Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 6
186 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS iíS í eldinn og lá nærri að krass- ir.n litli, með gimsteinunum og perl iinum færi hina somu leið. Nú fóru menn að gefa uppboð- inu gaum, og öllu því, sem þar liefði verið selt sem ,,skran“. En af því leiddi að menn sáu betur en áður nauðsynina á verndun fornminja. Kosin var nefnd til að annast um að fornminjar yrðu betur verndaðar en áður hafði tíðk ast. Sú nefnd stofnaði síðan þjóð- min jasafnið. En meðal dýrustu minjagripa safnsins er krossmarkið litla, sem brundi innan úr líkneski Krists, er koparsmiðurinn í Hróarskeldu klauf í eldinn. Kúlumynöuð sólkerfi. í stjörnumerkinu Herkules mátti í aprílmánuði eygja lítinn ljósdepil og ógreinilegan, milli stjarnanna Zeta og Eta. Það er binn nafnkunni stjarnahópur M 13 (sem svo er nefndur vegna þess að bann er nr. 13 í stjörnuskrá Messiers). Ef borft er á þenna ljósdepil í kíki, er hann ógleym- anlega fagur. Þar eru þiisundir st.jarna bver við aðra í bnapp, gul- ar, rauðar og bvítar og í miðju eru þær svo þjettar, að þær verða ekki greindar sundur. Hjer er um heilt sólkerfi að ræða og er það gríðarstórt. 1 því eru sem sagt þúsundir sólna og marg- ar þeirra hundrað sinnum stærri heldur en vor eigin sól. Þetta kalla menn kúlumynduð sólkerfi, því að vegna fjarlægðarinnar líta þau út eins og stjörnuhnappur, hjeðan frá jörðu, Þessir stjörnu- hópar eru margir og þekkja menn um 80 þeirra. Það er amerískur stjörnufræðingur, Harlow Sbapley, sem manna best hefir rannsakað þá. Hefir hann varið mörgum ár- um til þess, hefir reiknað út hve langt þeir eru frá jörðu, hvað þeir eru stórir og hver er afstaða þeirra til vetrarbrautarinnar. Með því að taka myndir af sólkerfum þessum og rannsaka þær, telst mönnum svo til, að í hverju þeirra muhi vera um 50.000 sólir, sem allar snúast um einn miðdepil. En sjálf- sagt eru þær miklu fleiri, því að það eru að eins stærstu sólirnar, sem koma fram á ljósmyndunUm. Og þær eru svo stórar, að væri vor eigin sól komin í /hóp þeirra, mundi hún ekki sjást á ljósmynd, vegna þess hvað hún er lítil, enda l<ótt notaður væri sá sterkasti stjörnukíkir, sem til er í heimi, og myndatökutíminn sje margar klukkustundir. En þetta stafar aft- ur af því hve vegalengdin er geisi- mikil. Næsti stjörnuhnappurinn er 21.000 Ijósár frá jörðu vorri, M. 13 er 36.000 ljósár hjeðan og sá fjarsti er svo langt í burtu, að ljósið þaðan er 230.000 ár að komast til jarðar. Ljósár er talin sú vegalengd, sein Ijósið fer á heilu ári, en ]>að fer með 300.000 kílómetra hraða á sekúndn. Á þennan hátt eru allar fjarlægðir í liimingeimnum reiknaðar. Til sam- anburðar má geta þess, að fjar- lægðin frá jörðu til tunglsins er lljóssekúnda og fjarlægðin til sól- ar er 8 1 jósmínútur. Frá sólu til Neptúns er fjarlægðin 4 Ijóstímar. Frá sólu til næstu stjörnu (Alfa í Kentaur-merkinu) er fjarlægðin 4 liósár. Á sama hátt hafa menn reiknað út víðáttu hinna kúlu- mvnduðu sólkerfa og komist að rann um, að milli ytstu stjarnanna í þeim sje um 100 ljósár. 5taka eftir K. H. Fyrir skömmu hafði kona noklc- ur orð á hví við skáldið K. N. að hann hefði haft belsti mikil ■kynni af Bakkusi, og gat þess um leið. að ef þan hefði verið minni mundí K. N. hafa getað valið um kvonfang. Þá svaraði liann : Mjer gamli Bakkus gaf að smakka gæðin bestu, öl og vín. Honum á jeg það að þakka að þú ert' ekki konan mín. ÍDerkilegur hani. Hjón áttn nokkur hæns og frúin hugsaði um þau. Einu sinni ólst þar upp hvítur hani, svo ljómandi fa'ilegur, að hann var látinn lifa. En þegar hann stálpaðist fann hann upp á þeim ósið að gala klukkan 3 á næturnar. Gainli han- inn galaði aldrei fyr en um venju- legan fótaferðatíma, og því sagði konan við mann sinn, eina nótt þegar ungi haninn galaði sein ákafast: — Við verðuiu að drepa han- ann. —• Já, sjálfsagt, sagði maður- inn, rauk á fætur, náði í inann og bað hann að drepa hanann fyrir. sig. — Nú, hvaða hana! — Þennan hvíta, og benti *inn í liænsnahúsið. — Þetta er ekki liani,. þetta er púta, sagði maðurinn. — Jú, víst er það liani, og við drepum hann. Það var gert og skrokknuin fleygt í hlaðvarpann. Þegar frúin kom á fætur og sá skrokkinn, brá henni í brún. Ilún hljóp ti) manns síns og sagði: — Guð hjálpi þjer, nú hefirðu drepið bestu varphænuna mína, en lianinn lifir enn. Bóndi fór aftur á stjá, náði í aðstoðarmann sinn og sagði: — Við verðum að drepa hanann ! — Nú, hvaða hana ? sagði hinn. — Hvíta hanann, sein galar atlt af á nóttunni. Nú var haninn sóttur og höggv- inn. Nóttina eftir fór piltur undir húsvegg bónda, þar sem svefnlier- bergisglugginn var, og galaði sem hani af öllum kröftum. Hjónin vöknuðu bæði; bóndi stakk höfði út um gluggann, skim- aði í allar áttir. en sá ekki neitt. Þá varð honyn að orði: - Tvídrepinn í gær og galar í da.g! Pjesi kom upp í biblíusögu og sagði svo frá: Þegar Gyðingar reötuðust, lágu þeir upp við' aln- boga og átu með hinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.