Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1933, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1933, Blaðsíða 7
LESBÓK JkJEGUNBLAÐSlNS ember 18!)8. Skömmu síðar kvænt- ist liann æskuvinu sinni.Þau reistu bú, eignuðust inörfr börn ofr efn- uðust vel. Að því leyti fjekk alt vel, en þrátt fyrir það hvíldi það sem skufrpri á Will, að hann liafði verið dæmdur fyrir morð. En svo var það árið 1917, að enn breyttist sa«-an. Eins ojr kunn- uf>t er. eru í Ameríku óteljandi trúarbragrðaflokkar.Árið 1917 kom upp í Mississippi trúarvirifrlsflokk- ur, o§r var það meðal annars ein af skyldum safnaðarmanna, að við- urkenna syndir sínar opinberle<ra. A einum fundi skeði það, að fcamall maður, Joe Beard, <rpkk frarn til þess að vitna, op: kvaðst í mörg ár liafa orðið að bera! þunga ógurlegrar syndar. Meira sagði liann ekki þá, en skömmu seinna veiktist hann hastarlega og á banabeðinum meðgekk hann jictta: Árið 1893 höfðu fjórir menn úr fjelagsskap Hvíthöttá komið saman á fund, til þess að ræða um hvað ætti að gera við Bucldey, sem þá ætlaði að Ijósta upp leyndarmálum fjelagsskapar- ins. Þrír þeirra, sem elstir voru, ákváðu ]iað, að hann skyldi drep- 'nn. Fjórði maðurinn, Will Purvis, sem þá var aðeins 19 ára gamall, neitaði algerlega að vera með í })ví, og sagði, að ef þeir ætluðu ”ð láta verða af þessu, mundi hann þegar segja sig úr fjelags- skapnum. Joe Beard bar enn frem- ur að hann og annar maður, Thurnhill að nafni, hefði framið irorðið og ætlað líka að drepa bróður Buckleys og Svertingjann. Á þennan hátt kom sannleik- urinn að lokum í ljós. Joe Beard dó svo, að ekki var hægt að yfir- hej>ra hann, og vegna þess, að sjerstök lög eru í Mississippi um livað hvenær eigi að taka mark i framburði deyjandi manns, var ekki gerð rekistefna úr þessu. En Tornhill gerðist einsetumaður úti í skógarkofa, og þótti jafnan und- arlegur cftir þetta. Allir þóttust vita, að hann væri sekur, en Will saklaus. Og árið 1920 veitti fvlk- isþingið Will 5000 dollara skaða- bætur fyrir meðferðina á honum. Tilvonandi kóngur? Ríkasta kona í heimi, Barbara Ilutton — nú prinsessa Mdivani — hefir nú í hyggju að eyða Woolvorth-miljónunum í herferð til Georgíu og gera mann sinn, prins Mdivani (sem sjest h.jer á myndinni) að konungi þar, svo að hún sjálf verði drotning. Eoosevelt, forseti Bandaríkjanna, hefir nú, sem kunnugt er, byrjað slahf sitt fyrir alvöru, til viðreisn- ar atvinnuvegum og fjármálum þjóðarinnar. Þó hann hafi miklum má.lum að sinna og í mörg horn að iíta, gcfur hann sjer altaf við og viði tíma til að taka sjer hvíld t!l að iðka sund og siglingar. Xýleg i var þessi mvnd tekin al nonuni. þar sem hann situr við stýrið á lystiskútu sinni. 271 Fornminjafunöur á Krít. Fyrir 30 árum fundu menn leyf- ar Völundarhússins á Krít, sem grískar sagnir segja um að The- seus Itafi farið í gegn um eftir bandhnoðu, og drepið þar inein- vættina Minotaurus. „Völundarhúsið“ var höll Minos konungs í Knossos á vestanverðri eynni. Þarna fanst mikið af fornmiii.j- um, sein sýndu að menning hafði verið þar á háu stigi áður cn Grikkir komu þangað, eða á tíma bilinu 300(1—1000 fyrir Krists fæð ingu. En það þótti merkilegt að ekki fundust neinar minjar þess- arar fornu menningar á austur- lduta eyjunnar, þótt mikið væri leitað. Austurhlutinn hefir þó ætíð verið frjóvsamari og þar meira þjettbýli en á vesturhlutanum. En nú nýlega liafa fundist merki legar fornminjar á austurhlutan- um og sýna þær að menning hefir verið þar á jafn háu stigi eins og í Knossos. Það var verið að gera veg h.já þorpinu Amari og rákust menn þá á rústir af fornri byggingu. Forn- fræðingar voru þá kvaddir þang- að og hafa þeir látið grafa þar upp rústir af stóru húsi sem er um 5000 ára gamalt, eða frá þeim tima er bronseöld byrjaði á Krit. í rústunum liafa fundist steinaxir, og mikið af fagurlega máluðum leirgripum. sem ekki gefa eftir leirgripunum. er fundust í „Völ- undarhúsinu“. Rjett hjá húsinu fundu menn helli. Er hellismunninn svo þröng- ur að rjett er hægt að skríða í gegn um hann. En er inn kemur er hellirinn víður og margir af- hellrar út úr honum. Þarna fanst ógrynni að skrautkerum og vopn- um úr steini og bronsi. Hafa það sennilega verið fórnargjafir til anda þess, er menn liafa trnað að ætti heima i hellinum. Margir þess ir munir eru hreinustu dýrgripir og bera vott um liámenningu á þeim tímum, er þeir voru gerðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.