Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 2
182 Lesbók mobgunblaðsins Enda höfum við dæmin fyrir okkur. Fjallafurur jiœr, sem vaxa við llauðavatn, á Þingvöllum, við Grund í Eyjafirði og víðar, eru ættaðar sunnan úr Alpafjöllum, og þess vegna vanar meginlands- lofslagi og öðrum jarðvegi en er lijer. Virði menn þetta atriði fyrir sjer. mun mörgum þykja undar- legt að jiessar plöntur sjeu ekki dauðar fyrir löngu. En vegna jiess að fjallafuran er afar harðgert trje, hefir hún þó náð dálitlum l>roska og á sennilega eftir að ná enn betri jiroska með tíð og tíma, ei hún fær að vaxa í friði án ágangs af manna og skepnu völdum. l'r }>ví að furan hefir lifað fram á þennan dag, mætti búast við betri árangri af trjátegundum frát hjer á iandi. Þess vegna deyr fjöldinn allur af jiessum plöntum a fyrstu árum, og margar jieirra. ei lifa, geta aðeins dregið fram ífið. En l>ær, sem þroskast að ráði, eru ekki nema lítið brot af öllum þeim fjöida, sem innfluttur er. Auk þess er erlendum plöntum hættara við að sýkja.st af alls konar sveppum en plöntum, sem vanar eru skilyrðunum hjerna. — Einnig eru líkur til þess, að ýmsir plöntusjúkdómar, sem enn jiá eru óþektir hjer, geti borist til lands- in's með þeim. Það er töluvert fje, sem fer í súginn á hverju ári við kaup er- lendra trjátegunda, og miætti alveg spara l>að, ef Skógræktarfjelagið uær tilgangi sínum. Enn fremur er |>að leiðinlegt til lengdai að dekra við plöntur, sem vaxa lítið og eiga erfitt uppdráttar, og liætt er við, að fólk missi bæði trú á tijárækt og getu til áframhalds, ( vonirnar bregðast hvað eftir annað, Það er svo farið með trje að uama trjátegundin getur vaxið yfie lieilar heimsálfur, við ýmis konar skilvrði og Jirifist ágætlega alls staðar þar sem útbreiðsla hennar nær. Að útliti eru trjen svo lík að þau verða að teljast til sömu ættar. En þrátt fyrir alla sameig- iulega eiginleika er erfitt að fá fræ af trjám, sem vaxið hafa inni í landi, til j)ess að þrífast við sjó, og tæplega miigulegt að flytja af- kvæmi jieirra trjáa, er vaxa sunn- arlega, langt norður á bóginn. — í stuttu máli, það er óráðlegt að flytja afkvæini trjáa langt frá þeim stöðum er foreldrarnir hafa vaxið, nema að gróðrarskilyrði <>11 — loftslag og jarðvegur — sjeu nauðalík. Af þessum ástæðum má greini- lega sjá, livaða nanðsyn beri til j>ess að ala upp innlendar trjá- plöntur, og hverrar varúðár verði að gæta við erlendar tegundir. — En við fyrsta tækifæri mun þó reynt að fá erlend fræ til sáningar hjer á landi. Þó verður þess ná- kvæmlega gætt, að fræ þetta komi frá þeim stöðum er hafi skilyrði <)ll líkust. jieim, Sem eru hjer á 'landi. An slíkrar aðgæslu er ekki unt að vænta góðs árangurs. — þeim stöðum, er svipar meira til íslands en Alpafjöllum. Slíkir staðir eru t. d. á suðurströnd Al- aska, á Kurileyjunum fyrir norðan Japan, sem eru af líkum uppruna og ísland, á Eldlandinu í Suður- ameríku og víðar. Þótt það sje ýmsum erfiðlekum bundið að afla fræs frá þessum stöðum er sjálf- sagt að reyna ]>að eins fljótt og auðið er. Er ekki ósennilegt að gróðurríki Tslands geti fengið ein- hverjar nýjar og nytsamar trjá- tegundir frá Ameríku og Asíu, er fram líða stundir. Það getur verið erfitt að græða ísland á ný, en jrað mun þó tæp- lega reynast eins örðugt og niarg- ir ætla, ef rjett er að farið. — Menn verða að gera sjer grein fyrir því, að aldur trjánna er venjulega miklu lengri en manns- æfin og því má ekki búast við, að skógar geti myndast á örstuttum tíma. En vegna þess, hve öll trjá- og skógrækt tekur langan tíma, áður en unt er að njóta ávaxt- anna, ætti jiegar að hefjast handa. Að j)essu vill Skógræktarfjelag ís- lands vinna og skorar því á alla góða Islendinga, utanlands sein innan, unga sem gamla, bændur og búalið, kauptúna og kaupstaða- búa, að veita því þann styrk, sem unt er. Eins væntir fjelagið þess, að önnur fjelög, sem starfa að ein- hverju leyti í anda jiess, og J)á einkanlega ungmennafjelög iit um sveitir landsins, styðji Jiað með ráði og dáð. Gabriele D 'Annunzio, hið heims- kunna ítalska skáld, er mjög sjer- kennilegur maður að mörgu leyti. Meðal annars er honum afar illa við að láta taka mynd af sjer. — Afleiðingin er sú, að menn sitja um J)að að ná myndum af honum og j)essi mynd var nýlega tekin jiegar vjelbátakappsigling fór fram a Garda-vatni. D’Annunzio sá til myndtökumannsins og reiddist svo að hann fleygði tösku sinni af hendi í hann. Sjest taskan á fluginu. Hlaupabrautin í Los Angeles, þar sem olymps-kapph'laupin eigá að fara fram. Fremst á myndinni er kaliforníski hlauparinn Frank AVykoff, sem á heimsmet í 100 yards hlaupi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.