Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1930, Qupperneq 6
126
LESBÓK M0RGTJNBLAÐ8INS
Ermarsundsgöngin.
Tillögurnar um göng undir Erm
asund eru nú aftur á dagskrá
bæði í Englandi og Frakklandi.
Fyrir rúmri hálfri öld komu
fyrstu ákveðnar tillögur fram um
járnbrautargöng undir Ermarsund
og síðan hefir málið verið öðru-
hvoru á dagskrá.
Frakkar hafa altaf vehið mál-
inu hlyntir og eru það enn. Það
er ætlast til, að Frakkar og Eng-
lendingar grafi hver sinn helm-
ing jarðganganna. Frakkar eru
reiðubúnir til þess að byrja á
verkinu, þegar Englendingar fall-
ast á að göngin verði grafin.
En fram að þessu hafa tillög-
urnar um Ermarsundsgöngin alt-
af strandað á mótspyrnu Eng-
lendinga. Þeir hafa verið á móti
göngunum af heTnaðarlegum á-
stæðum. Englendingar hafa ótt-
ast, að göngin myndu gera hern-
aðarlegan hag af legu landsins
lítilsverðan. Því óvinaher gæti á
ófriðartímum notað göngin til inn
rásar í England. Flestir Englend-
ingar líta nú öðruvísi á þetta.
Hemaðartæki vorra tíma, svo sem
kafbátar, eiturgas og flugvjelar
hafa dregið úr hernaðarlegum
bagnaði af einangrun Englands.
Á fáeinum. klukkustundum geta
flugvjelar flogið frá meginlandinu
og dreift eiturgasi yfir enskar
þorgir. — Þar að auki væri inn-
ánhandar að fylla göngin vatni,
ef óvinaher ætlaði að nota þau til
innrásar í England.
Það má því telja víst, að Eng-
lendingar snúist ekki í þetta sinn
á móti göngunum af hernaðarleg-
ym ástæðum, en láti það ráða úr-
slitum, hvort þau eru framkvæman
Jeg í verklegu tilliti, hvort þau
geta borið sig og hvort þau verða
þjóðjnni til gagns eða skaða.
Tillögumar um Ermarsunds-
j?öngin voru ræddar í enska þing-
inu x fyrra. Er ætlast til, að
p'öngin verði 36 enskar mílur á
lengd. Þar af 24 enskar mílur
neðansjávar. Göngin myndu þann-
ig verða um þrisvar sinnum
lengri en Simplongöngin í Sviss,
en það eru lehgstu járnbrautar-
göng í heimi. — Ermarsunds-
göngin eiga að vera 3, nefnilega
loftræslugöng og 2 járnbrautar-
göng. Það er áætlað, að öll göng-
in og járnbrautarlagningin muni
kosta 30 miljónir sterlpd. (eða
um 660 miljónir ísl. króna).
Gert er ráð fyrir, að hægt muni
vera að grafa öll göngin á 8
árum.
Baldwin skipaði í fyrra ne'fnd til
þess að athuga tillögurnar um
Ermarsundsgöngin. Hún var skip-
uð 5 merkum verkfræðingum og
fjármálamönnum, og hefir hún
nýle'ga skilað af sjer.
Meiri hluti nefndarinnar (fjórir
nefndarmenn) leggja til, að fyrir-
tækið verði framkvæmt, ef nánari
rannsókn sýni, að það sje fram-
kvæmanlegt í verklegu tilliti. —
Nefndarmennimir segja, að fram-
kvæmdirnar verði sennilega veTk-
legum vandkvæðum bundnar, en
þeir álíta þó líklegt, að hægt verði
að vinna bug* á vandkvæðunum.
Þeir leggja því til, að byrjað
verði á því að grafa ioftræslu-
göngin. Er áætlað að þau muni
kosta 5 miljónir sterlpd. — Það
er svo undir því komið, hvernig
gengur með loftræslugöngin, hvort
hægt verður að grafa járnbrautar
göngin.
Nefndarmennirnir álíta, að
rekstur jarðganganna muni ^bta
borið sig. Þeir telja heppilegast,
að einstakir menn láti grafa
göngin og takist á hendur rekstur
þeirra — án ríkisstyrks. Far-
gjöld þurfi ekki að vera hærri
en nú, þegar farið eT sjóleiðina.
— Loks kveðst meiri hluti nefnd-
arinnar sannfærður um, að göng-
in myndu auka umferð og örva
verslun milli Englands og megin-
landsins og verða ensku þjóðinni
til hagnaðar. Yfirleitt álíta fylg-
isxnenn málsins að hagnaðurinn af
göngunum myndi verða mjög mik-
ill. Fji'ldi atvinnulausra gæti feng
íð atviunu við að grafa göngiu.
En atvinnuleysið í Englahdi feT
sívaxandi og er eitthvert mesta
alvörumál þjóðarinnar. Viðskiftin
milli Englands og meginlandsins
myndu aukast að miklum mun,
l>egar jarðgöngin yrðu fullgerð,
vöruflutningar frá Englandi til
meginlandsins vaxa, iðnaðurBreta
aukast og atvinnuleysið þar af
leiðandi minka. Englendingar
])arfnast nú meir en nokkru sinni
áður markaða á me'ginlandi Ev-
rópu, þar sem þeir tapa stöðugt
fleirj mörkuðum í öðrum heims-
álfuin — Ferðamannastraumurinn
til Englands myndi aukast að
miklum mun. Það væri ólíkt
þægilegra að geta setið í sama
járnbrautarvagni alla leiðina frá
París til London og þurfa ekki að
skifta frá lest til skips og skipi
til lestar. Þar að auki yrði farar-
tíminn meira en helmingi styttri
en nú. — Fáar sjóleiðir eTu ver
fvrir sjóveika en leiðin yfir Erm-
arsund. Englendingar segja, að
sjóveikin aftri fjölda ferðamanna
á meginlandinu frá því að fara
til Englands. — Tekjur Englend-
inga af ferðamönnum myndu þ.ví
margfaldast, ef áformin úm Erm-
arsundsgöngin verða framkvæmd.
En málið hefir einnig skugga-
hliðar í augum sumra Engldnd-
inga. Einn nefndarmanna í fram-
annefndri nefnd, Ebbisham lá-
vaiður, greiddi atkvæði á móti
göngunum. Hann álítur, að þau
myndu verða þjóðinni til meira
óhags en gagns. Ebbisham og
rYrir andstæðingar fyrirtækisins
álíta að göngin myndu skaða
enskt atvinnulíf, einkum siglingar
og landbúnað. Þeir viðurkenna að
vísu, að umferð og verslun milli
Englands og meginlandsins myndi
aukast. En fólksflutningur myndi
ganga að mestu leyti úr höndum
skipafjelaganna, og vöruflutning-
ur að sumu lefyti. Ennfreínur muni
vöruflutningar til Englands auk-
ast meira en vöruflutningar frá
Englandi. Útlend samkeppni við
enskar vörur muni því aukast.
Einkum óttast þeir, að Frökkum
verði auðveldara en áður að senda
grænmeti og ávexti til Englands,
og það hljóti að skaða enska
garðyrkjumenn.
Mótspyman í Englandi á mófí
framkvæmd þessa fyrirtækis er
því ekki leligur hernaðarlegs eðL
is, Frá Englendinga hálfu er það