Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 1
Skógræktarfjelag íslands. Eftir Hákon Bjarnason. Skógræktarfjelag íslands var stofnað á Þingvöllum á þjóðhátíð- inni 1930. Samkvæmt ‘lögum fje- lagsins á tilgangur þess. að vera sá, að klæða landið trjágróðri eftir því sem auðið ex-. Þessum tilgangi vill fjelagið ná með því: 1. að auka þekkingu og áhuga almennings á trjáræktarmál- um, 2. að veita leiðbeiningar í öllu er að trjárækt lýtur, 3. að koma á stöðvum í öllum landsf jórðungum, þar sem áld- ar sjeu upp trjáplöntur, sem mönnum gefist kostur á að fá til gróðursetningar, 4. að hvetja ein.staklinga og fje- lög til þess að gróðursetja trje og runna kringum lni.s og bæi, ó. að komið verði upp sjerstök- um trjárærktarsvæðum, 6. að vinna að verndun þeirra skógarleifa, sem nú eru í landinu, 7. að leita samvinnu við .skóg- græðslu ríkisins til fram- kvæmda á verkefnum fjelags- ins, 8. að leita fjárhagslegs stuðnings frá ríkinu, fjelögum, stofnun- um og einstaklingum. Fjelaginu stjórna þeir Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri (for- maður), Maggi Júl. Magnús lækn- ir (gjaldkeri), H. J. Hólmjárn framkvæmdastjóri (ritari) og al- þingismennirnir Jón Olafsson og Einar Arnason. Sem stendur er fjelagatalan að eins um 150 manns og ]»ar af eru 2(i æfifjelagar. En tala ]»es.si þarf og verður að margfaldast á næstu árum. Eignir fjelagsins eru ekki miklar og þurfa líka að marg- faldast. En það á þó um 7000 kr. Frá því að fjelagið var stofnað og fram að þessu hefir aðeins verið unnið að ýmsum undirbúnings- störfum. — Hefir verið reynt að ná í land, sem heppilegt væri til græðireits og gróðrarstöðvar; ei; ]»ví miður hefir það ekki tekist ( i;ii ]»á. En úr ]>essu mun undinn bráður bngur að því að afla lands, svo að verklegar framkvæmdir geti byrjað þegar á næsta vori. Undir eins og fjel. liefir efni á. mun það líka útvega sjer fasta bækistöð, og úr því munu fjelagar geta snúið sjer ]>angað og fengið upplýsingar um alt, sem að trjá- rækt lýtur. Mörg og mikil verkefni liggja fyrir fjelaginu, er ])ví vex fiskur um hrygg. Að græða og klæða landið er eitt hið mesta nauð- svnjamál okkar, því að í öll þau ár, sem ísland liefir verið bygt, liefir það í raun og veru farið símink- andi sakir rányrkju og uppblást- urs. Á síðari árum fer rányrkjan að vísu óðum minkandi, en upp- blásturinn lieldur víðast livar á- fram.Orsök uppblástursins er fyrst og fremst eyðing skóga og kjarra, því að enginn gróður lilífir jarðveg- inum betur en skógargróður. Og skógargróðurinn inun reynast notadrýgstur, þegar farið verður að nema land á ný. Að vísu er það oft erfit.t að fá skóginn í lið með sjer, og ])á einkanlega á þeim stöðvuin, þar sem hann er eyddur fyrir langa löngu. En það er stórt spor í áttina, ef alþjóð manna fengi betri skilning á lífi og gróðri skóganna. Þann skilning fá menn best og skjótast, ef trjágarðar rísa upj) við sem flest Jiús og flesta bæi á landinu. Og að því mun Skógræktarfjelagið vinna af al- efli. Þegar fram líða stundir, mun verða unt að fá ungar og góðar trjáplöntur af íslensku fræi úr græðireitum fjelagsins og ])essar plöntur verða þá seldar svo vægu verði, sem unt er. Er ]>að hin mesta nauðsyn að fá íslenskar trjá- plöntnr, því að venjulegast er það .síðiir ánægju en hrygðarefni að fá erlendar trjáplöntur í garðana. Undanfarin ár hefir því verið svo varið, að eftirspurn eftir trjáplönt- um hefir hvergi nærri verið unt að fullnægja með íslenskum plönt- um. Afleiðingarnar hafa því verið þær, að menn hafa orðið að kaupa fjöldan allan af erlendum plöntum og venjulegast borga þær allháu verði. En allar þær plöntur, sem líomið hafa frá útlöndum, liafa haft þann annmarka að vera ætt- aðar frá þeim stöðum, sem hafa miklu betra loftslag og öll gróðr- Þilyrði skárri heldur en til eru /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.