Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1930, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
125
er dælt vatni í hann úr brunni í
túninu. Vatn það er 20° heitt
í uppsprettunni. — Hey og annað
fóður er flutt í fjórlijóla ljetti-
vogrium eftir fóðurgöngunum.
Rafljós eru þar svo björt, að
birtan af þeim ek sem dagur.
Mjaltavjelar eru í fjósinu, og
vinna 16 í einu. Úr f jósinu er mjólk
in flutt inn í mjólkurvinslustöð-
ina sem er þar á næstu grösum.
Mjólkurvinslustöðin var ekki
fullgerð, er jeg kom að Korpúlfs-
stöðum á dögunum. Þar verða hin-
ar fullkomnustu vjelar, svo Korp-
úlfsstaðabóndinn geti hagnýtt
mjólkina eins og verkast vill, enda
er slíkt alveg nauðsynle 'gt fyrir
Thor Jensen er mun hafa á búum
sínum alls um 300 kýr.
Leggur hann mikið kapp á, að
mjólkurvinslan verði sem best,
kælirúm fullkomið, svo mjólkin
geymist vel, og hreinlætistæki sem
best og fljótvirkust. Vjelar þær
se'm þvo mjólkurbrúsana eiga að
skila 400 brúsum hreinum á kl.-
stund.
Uppi í rishæð Korpúlfsstaðahúss
ins er þurhéysgeymslan. Er við
höfðum skoðað fjósið gengum við
upp um hlöðuloftið, Thor Jensen
og nokkrir gestir hans. Þar fyrst
rann upp fyrir mjer hve byggingin
í raun og veru er risavaxin. Hið
vtra samsvarar hún sjer svo að
hún leynir stærð, og niðri er hún
það sundur hólfuð, að ekkert yfir-
Jjt fæst, En þe'gar flutningabílarnir
þjóta milli heystabbanna á ldöðu-
loftinu, ‘sem er eitt gímald að
mestu, sjest best hver stærðin er.
Um miðja hlöðuna var stabbi
einn, sem ekki sýndist sjerlega mik
ill fyrirferðar- En hann ætlaðiThor
Jensen að firna. Þar voru 1000
hestar af töðu. Votheystóftir eru
þar 7 og taka alls 800 tonn af
votheyi. En auk votheys þessa
héyjaðist í fyrra að Korpúlfsstöð-
um 5000—6000 hestar af töðu.
í kjallararúmi miklu, við hlið á-
burðarkjallarans er verkfæra- og
vjelageymsla búsins. Um verkfær’t
þau mætti rita langt mál, og hvern
ig þau hafa reynst hvert fyrir sig.
Þar eru þúfnabanar tveir, traktor-
ar margir, sláttuvjelar, rákstrar-
vjelar, snúningsvjelar, sáðvjelar, á-
burðardreifarar, plógar, herfi als-
konar o. fl. o. fl.
Me'ð traktorum er jörðin unnin.
Traktorar eru látnir draga sláttu-
vjelarnar. Hestarnir eru að hverfa
úi sögunni, í þessum nýtískubú-
skap.
Að lokum gengum við út í bráða-
birgðafjósið með rúml. 100 kúm, ep
biðu þar bráðra vistaskifta. Þar
mátti sjá marga gripi væna og
föngulega. Þar sem annarstaðar á
íslenskum stórbúum sjást á ýmsum
gripanna glögg ættarmerki hins
rauða kynstofns, sem alstaðar ryð-
ur sjer til rúms fyr eða síðar a
landi hjek, þegar rækt er lögð við
kúastofninn.
Hingað til hefir meðal ársnyt
kúnna vérið 2300—2600 lítrar.
Fjöldi nær 3000 lítra ársnyt. En
margar af hinum aðkevjítu kúm
e'ru mjög lágmjólka. Telur Thor
Jensen að brátt megi takast að ná
því marki að meðalársnytin vei-ði
3000 lítrar.
Rita mætti heila bók um búskap
Tliors Jensen, um athafnir hans,
reynslu á sviði nýræktar, notkun
verkfæra, bvggingar hans o. fl. o.
fl. Þá bók ætti að rita sem fyrst
og myndi fátt þarfara ritað í þágu
búnaðarframfaranna.
V. St.
Knut Hamsun. Eins og kunn
ugt er, er skáldið Knut Hamsim
orðinn mjög ómannblendinn í
seinni tíð. Vill hann helst altaf
vera heima á búgarði sínum og
hafa sem minst um sig. Þegar hann
þarf eitthvað að fara, fer hann
helst Sdm mest huldu hiifði, forðast
blaðamenn og ljósmyndara eins og
heitann eldinn. Ekki alls fyrir
longu varð hann að bregða sjer
til Hafnar. Ætlaði hann hvergi að
láta þar á sjer bera. En blaðamenn
komust á snoðir um ferðir hans.
Og nærgöngull ljósmyndari tók af
honum mynd þá er fylgir Hntun
þessum,