Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1933, Blaðsíða 2
266 LBSBÓK MOBGUNBLAÐSINS þeirra í dölunum voru lagðir í auðn, kirkjur þeirra brendar og rœnt úr þeim dýrgripum þeim, sem Assyríunvenn segja að þar liafi verið. Veturinn 1915 var svo liarður jiarna uppi í fjöllunum, að Ass- yríumenn gátu ekki haldist þar við, 011 þjóðin, 70 þús. manna, afrjeð því að flytja sig, og fór yfir fjöllin til Urmi í Persíu. — Komst hún þangað lieilti og höldnu og tóku Persar vel á móti henni og buðu að hún skyldi vera þar fyrst um sinn. En Rússar sendu henni nú skotvopn og skotfœri. Þegar frá leið, byrjuðu Kúrdar og Tyrkir að gera innrásir í Per- síu þar sem Assyriumenn voru fyrir. Jafnframt þóttust Assyríu- menn sjá, að þeir gætu ekki treyst Persum til lengdar, því að þeir drógu taum trúbræðra sinna, Mú- hamedsmanna. Þess vegna lögðu Assyríumenn Urmi undir sig og komu þar á sínu gamla stjórn- skipulagi. Árið 1916 frjettu Assyríumenn það að breski herforinginn Offley Shore væri kominn til Kákasus til þess- að koma skipulagi á hersveitir Rússa þar. Leituðu þeir þá til hans, og hann gaf þeim viðurkenningu fyrir því, að þeir væri bandamann Breta í heims- styýjöldinni. Hann hjet þeim einn- ig hjálp undir eins og sjer liefði tekist að koma reglu og skipulagi á rússneska herinn. Hann fekk Hka komið því .til leiðar, að Kúr- dahöfðinginn Sinko gerði banda- lag við Assyríumenn. Sinko rjeði yfir dálitlu hjeraði á milli Umri og Armeníu. En þegar Rússar gáfust upp í stríðinu, leit Sinko svo á, að bandamenn hefði tapað og áleit því rjettast að ganga í lið með Tyrkjum aftur. Og með svikum ljet hann drepa erkibiskup Assyríumanna og fylgdarlið hans, sem komð var á fund hans til skrafs og ráðagerða út af hinu breytta viðhorfi. Stríðið milli Assyríumanna og Kúrda harðnaði stöðugt og vorið 1918 horfði illa fyrir Assyríu- mönnum. Þeir voru að verða skotfæralausir. Og þeir vissu vel hver forlög myndi bíða sin, ef þeir yrði sigraðir. Þegar allra verst horfði fyrir þeim — það var í júlí 1918 — þá sáu þeir alt í einn flugvjel koma til Urmi. Þetta var bresk flugvjel. Flugmaðurinn tilkynti þeiin, að frá Bagdad hefði Bretar sent riddaralið frá Ástralíu inn í landið, og það hefði tekið sjer bækistöðvar 250 kílómetra sunn- an við Urmi. Hann sagði enn- fremur, að ef þeir gæti náð sam- bandi við þessa herstöð, gæti þeir fengið þar gnægð skotfæra. Þá sendu AssyríUmenn þangað stóran hóp riðandi manna, og var það úrvalslið þeirra. Meðan þetta lið var fjarverandi, gerðu Tyrkir harða hríð að Ass- yríumönnum að norðan. Varð nú lítið um vörn af Assyríumanna hálfu, og innan skams liöfðu Tyrk- ir tekið TTrmi- Assyríumenn flýðu undan sem hraðast suður á bóg- irm. Öll þjóðin var á flótta, menn, konur og börn, en Tyrkir og Kúrdar sóttu fast á eftir. Urápu þeir hvern þann karlmann, sem þeir náðu í, en konur hertóku þeir. Assyríumenn týndu þá töl- unni þúsundum saman, og þegar beir náðu til Sain Kala. bar sem Ástralíumenn voru, hafði þjóð- flokknum fækkað úr 70 þúsundum niður í 50 þúsundir. Ástralíumenn komu þeim nú til hjálpar og unnu sigur á Tyrkjum og Kúrdum. En í -Sain Kala gátu Assyríumenn ekki sest að; þeir urðu að halda áf'ram lengra. T Bakuba voru gerð- ar búðir handa þeim, og þar dvöldust þeir í nokkur ár.- Þannig var komið þegar lafði Surma kom til London- Skýrsla hennar um kiör þessa þjóðflokks vakti þá mikla athvgli þar. og enska stjórnin. með Curzon lá- varð, utanríkisráðherrann, í broddi fvlkingar, ákvað að hjálpa Ass- vríumönnum. Það var ákveðið, að þeir skvldi aftur fá að flytjast til Hakkiari, þar sem þeir höfðu áður átt heima. En ráðstafftair og stjórnsemi Mustafa Keinals kom i veg fyrir þessa ákvörðun vest- rænu þjóðanna um það hvernig skipað skyldi löndum í Tyrkja- veldi milli hinna ýmissu þjóð- flokka. Það var ekki fyr en árið 1925 að vestrænu þjóðirnar gerðu friðarsamninga við Tyrki, og sain- I væmt þeim fengu Tyrkir full yfirráð vfir Hakkiari-hjeraði, en líkið Irak, sem þá var undir breskri vernd, fekk Mosul. — Tyrkir vildu alls ekki fá Assyr- íumenn inn í sín lönd, og var þeim því vísað til bústaða í Mo- sul. Eftir opinberum skýrslum voru þá ekki neiria 37 þúsundir eftir af Assyríumönnum. Meðan Bretar rjeðu lögum og lofum í Trak gekk alt. vel fyrir Assyríumönnum, því að enda þótt þeir væri herskáir og áleitnir, gerði þeim það ekki svo mikið til, Bretar hjeldu verndarhendi sinni yfir þeim. Og þegar Trak áfti að fá sjálfstæði, settu Bretar það ákvæði í samninginn við Feis- al konung, að Assyríumenn skyldi halda öllum rjettindum sínum þar í landi. Þetta var þó aðal-deilu- atriðið og lá við að samningar strönduðu á því. Stjórn Feisals konungs hefir jafnan haft horn í síðu Assyríu- manna. Hún var á móti því, að þeir fengi að halda vopnum sín- um og hafa sjálfstjórn — vera nokkurs konar „ríki í ríkinu“. Þar sem Assyríumenn liafa sest að, hafa þeir útrýmt Múhameðs- trúarmönnum, og það hefir ekki gert þá vinsæla, því að ætíð hafa Múhameðstrúarmenn verið ná- grannar þeirra. Assyríumenn telja sjálfa sig standa á hærra menn- ingarstigi, heldur en til dæmis Ar- aba, og eru ekki lausir við þjóð- ardramb og metnað. Má og vera, að þeir hafi verið hnakkakertari vegna þess, að þeir þóttust eiga Breta að baklijarli. 1 sumar fóru nokkrar þúsund- ir vopnaðra Assyríumanna inn í Sýrland, en þar hafa Frakkar yfirráð og eftirlit- Enn er ekki sýnt til hvers sú för var ger. — Sennilega hafa Assyríumenn þó ætlað sjer að nema nýtt land, betra og liaganlegra en það, sem þeim hafði verið skamtað áður. — Frakkar tóku vel á móti þeim, og afvopnuðu þá ekki, þrátt fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.