Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1933, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1933, Blaðsíða 1
34. tölublað. Sunnudaginn 3. september 1933. VIII. áxgangur. Í—fuldarprent»mtdJ» h.f. Örlög Hssyríumanna. Er þjóðin að verða aldauða? Fyrir skömmu birti enska slórblaðiö »Times« þá fregn, að Kúrdar og Iraksmenn hefði brytjað niður Assyriumenn eins og hráviðb skamt frá þorpinu Simel, 60 km. norðan við Mosul. Breskur liðs- foringi, sem kom þar aö á eftir, segir að ö/l Assyríuþjóöin sje skelfingu lostin. Hann kveðst hafa talið á vegi sinum 315 Assyriu- menn vegna, en samkvœmt seinni frjettum hefir blóðbaðið verið miklu meira. Stjórnin í Irak hefir beðið Englendinga afsökunar á þessu og staðhœft, að Assyriumenn hafi leyfislaust ráðist vopn- aðir þar inn l landið og gert áhlaup á hersveitir Irakbúa. Megi þeir því sjálfum sjer um kenna. — Hjer fer á eftir forsaga þess- ara óeirða og skýrt frá tildrögum þeirra, og hinum merkilegu þjóðflutningum Assyríumanna. Þegar fulltrúar liinna vestrænu J)jóða sátu á ráðstefnu í London vorið 1920, til þess að ræða um hvernig ætti að fara með Tyrki, kom þangað erindreki frá hinum kristnu Assyríumönnum. Það var kona, lafði Surma d’Mar Shimun, og var hún fyrsta konan, sem breska utanríkisráðuneytið tók á mót.i sem þjóðarfulltrúa. Assyríumenn höfðu verið sam- herjar Breta í lieimsófriðnum, minstu samherjarnir, og af skýrslu þeirri, sem lafði Surma gaf, fengu Bretar að vita um hvernig komið væri fyrir þesvsari minstu banda- þjóð sinni frá ófriðarárunum. Þjóð J>essi, sem kallar sig Ass- vríumenn, og heldur J>ví fast fram að hún sje afkomandi hinna fornu Assyríumanna, átti heima i fjöll- Mum í Kurdistan. Hún var ineðal hinna fj'rstu þjóða, sem tók kristna trú. Síðan hefir hún haldið fast við forna þjóðsiðu, lifað út af fyrir sig og ekki viljað blandast þeim þjóðflokkum, sem lieima áttu í grend við liana. Æðsti maður þjóðarinnar var erkibiskup, og gekk sú tign í arf frá föður til sonar. Lafði Surma var systir J)á- verandi erkibiskups. Fyrir striðið voru Assyríumenn að nafninu til tyrkneskir }>egnar, en þeir voru að mestu leyti sjálf- stæðir. Þegar styrjöldin mikla stóð og Tyrkir gengu í lið með Miðveldunum, urðu liynflokkarnir í Kurdistan að ákveða með hvor- ur þeir vildi vera. Tyrkneska stjórnin hjet þeim öllu fögru, ef Jieir vildi vera sjer trúir. Og hjer um bil allir kynflokkar Kúrda gengu í lið með Tyrkjum. En þegar Assyríumenn frjettu ]>að, að Tvrkjastjórn hefði boðað „heilagt slríð', það er að segja trúarbragða stríð, þá ákváðu Assyríumenn að rísa öndverðir gegn þeim. Þeir sendu hjálparbeiðnir til Rússa, en Rússar veittu þeim enga li.jálp. Kúrdar og tyrkneskar hersveitir íjeðust }>á á Assyríumenn hvað cftir anuað, en þeir voru vél vopn- um búnir og tókst þeim í hvert, skifti að hrekja ^Lrása rliðið af höndum sjer. Assyríumenn stóðu . líka vel að vígi. Þeir áttu heima í fjöllunum og fjöllin voru sem besta vígi og afar erfitt að sækja þar að. Bróðir erkibiskupsins var um }>ær mundir í Miklagarði við nám. Tyrkir tóku hann höndum og heldu lionum sem gisl, ineðan }>eir áttu í samningum við Assyríu- menn, en er samningar fóru út. um þúfur, var hann drepinn. Kúrdar og Tyrkir lieldu áfram sókn sinni á hendur Assyríumönn- um og liröktu þá lengra og lengra inn á milli fjallanna. Bólstaðir Kort af Irak.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.