru nótuð til að freista að bæla hana niður, en hugsjónaþróttur og mótstaða [ jóðernissinna var sterkari en svo. að stjórnarvöldunum tækist að yfirbuga þetta fjöregg þjóðarinn- ar. Þannig leið tíminn alt fram að h.eimstyrjöldinni. Árið 1914 gerðust þau tíðindi, að krónprins Austurríkis var myrt- ur í Serbíu. Þetta varð hin ytri orsöku heimsstyrjaldarinnar miklu. í stríðsbyrjun stóðu dvergur og risi hvor gagnvart öðrum — Serb- er og Austurríkismenn. Eins og nærri má geta höfðr Serbar ó- slrifta samúð allra Slaia, jafnt inn- an Austurríkis og utan. Tjekkósló- ■'mkar voru eins og aðrir þegnar Austurríkiskeisara neyddir til að berjast við frændur sína og vini f Serbíu. t stríðsbyrjun bönnuðu Austur- ríkismenn allar samkomur Sokol- fjelaganna. Hús þeirra og eignir gerðu þeir upptækar og reyndu á allan hátt að stemma stigu fyrir frekari útbreiðslu hreyfingarinnar. En einmitt í stríðinu komu ávextir hreyfingarinnar í ljós. Allir með- limir fjelaganna, í Ameríku, Rúss- landi, og víðar skildu nú að hinn rjetti tími var til kominn að hefj- ast handa og vinna aftur frelsi það, er þjóðin hafði týnt. — Út- flytjendur, er hröklast liöfðu und- an ofsóknum stjórnarinnar, fylktu nú liði undir fánum fjandmanna A ustur r í kismann a. Tjekkneskar liðsveitir voru myndaðar í Rúss- landi, Frakklandi, ítalíu og víðar, Fvrir einstaka samæfingu og þjálf- ur, sköruðir þær brátt fram úr öðrum og gátu sjer hinn besta orðstír. Leið brátt að því, að þær '”'ru taldar með bestu hersveitum stríðsins, Á sama tíma störfuðu stjórn- málamennirnir ötullega undir for- ystu Masaryks, sem nú er ríkis- forseti í Tjekkóslóvakíu. Loks kom áð því, árið 1918, að undirokuðu þjóðirnar sigruðu Austurríki og 28. október 1918 reis tjekkneska ríkið aftur upp ur Þyrnirósusvefni sinum, eftir blóðuga byltingu. 1 frjálsu landi blómgaðist hreyf- ingin aftur á ný í samræmi við stefnu sína. Hún sameinar krafta j jóðarinnar í vinnu fyrir ríkið og heildina. Hún safnar körlum, konum og börnum undir merki sitt og kennir þeim að vera góðir borg- arar, • hjálpfúsir og drenglyndir. Ráðið er ætíð hið sama: Hraust sál i hraustum líkama. Jafnframt fim- leilcum og íþróttum, sem fjelags- menn iðka af hinu mesta kappi, fara innan Sokolfjelaganna fram leiksýningar, hljómlist og fleira, som göfgað getur andann. Hin miklu mót sambandsins fara fram með vissu millibili. Hið síð- asta var haldið 1926, og er það enn í fersku minni öllum þeim sem viðstaddir voru, hvort sem þeir voru þátttakendur eða áhorfendur. Þuð mundi þykja nýstárlega sjón að sjá 70 þúsund karlmenn, 40 þús- und kvenmenn og hjer.um bil 100 þúsund börn sýna leikfimi samtím- is, og það sem meir var um vert, á þann hátt að það varð ógleyman- jeg sjón þeim er á horfðu og full- komið afrek frá sjónarmiði ströng- ustu dómara. Við þetta tækifæri gat og að líta fríða fylkingu 400 þúsund fjelagsinanna, er gengu i skrúðgöngu gegnum Prag. — Var henni fagnað óspart bæði af út- Jendum gestum og elcki hvað síst af löndum þejrra, enda er það riðurkent meðal allra, er til Jiekkia, að Sokolhreyfingin liefir átt einn aðalþáttinn í því að afla Tjekkóslóvakíu þess frelsis, sem hún hefir nú notið í rúmlega 10 ár. Aths. Höfundur greinar þessar- ar er ungur tjekkneskur stúdent, cr var hjer á ferð í sumar, ásamt tveim fjelögum sínum. — Annar fjelagi hans Jan Masek, sem er íþróttakennari, ritaði líka grein um sama efni, og mun hún birtast hjer innan skamms.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.