Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Qupperneq 1
43. tölublað. Sunnudaginn 5. nóvember 1933. VIII. áxgangur. .if.ildiárprentimiðjA h.f. Islendingur erlendls gerir garðinn frægan. Eftir Guðmund Jónsson skipstjóra. Jón S. Oddsson skipstjóri. Mjer hefir jafnan fundist það rjett og sjálfsagt, þegar einhverjir af sonum þjóðarinnar hafa getið sjer góðan orðstír og orðið landi og lýð til sóma, að þess sje getið opinberlega og á þeim stað, þar sem flestir geta kynst þvl Það gœti ef til vill orðið öðrum hvöt til þess að feta í fótspor þeirra manna, eða reyna að líkjast þeim sem mest í öllu. Einn þessara skörunga, sem mig langar til þess að kynna þjóð- inni nánar, er Jón S. Oddsson skipstjóri í Hull á Englandi. Hann er einn þeirra manna, sem sagt er um, að alt leiki í höndunum á þeim, hvað sem þeir taka fyrir. Það er sama hvort Jón er að vinna á þilfajri hin margbrotnu og erfiðu störf, eða liann stendur í lyftingu á skipi sínu og stjórnar því, hvort heldur er á fiskveiðum eða á siglingu um úthöfin. Jón Sigurður Oddsson er fædd- ur 12. desember 1887 að Ketils- eyri við Dýrafjörð. Er liann son- ur þeirra hjónanna Odds Gíslason- ar bókbindaira og Jónínu Jóns- dóttur, sem nú eru búsett lijer í bænum. Þegar Jón var hálfs ann- ars árs fluttust foreldrar hans frá Ketilseyri að Sæbóli á Ingjalds- sandi, og þar átti Jón heima í 18 ár. Hefir hann oft gaman af því, þegar hann er í kunningjahóp, að minnast á veru sína þar, á þeim árum eir liann var að stálpast- Var hann ekki hár í loftinu er hann fór að róa til fiska þar frá sand- inum. Oftast voru þeir bræðumir Jón og Gísli (seinast skipstjóri á „Leifi heppna“) með afa sinum liáöldruðum í þessum fiskiróðrum. Þeir heldu þá varla ár fyrir æsku sakir, en harm ekki fyrir ell ► Gæfan var þó með og alt gekk vel. Sextán ára gamall rjeðist Jón á þilskip þar vestra, því að hugur hans hneigðjst fljótt að sæförum. Hann átti því láni að fagna, að lenda hjá einum af okkar ágæt- ustu skipstjórum, Guðmundi Krist- jánssyni (nú skipamiðlara) á kútter „Volunteer" frá Þingeyri- Það sem Jón lærði í sjómensku á þeim tveimur ámm, sem hann var ineð Guðmundi hefiir reynst hon- um góð undirstaða að lifs.itarfi lians. Sannast hjer sem oftar, að lengi býr að fyrstu gerð. Er það mjög áríðandi fyrir unglinga, sem velja sjer þessa lífsbraut, að hitta fyrir góða kunnáttumenn og læra sem mest af þeim. Má því segja að Jón hafi fengið góða skóla á unga aldri, þar sem eru áhrifin frá góðum foireldrum og handleiðsla hins ágæta skipstjóra og sjóinanns.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.