Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Qupperneq 8
188 1ÆSBÓK MORGrUNBLAÐSINS Englandskonungnr á hersýningu — ■ A afmælisdegi Georgs Engla- konungs er jafnan haldin hersýn- ing hjá Buckingham höll. Mynd ]>e.ssi er tekin á seinasta afmælis- degi hans og er af honum sjálfum í einkennisbúningi riddarasveitar lífvarðarliðsins. 5mcelki. Herra Hansen er - lcominn yfir um og kemnr þar í einhvern stað, sem hann veit ekki gjörla hvort vera muni himnaríki eða kvala- staðurinn. Dyravörður spyr hann að nafni. — H. G. Hansen! — Nú, veitingamaður. Jú, þjer eigið að vera í 68 — frúin bíður þar. Hansen: Jæja, þá veit jeg í l.veru staðinn jeg er kominn. Giimul kona inætti prestinum og iögreglustjóra á förnum vegi. Hún staðnæmdist, og baðst fyrir: — Guð minn góður, taktu prest- ir.n til þín, en láttu lögreglustjór- ann lifa lengi. Lögreglustjórinn var því ekki vanur að heyra beðið fyrir sjer, sneri sjer að kerlu og sagði: -— Hvers vegna biðjið þjer svo vel fyrir mjer? —- Það skal jeg segja þjer, sagði hún. Jeg fæ ekki betur sjeð en að í hvert sinn, sem við fáum hjer nýjan prest, sje hann fyrir- rennara sínum betri, og ef við fá- um nú prest, sem er betri en þessi, þá hlýtur hann að vera sannkall- aður guðs engill. En lögreglustjór- arnir verða verri og verri, því oftar sem skift er um, og fáum við annan ]>jer verri, þá lield jeg að ]>að liljóti að verða fjandinn sjálfur. Kalli: Mamma mín er farin að stunda garðyrkju. Hún fekk sjer kassa, fylti hann af mold, sáði fræi í hann og setti hann út á húsþakið. En hvað heldurðu að h.afi komið upp? Jónsi: Það veit jeg ekki. Kal.i: Jú, ]>að komu tveir liig- regluþjónar upp og sögðu: Farðu inn með kassann þinn, kerling. í samsæti nokkuru var stúlka, er trúði á éndurfæðingu. Þar var líka ungur spjáttungur, sem reyndi að draga dár að henni fyrir það, og reyndi að vera fyndin. Seinast sagði hann að hann myndi vel eftir því þegar hann hefði verið gullkálfurinn hjá Gyðingum. — Jæja, svaraði stúlkan, l>jer liafið þá ekki mist neitt síðan nema gyllinguna. Pjetur litli hafði fengið" fimm aura í afmælisgjöf. —• Hvað ætlarðu nú að gera með peninginn? spurði pabbi hans. — Jeg ætla að kaupa mjer pen- ingabuddu til að geyma Itann í, sagði Pjetur. Kviðdómur hafði felt úrskurð í glæpamáli um ]>að að ákærður væri sekur um morð. Þá stóð verjandi upp og mælti: — Jeg krefst þess, að þessum úrskurði verði vísað til æðri rjettar. — Hvers vegna? spurði forseti kviðdómsins. — Ástæðan er sú, svaraði verj- andi, að nokkrir kviðdómendur eru ekki óvilhallir í þessu máli, og ber þeim því ekki að 4*ma um það. Einn er líkkistusmiður, annar kaðlari, þriðji blómasali og sá fjórði verslar með líkklæði og sorgarfatnað. Krafa hans var tekin til greina. Kreugerhöllin í Stokkhólmi ep mikil bygging og vönduð. Þar hafði Ivar Kreuger skrifstofur sínar og alt, sitt úthald. Stjórn eldspýtnafjelagsins verður flutt til Jönköping, svo skrauthúsið í Stokkhólmi verði selt,. Hefir komið til orða að gera úr höll þessari listasafn. (Neðri myndin er tekin úr hallargarðinum.) Mánuð á flugi? Mynd þessi er af flugkonu, sem lieitir Mrs. Victor Bruce. Ætlar hún ásamt manni sínum að setja nýtt met í þol- flugi, og býst við að geta verið mánuð á flugi. Bensin fá þau frá öðrum flugvjelum, jafnharðan og ]>að þrýtur. Verða þau tvö ein í fiugvjelinni og skiftast á að stýra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.