Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1930, Síða 3
LESBÓK M0RGUNBLAÐ3INS
Litlu-Asíu. En þó Grikkir hafi eigi
getað hrósað sjer af miklum sigur-
vinningum í hernaði, hefir þeim
hepnast að ná yfirráðum yfir víð-
áttumiklum löndum.
í Balkan ófriðnum 1912—13
komu Grikkir því svo kænlega fyr-
ir, að Búlgarar og Serbar áttu í
höggi við Tyrki, en Grikkir sátu
að mestu hjá. Þá hjelt Venizelos
um stjórnartaumana. Að leikslok-
um fengu Grikkir besta bitann,
Suður-Makedóníu.
1 heimsófriðnum tókst Venizelos
að bjarga þjóð sinni undan hörm-
ungum ófriðarins. Þeir sátu lengst-
af hjá, uns þeir loks lögðu í ófrið-
inn með Bandamönnum, til þess að
ná í rífleg sigurlaun.
Eftir ófriðinn feiigu Grikkir
meiri lönd yfir að ráða en þeir
hafa nokkru sinni haft áður. Þeir
fengu nú eystri og vestri Trakiu,
alla leið til Svartahafs og alt aust-
ur undir Miklagarð, hjeruðin um-
hverfis Smyrna og mikið af Vest-
urströnd Litlu-Asíu Svo og allar
eyjarnar í Ægeiska hafinu.
Þá lögðu Grikkir í herferðina til
Litlu-Asíu, í þeirri trú, að Eng-
lendingar myndu koma þeim til að-
stoðar ef á þyrfti að halda. Kon-
stantin konungur tók sjer ferð á
hendur sumarið 1921, og fór til
Smyrna. Var honum þar tekið sem
miklum sigurvegara. 1 sigurvím-
unni datt Grikkjum í hug að nefna
konung sinn Konstantin hinn
mikla. Þeir voru smátt og smátt
farnir að vona, að hann myndi
verða kallaður til Miklagarðs, og
krýndur þar af kirkjunnar prelát-
um á rústum hins tyrkneska ríkis.
Og enn áttu Grikkir von á, að
takast myndi þeim að krækja í
suðurhluta Albaníu, því þar var al-
þvða manna þeim vinveitt
En þá reás upp Mustapha Kemal.
Hann spanaði Tyrki gegn Grikkj-
um að nýju. Hann vakti upp
sterka þjóðernishreyfingu meðal
Tyrkja. Og í skjótri svipan voru
Grihkir reknir úr Litlu-Asíu.
Samkvæmt friðarsamningnum í
Lausanne urðu Grikkir að láta af
hendi öll þau lönd er þeir höfðu
fengið í Litlu-Asíu, nokkrar eyjar
við mjTini Dardanella-sunds og
Austur-Trakíu til Adríanopels.
Ennfreomr komu ttalir í veg fyrir
að Grikkir fengju nokkur ítök í
Albaníu.
Ófarir þe'ssar urðu til þess að
Konstantín konung var steypt af
stóli. Hann flúði úr landi og dó í
Italíu. Faðir hans var myrtur í
Þessalóníku. Sonur hans, er tók við
konungstign eftir hann, dó úr apa-
biti, og síðasti konungurinn Georg
lifir í útlegð.
Mikil deila hefir staðið um það
hvort Grikkland ætti að vera lýð-
veldi. Georg konungur á enn
marga fylgismenn. Foringjar kon-
ungssinna, herhcfðingjamir Tsal-
daras og Kondylis höfðu sett mörg
grá hár í höfuð Venizelosi áður en
hann kom lýðveldinu á laggimar.
Fyrir stuttu varð Konduriotis
þreyttur á völdunum. Eftir hann
var kosinn senatsforsetinn Zaimis.
En ennþá er það Venizelos sem
heldur öllum þráðum í sinni hendi.
Þó hann sje nú maður aldurhnig-
inn hefir hann utanríkismálin í
sínum höndum. Hann er á eilífu
fe'rðalagi. Hann fór til Rómaborg-
ar til þess að hafa tal af Mussolini.
Hann skjallaði einvaldsherrann ít-
alska fyrir föstu tök hans í Balk-
anmálunum. Síðan fór hann í
„kynnisför" til Belgrad. Þar kom
hann því til leiðar, að samningar
komust á milli Grikkja og .Tugo-
slafa um landamæramálin.
í trausti þess að hygmynd Bri-
ands um Bandaríki Evrópu komi
fyrst til framkvæmda á Balkan,
var í fyrrahaust haldinn friðar-
fundur i Delphes. Þar vom saman-
lcomnir 20 fulltrúar frá 17 þjóðum,
og fulltrúar Grikkja, Júgoslafa,
Tyikja , Rúmena og Búlgara
mynduðu bandalag Balkanþjóða.
Búist er við að Venizelos haldi
innan skamms til Angora, og þar
tengist forráðamenn Tyrkja og
Grikkja þeim vináttuböndum sem
breyti afstöðunni milli þdssara
fornu fjandskaparþjóða. Er líklegt
þessi samningsgerð ve'rði merk-
asti viðburðurinn á 100 ára sjálf-
stæðisafmæli Grikkja.
Dásamlegur er dugnaður sá sem
Grikkir hafa sýnt á síðustu ára-
tugum. Um aldamótin voru íbúar
landsins, 2 y2 miþón. ósleitilega
hefir þjóðin unnið að því að sam-
eina alla Grikkj í eina þjóðarheild,
íaí --
■” ■ ■— --------------------
-
iy2 miljón Grikkja hafa flutt til
kndsins. Yfirráðasvæði Grikkja
hefir aukist. Svo nú eá-u íbúar,-
landsins 6% miljón.
Margt er af Grikkjnm enn utan-
lands, í Miklagarði, Cjrpern Rho-
dos, Egyftalandi. Bera þeir mikinn
ræktarhug til lands og þjóðar. Ibú
arnir í Cype'm sendu nýlega sendi-
nefnd til London með málaleitun
um það, að eyjan fái að ganga í
bandalag við Grikkland. Venizelos
sló þá þann varnagla, að nefndin
hefði ekki verið send að sínu und-
irlagi. En nefndin fjekk enga á-
heym í London.
Kreppa er mikil í Grikklandl
um þessar mundir. enda bafá
Grikkir lagt mikið í sölumar til
þess að vernda hagsmuni allra
landsmanna sinna fjær og nær. En
þeir fá drjúgan skilding af hem-
aoarskaðabótunum. Því er þess að
vænta að þeir komist brátt út úr
örðugleikunum, og fá ríkuleg laun
fyrir drfiði það sem þeir hafa á
sig lagt til þess að endurreisa og
endurvekja þjóð sína til starfs og
dáða.
Lögreglan í smábænum ^lint í
Bandaríkjum leitar nix að þjófum,
sem vinna í mjög stórnm stíl.
Komu kærur um það frá 4 fjöl-
skyldum, að öllum húsbúnaði
þeirra, hverrar um sig, hefði verið
stolið.
Sextugur maður dó nýlega af
hjartaslagi í Phiiadelphíu, er hann
frjetti, að frændi hans hefði déið
og arfleitt hann að 30 þús. dollur-
um.
Meðan Iðgreglan var að ger*
upptækt áfengi í húsi einu í Massa
ehussefts, kom bófi einn og st-aí
bifreið lögreglunnar. Náðist ekbi í
hann síðan.
T7*g stúlk* í ftlasgaw -rar*
lega frrir jémbrautarlest, ew bjarf
aðist fyrir snarreeði prests, er hréf
aði til hennar að kasta sjer fiatri
Stúlkan gerði það, en heldur seint,
og meiddist hún því mikið á öðr**
handlegg.