Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 187 Qerby- kappreiðarnar. 150 miljónir króna handa sigurvegaranum. Hinn 1. júní fóru fram í Epsom stærstu kappreiðar Englands, hin- ar svonefndu Derby-kappreiðar. Lær eru á hverju ári stórviðburð- iií' í sögu þjóðarinnar og er varla um annað talað um alt land vik- i'rnar áður, eigi síst vegna þess hve gríðarlega há verðlaun sá hestur fær, sem sigrar í hlaupinu og h.vað menn geta grætt á veðmálum. Fyrir að mega 'láta liest taka þátt í hláupinu verður að greiða um 2000 krónur, og það fje ásamt því sem „The Epsom Race Fund“ leggur til, verður um 300 þúsund krónur. Sigurvegarinn fær 250 þús. lcrónur af því, en afganginum er skift milli 2. og. 3. bests. Fjórði hestur t'ær engin verðlaun. En það eru ekki þessi verðlaun, sem mest er í varið. Stærsti vinn- ingurinn fyrir sigurvegarann eru veðmálin. — Og komið hefir fyrir, að eigendur þess hests, sem sigraði, hafa fengið um 2 miljónir króna fyrir það. Derby-hlaupin eru sem sagt mestu fjárhættuspil í heimi. Núna munu hafa verið reyndir þar 22 eða 23 hestar, og hafði einn þeirra langmest álit á sjer. Heitir hann „Orwell“. Var sagt, að ítrekaðar tilraunir hefði verið gerðar til þess að byrla þeim hesti eitur, eða helta hann dagana áður en hlaupið hófst. En nótt og dag vciktu vopnaðir verðir yfir honum, svo að ]>að tókst ekki. Skömmu fyrir hlaupið voru eigandanum boðnar fvrir hann um 800.000 krónur, en hann 1 eit ekki við því boði. Og flest allir veðjuðu á ,,Orwell“. Það var líka eðlilegt. Hesturinn hafði kept 13 sinnum í enskum veðhlaupum og 12 sinn- um orðið fyrstur. Nú síðast í ein- um af helstu kappreiðunum, sem nefnast „The Two Thousand Guin- eas“ bar hann langt af öllum keppinautunum; knapinn }>urfti ekki að hvetja liann, en þó hljóp hann svo hratt. að talið var með fádæmum. • , En hvernig fór nú? Það var ekki ,,Orwell“ sem sigraði, heldur vlóþektur heslxvr, „Outsider“, eins og Englendingar kalla þá. Hann heitir „April fifth“ (Fimti apríl). Eigandi hans heitir Tom Walls og er leikari. Biiist er við því, að hest.urinn hafi auðgað hann þenr- i'ii dag um 150 miljónir króna. „April fifth“, knapinn og eigandinn. Uppfinningar. Loftför. Flugbelg með heitu lofti fann Montgolfier upp 1782. Loft- belg með gasi fann Charles upp 1783 pg Giffard aðra tegund 1852, en 1805 fann Zeppelin upp loft- ifirið. Pappír var fyrst gerður lijer í álfu í Hollanfli um 1700. Aðferð til að búa til pappír úr trje, fann Keller 1843. Eldspýtur fann Chauzel upp 1805; þær voru með brennisteini. Eldspýtur með fosfór fann Irány upp 1833. Smásjána fann /aeharias Jan- sen upp 1500. Gasljós fundu þeir upp 1786 Dundonald og Pikkel. Glóðarlamp- ann fann Auer upp 1801. Skipsskrúfuna fann Ressel upp 1812. Fyrstu póstkort voru gefin út í Austurríki 1860. Oryggislampa í námum fann Davy upp 1815, en 1882 fann Wolf ]>að upp að hafa 'benzín til eldneytis í llömpunv þessunv. Sykurgerð úr rófum fann Marg- graf upp 1747. Kerti. 1818 fann Bracounot upj) að stevpa kerti vvr stearin, og 1837 fann Selligue ui>]> að steypa þau úr parafin. Hengibrýr fann Finlay upp að Mviíða 1706. Saumavjelina fann Duncan ii]>]> 1807. Úr og klukkuL Vatnsúr voru fundin ii]>]> hjá Assyriumönnum 600 árum fyrir Krist. Sólúr fann Anaximander upp 560 árunv fyrir Krist. Klukku með lvjólum fann Pacificus von Verona upp 850. Klukku með lóðum fann Sylvester páfi upp 080. Slagklukku fann Westminsterhall ii]>]> 1288. Vasa- úr fann upp Peter Hennlein í Niirnberg árið 1500. Rafmagns- klukku fann Steinheil ujvp 1830. Ljósmyndun fann Daguerre ii]>|> 1830, og ári seinna fann Talbot upp aðferð til ]>ess að taka ljós- myivdir á pappír. 1880 fann Good- win Eastman upp ljósmyndafilm- iin a. A: Veistu að ]>að eru til tvenns konar trúlofanir? B: Nei, segirðu satt? A: Já, sumar enda vel, en aðrar nveð giftingu. Jón mætir ktinningja sínum, húsasmið, á götu og er hann drag- lvaltur. — Ilefirðu meitt ]>ig .' spurði Jón. — Já. Hvernig vildi |>að til? —- Jeg datt niður af þaki. — Er ]>að ekki hræðilegt að detta þannig? — Onei, ]>að var nvi ekki svo vóðalegt að detta, en það var vont að konva niður. Nonni: Jeg á að kavvpa eitt, kíló af snvjöri og tvö kíló af sykri. Kaupmaður: Hefirðu nokkura ]>eninga, Nonni? — Nei, við skuldum hjerna áð- ur, og svo á jeg að fá rúsínur fyrir afganginn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.