Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1933, Blaðsíða 6
m LE8BÓK M0RGUNBLAÐSIN3 stað. En það var ekki tekið mark á vitnisburði þeirra, vegna þess að þau væri ákærða of nákomin. 0g ekkert þýddi það heldur þótt Will særi og sárt við legði að hann væri saklaus. Það þótti ærin ástæða til dómfellingar að hann var hfvíthöttur. En það, sem rjeði þó baggamuninn var, að bróðir Buckleys kom fram í rjettinum, benti á Will og mælti: „Það var þessi maður sem myrti bróður minn!“ Þar með var^málið afgert, Hinn 5. ágúst 1893 var Will dæmdur til þess að hengýast hinn 7. febrúar 1894, og staðfesti hæstirjettur Mississippi þann dóm í október 1893. Að kvöldi hins 6. febrúar 1894 var Will fluttur til Columbia, en þar átti aftakan að fara fram op- inberlega daginn eftir. 1 býti þann dag fór (fólk að streyma þangað úr öllum áttum, til þess að sjá glæpamanninn hengdan. Og þegar Will gekk upp á aftökupallinn undir gálganum, stóðu þar þúsund- ir manna umhverfis og biðu menn þess með eftirvæntingu að söku- dólgurinn játaði afbrot sitt, En í staðinn fyrir það mælti liann hægt og stillilega: — Hjer takið þjer af lífi sak- lausan mann, en hjer eru staddir menn, sem glæpinn frömdu og vilji þeir ganga fram og kannast við það, þá verð jeg laus látinn. Meðan hann mælti þetta var snaran sett um háls hans, en prest- urinn, sem hafði búið Will undir dauðarxn, bað hátt svo allir heyrðu: — Drottinn, bjarga þú þessum saklausa pilti! Svo var höggvið á taug, pallur- inn, sem Will stóð á, fell niður — og vegna einhverra mistaka fell liann sjálfur niður með hon- um og sakaði ekki. Snaran reyrð- ist að hálsi hans. Þá brá áhorfendum. Rjett áður höfðu þeir hlakkað til þess að sjá hinn dæmda morðingja spyrna gálgahn. En nú fanst þeim sem Guð hefði felt annan dóm vfir hunuin / Will stóð þarna, bundinn á hönd um og fótum, en bindið var fallið frá augum haus. Hann hoppaði upp tröppurnar og mælti stillilega við dómarann: — Við skulum fá þessu aflokið hið fyrsta. Og þá ætlaði böðullinn að bregða snörunni um háls hans aftur. Kað- alspotti hafði dottið niður af pall- inum og aðstoðarmaður böðulsins kallaði til læknisins, dr. Ford: — Viljið þjer gera svo vel að rjetta mjer þenna spotta, læknir? Læknirinn var í þann veginn að gera það, en hætti við í miðju kafi, og nú kom nýtt hljóð í strokkinn. Allir vissu það að dr. Ford var svæsinn andstæðingur Hvíthötta. En hann hafði altaf álitið að Will væri saklaus. Og nú kallaði hann hátt og sagði að enginn maður mundi vilja rjetta böðlinum þenn- an spotta. —Það er búið að hengja þenna pilt einu sinni of oft, kallaði hann. Þetta breytti afstöðu áhorfenda. Að vísu hrópuðu nokkrir að Will skyldi hengjast, — Hengið hann; hann er sekur! En aðrir mæltu harðlega í móti. Þá hljóp presturinn, Sibley, upp á aftökupallinn. Varð þá und- ii eins steinhljóð meðal áhorfenda. Hann hrópaði liátt, svo að allir lieyrðu: — Þeir, sem vilja að þessi pilt- ur verði hengdur öðru sinni, rjetti upp hönd. Engin hönd kom á loft, Þá kallaði Sibley prestur aftur: — Þeir, sem eru á móti því, að Will Purvis verði hengdur öðru sinni, rjetti upp hönd. Oteljandi hendur komu á loft. Þá sáu þeir, sem athöfnina áttu að framkvæma, að í óefni var komið. Þeir höfðu skyldu til þess að fullnægja dómnum, en alt um kring þá voru þúsundir manna, sem nú voru jafn ákafar í það að fá Will lausan, eins og þær höfðu áður verið ákafar um það að fá að sjá hann hengdan. Læknirinn ráð- lagði sýslumanni að kalla á lög- fiæðing, sem þar var, Foxworth að nafni, og ráðgast um við hann. En lögfræðingurinn leit svo á, að ekki væri annað hægt en fullnægja fyrirskipun dómsins, og hún var sú, að „Will Purvis skyldi hengj- ast þangað til ekki væri líftóra í honúm“. Þá ætluðu þjónar rjettvísinnar að ‘fylgja fram þessari ákvörðun. En aftur greip læknirinn fram fyr- ir hendur þeirra. Hann spurði sýslumann hvað hann ætlaði að gera ef 300 áhorfenda vildu koma i \eg fyrir henginguna. Sýslumað- ur svaraði því, að hann hefði auð- vitað ekki bolmagn til þess að rísa öndverður gegn 300 manns. Þá lýsti læknirinn yfir því, að hann væri tilbúinn að fá 300 menn í lið með sjer. Og þá sá sýslumaður sitt óvænna, leysti fjötrana af Will og flutti hann aftur í fang- elstð- Þar með var lokið öðrum þætti þessa máls. Og nú tóku menn að fleila um það hvort hengja ætti Will eður eigi. Málið kom að nýju fyrir hæstarjett Mississippi, og hann feldi þann úrskurð, að maðurinn mætti ekki sleppa við hengingu, að eins vegna þess, að mistekist! hafði vegna klaufaskap- ar að hengja hann í fyrsta sinn. Og ekki gæti heldur komið til mála að breyta dauðadómnum í æfilangt fangelsi. Það yrði því að hengja „morðingjann“, og það skyldi gert 31. júlí 1895. Þessi var úrskurður hins stranga dómstóls. En almennings- álitið hafði nú algerlega snúist, og menn voru sárgramir út. af ákvörðun rjettarins. Því var það, að nokkrir menn tóku sig saman og rændu Will úr fangelsinu að- faranótt 31. júlí og fluttu hann á laun til bónda nokkurs, sem síð- an helt hann á laun. Skömmu síðar fór fram land- st.jórakosning í Mississippi. Sá um- sækjandi, sem hafði lýst yfir því, að hann mundi breyta dauðadóm Wills í æfilangt fangelsi, ef hann næði kosningu, var kosinn með yf- irgnæfandi meiri hluta. Þá gaf Will sig fram af frjálsum vilja. Var hann settur í fangelsi og át.ti að sitja þar æfilangt, en lífstíðar- fangelsið varð stutt. Tveim árum síðar lýsti bróðir Buckleys yfir því, að hann væri ekki alveg viss um það að Will hefði myrt bróður sinn, og sjer kynni að hafa skjöplast er hann bar það svo ákveðið fyrir rjett- inum. Þetta varð til þess, að „morðinginn“ var náðaður 19. des-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.