Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 4
184 LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS R huaða alðri giftir fólh sig? Eftir Hans O. Bellmann. og skolar grjótið, svo að ekki mundi sjá stundinni rengur,' þótt einhverju væri hróflað í gilbotn- inum. Líklegt er að Egill hafi fó'lgið fjeð fjarri bænum, eða upp í fjall- inu, þar sem engin hætta var á að menn kæmi að þeim, meðan l>eir störfuðu að því að fela silfr- ið. Hafa þeir sá sennilega farið upp með giHnu að austan og svo niður í það einhvers staðar upp í fjaili, þar sem þrælunum hefir þótt felustaður góður. En eklti hefir Egill drepið þrælana þar, og ber margt til þess. Fyrst og fremst það að eigi myndi liann drepa þá svo nærri felustaðnum. að lík þeirra gæti bent til hans. í öðru lagi er óvíst að Egill blindur hefði haft sig upp vir gilinu, en þótt honum hefði tekist það, hefði hann ekki ratað hestinn. T þriðja lagi má geta þess, að lík þrælanna liefði hlotið að finnast, ef hann liefði dreþið þá einhversstaðar á fjallinu. Hitt er sennilegra, að Egill hafi sagt við þrælana, er þeir höfðu fólgið fjeð, að nú vfldi hann fara til laugar. Hafi þeir þá farið niður með gilinu aftur og suður yfir á. ]>angað sem laugarnar og hinar stóru jarðholur voru, og að þar hafi Egill sjeð fyrir þrælunum á þann hátt að stinga þeim í ein- liverja jarðholuna (hverinn). Er þá ekki undarlegt þótt þeir fynd- ist ekki. Egill hefir verið vel kunnugur þarna og vitað hvar hinar stærstu jarðholur voru, og látið þrælana leiða sig að einhverri ]>eirra. Hefir honum síðan verið ljett verk að stinga þeim þar nið- ur, og hestinn gat hann haft bund- inn við sig á meðan. Síðan hefir bann stigið á bak og látið hestinn ráða ferðum, en hann hefir leitað sömu leið og hann var kominn. — Egill hefir orðið þess var. er hest- urinn fór yfir ána, en þegar hann er orðinn úrkula vonar um að hesturinn fari heim að bænum, hefir hann farið af baki og rölt fram og aftur með hestinn í taumi á ..holtinu fyrir austan garð“. Er það sennilega holtið þar sem nú stendur sumarbústaður Hjalta ’ónssonar. Á. Ó. Um 560 þúsund giftingar fara árlega fram í Þýskalandi. ()g ár bvert er 40 þúsund lijónaböndum slitið, svo einn skilnaður kemur árlega á móti 14 giftingum. Og höfuðborgin Berlín er auðvitað fremst í flokki, í þessu sem öðru; — þar giftist fólk fremur, skilur fremur — og eignast fæst börn. En hvenær, — það er að segja á livaða aldri, — giftist fólk lielst ? Þessa spurningu hafa liinir ýmsu jijóðflokkar jarðarinnar leyst á mjög misjafnan hátt. Hjá villi- þjóðunum er hið eiginlega gift- ingartímabil, þegar fólk er á aldr- inum 6 til 10 ára, en nær í hinum mentaða heimi til 30 ára aldurs. Okkur hlýtur að þykja það merki- legt, að hjá Grikkjum var karl- mönnum bannað að gifta sig, fyr en þeir höfðu náð 37 ára aldri, en aftur á móti urðu rómversku meyjarnar að gifta sig á tímabil- inu milli 13 og 16 ára aldurs, og liver kona. 'er komin var yfir tví- tugt, án þess að hafa eignast barn, varð að greiða sektir. — Það er og staðreynd, að fólk gengur yngra í hjónapönd hjá suðlægum en norð lægum þjóðum. Á Suður-Spáni gift’ast. jafnvel 12 ára gömul t.elpu- börn. Læknarnir eru þeirrar skoðunar að besti giftingaraldur konunnar sje frá 24 til 30 ára aldurs, en karlmannsins frá 28 til 35 ára. En hvernig er það raunverulega? Á livaða aldri giftir fólk sig ah ment? Og til þess að svara þess- ari spurningu, höfum vjer tekið oss í hönd þýsku hagskýrslurnar og komist að þeim árangri, er nú skal skýrt frá. Eftir þeim giftast í Þýskalandi á einu ári: Aldur kon ur karlar 15—20 ára 42545 2265 20—25 ára 271201 174027 25—30 ára 171861 245795 30—35 ára 55435 80803 35—40 ára 22673 31640 40—45 ára 10995 18014 45—50 ára 6160 12281 50—55 ára 3545 9555 55—60 ára 1669 6311 60 ára og eldri 1091 6484 Af þessuin tölum sjest. greini- lcga, að flestir gifta sig á aldr- inum frá 20 til 30 ára. Flestar ltonur hafa gift sig 23 ára (60345) og karlar 26 ára (58915). Venju- lega eru brúðgumarnir eldri en brúðirnar, enda eiga þeir að bera bita og þunga dagsins, sjá fjöl- skyldu sinni fyrir lífsviðurværi, húsaskjóli, klæðum og skæðum. Auk þess ('r svo fyrirmælt í þýsk- um lögum, að konur megi giftasl 16 ára að aldri, en karlmenn 21 árs. En þrátt fyrir þessa laga- bókstafi, ]>á eru undantekningar leyfðar. Hagskýrslurnar sýna okkur, að það voru 26 ungar mevjar, sem 15 ára að aldri gengu í heilagt hjónabaiul, 16 ára voru þær orðn- ar 924' og 17 ára 4094. Og gegn þessum 5044 ungu meyjum stendur einn • oinasti sveinn, sem 17 ára að aldri gat stært sig af því, að hafa rjett til að bera gíftingar- liring. Fram á þann aldur, að fólk verður myndugt, er hlutfallið nii!:i •kynjanna nokk'ið iíkt þessu. 18 ára að aldri giftust 12357 konur, er aðeins 353 karlar; 19 ára 25142 konur en aðeins 1912 karlar, og loks 20 ára að aldri 38379 konur en aðeins 6227 karlar. Samkvæmt þessu hafa 80924 ómyndugar kon- ur giftst, en aðeins 8o02 ómynd- ugir karlar. Þessar tölur sýna, að 10 sinnum fleiri konur giftast ómyndugar en karlar, og þar sem að samþýkki foreldra eða fjár- baldsmanns er nauðsynlegt, til að ganga í hjónaband, þá sýna töl- urnar greinilega, að foreldrar leyfa fyr dætrum sínum en sonum að giftast. í sambandi við þetta atriði. er mjög merkilegt að athuga eitt fvr- irbrigði: Meðal 15 ára gömlu meyjanna var ein, sem giftist 35 ára giimlum manni og önnur, sem giftist fertugum manni. Meðal hinna 16 ára gömlu meyja, giftust fjórar fertugum mönnum, ein 55 ára gömlum manni og tvær öld- ungum, sem komnir voru yfir sex- tugt. Á aldrinum 17—20 ára eru auk þessara tveggja enn 18 ineyj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.