Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1933, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1933, Side 6
130 LESBÓK IdORGUNBLAÐSTNS er við nálguðumst hann, að ó- mögul^gt var að koinast þar upp, vegna rnargra og ægilegra sprungna í harðfenninu. Fórum við þá að hnjúknum að austan, en þar varð engum uppkomu auð- ið Er þar fimtíu til hundrað metra liátt standberg úr ijós- gráu, straúmlögóttu líparíti, með móleitum skellum hjer og hvar. (Sýnishorn af berginu hefi jeg gefið náttúrugripasafninu, og geta menn sjeð það þar.) Að því búnu fórum við norður fvrir hnúkinn og komumst þar upp. Allmiklar sprungur voru þar, en minni en að sunnan. Gátum við sneitt á milli þeirra með því að fara marga króka- Hnúkur- inn er afarbrattur þarna, og ef nýfallinn snjórinn, sem var noltk- uð þjettur, hefði ekki verið, hefð- um við alls eklcj komist upp, þvi ómögulegt var að fóta sig á harð- fenninu. / Hvannadalshnjúkur er liæstur á austurbrún, þar sem standbergið py undir, en snæþöktum kollinum liallar til vesturs. Enn þá var bjart veður. En þokubólstrarnir ultu áfram eins og gráir hngttir rjett neðan við jökulinn í vestri. Yið vorum ofan við alla þoku, ,.í himinblámans fagurtærri lind“. Sólin helti geislaflóðj yfir fann- hvítar jölculburgur, og við vorum komnir „upp á fjallið og upp á hæsta tindinn“. Klukkan var tólf á hádegi. — Fimm klukkustundir höfðum við verið á leiðinni frá Fagurhóls- mýri og upp á Hvannadalshnúk. Hvílíkt útsýni! Stærsta jökul- breiða norðurálfunnar lá fjTÍr framán okkur eins og útbreitt landabrjef. Fannlivít flatneskja með risavöxnum miallabungum, Þarna var ísöldin enn í dag. A brún Vatnajökuls í hánorðri feygðu Kverkfjöll sig upp yfir jökulbreiðuna og sýndust fagur- blá. Kolsvört klettabelti gægðust upp úr gaddinum á Vatnajökli skamt norðaustan við Oræfajökul. Það voru Máfabygðir. Nokkru f.jær í sömu átt, í víð- áttumikilli lægð á jöklinum, gat að líta hliðina á hinum langa og skörðótta fjallgarði — Esjufjöll- um. Svo langt sem augað evgðj í norðaustri, liinum megin við allar fannabungur, bar Snæfell við ský, hátt og tignarlegt, með jökulhúfu á kollinum. Svo hátt gnæfði það yfir hina hvítu eyðimörk, að sjá mátti ofan í snjólausar hlíðar þess. A suðurbrún Vatnajökuls báru ótal tindar langt yfir jökulbreið- una. Ofan á milli þeirra teygja sig skriðjöklar, stórir og smáir, ofan á láglendið. Fram undan þeim brjótast jökulárnar, straumharð- ar, vatnsmiklar, hættulegar, og valda því að mikill meiri hluti Austur-Skaftafellssýslu er auðnin ein. Skeiðarársandur sást allua- ágæt- lega. Þetta ferlega tákn |)ess, hvað jökulárnar í Austur-Skafta- fellssýslu geta spilt landinu . og haldið ])ví í auðn. Ftsýnið um Vestur-Skaftafells- sýslu var ekki gott vegna þoku- bólstra og móðu, sem lá yfir landinu. I norðvestri eru fannabungur Vatnajökuls langhæstar og hrika- legastar. Byrgðu þær fyrir alt frekara útsýni í þá átt. A Hvannadalshnúki var enn þá logn og sólskin. Klukkan rúm- lega tólf á hádegi var þriggja stiga frost í forsælu (um líkt levti var fjórtán stiga hiti á Fag- urhólsmýri); , Þokubólstrarnir höfðu nálgast og stækkað. Þeir fyrstu voru að komast upp á Vatnajökul norð- fn við Öræfajökul, en aðrir.voru á fleygiferð niðri í fjallaskörð- unum. Við kviiddum nú þá fegurstu íjallasýn, er við nokkru sinni höfðum augum litið, o<r gengum ofan af Hvannadalshnúlti. Á Öræfa.jökli, klukkan tæpt tvö var frostlaust, þvkt loft og byrj- að að kula á vestan. Brátt hvesti og fór að fenna. Og ekki vorum við komnir nema skamt suður fyrir Hvannadalshnúk, er hann hvarf alveg sjónum okkar. Hnapp- urinn og Rótarfjallshnúkurinn, tindarnir á suðurbrún Örábfajökuls hurfu líka og hríðairbylur var skollinn á. í Japan Þegar inflúensan geisaði þar í vet- ur gekk fólkið í stórborgunum með grímu fyrir andliti, eins og sjá má á móðurinni hjerna og barninu hennar. Lausamjöllin á hájöklinum geymdi enn þá slóðina okkar frá morgninum. En hvað myndi það verða lengi ? Þess meira sem fenti, því erfið- ara var að fylgja slóðinni, og loks týndum við henni alveg. Við sáum þó móta fyrir henni aftur við og við. Þegar við vorum komnii' fram- an í jökulbrúnina var komin blevtuhríð, sem brevttist smátt og smátt í rigningu. eftir því sem neðar dró. Óteljandi jökulsprungur, sum- ár margra mannhæða djúpar, urðu á vegi okkar. Fengum við báðir. áður en við komumst á auða jörð. að revna það, livernig er að falla í þær, því vfir sumar þeirra liafði skeflt. Kom þá kaðallinn, sem bundinn var milli okkar, að góðu haldi og varð okkur ekkert meint við. Eftir því sem við nálguðumst meira jökulröndina varð vcður sæmilegra, og bjart að sjá niðri í bygð. En fyrir ofan okkur var að sjá. sama veðrið og áður. Ekki urðum við varir við neitt dýralíf uppi á jöklinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.