Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Blaðsíða 3
liverju sem gengur, hin sama alúð í viðmóti við hvern sem er, hvort hann er hátt eða lágt settur í mannfjelagsstiganum. — Hefir Jón því áunnið sjer virð- ingu og velvilja allra þeirra, sem við liann þurfa að skifta, eða hon- um hafa kynst. Jeg liefi oft orðið var við það, við að umgangast ýmsa vel virta menn í Englandi, þá, sem þekkja Jón Oddsson, að það er eins og jeg hafi notið góðs hjá þeim fyrir það að vera landi hans. Hafa sumir þeirra jafnvel Jiaft orð á því, að við Islendingar værum að mörgu leyti betur gefn- ir en aðrar þjóðir í öllu því, sem betur má fara, en því miður hefi jeg ekki getað teldð undir alt það hól. En gaman er að vera sá gæfu- maður, að geta lialdið slíku áliti á þjóð sinni, eingöngu fyrir fram- lcomu sína meðal erlendra manna. Og jeg verð að halda því fram, að það eru fleiri en jeg, sem liafa notið góðs. af framkomu slíkra manna. Þjóðin iill nýtur l'æði l>einlínis og óbeinlínis góðs af því að eiga slíka syni. Sem eitt dæmi þess mætti minnast á út- gerð Hellyers í Hafnarfirði. Hafði Jón mælt vel með því fyrirtæki áður en til þess var stofnað. Hann var þá starfandi hjá þeim Helly- ers-bræðrum. En þótt útgerð þessi yrði endaslepp, gerðj him mikið gagn meðan hún stóð, og munu Hafnfirðingar lengi minnast þess. Kona Jóns heitir Ethel og hefir hún reynst honum samhent ■ öllu. Heimili þeirra, sem er í Hessel, þorpi utan við Hull, er prýðilegt í alla staði og má þar á öllu sjá skörungskap húsfreyjunnar. En þó mun það mál þeirra hinna möirgu íslendinga, sem verið hafa gestir þeirra hjóna, að meira beri á íslenskum brag á heimilinu en enskum og hafi húsbóndinn sett sitt mót á það. — Nú hefir hann Guðmundur verið giftur í 18 ár, og enn situt liann hei'ma hjá lconunni á hverju kvöldi. Það getur rnaður nú kallað ást! — Nei, það er gigt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Rímleikar Eftír Böðvar frá Hnífsdal. Ef blaðað er í rímum sjást iðu- lega visur, sem eru afar dýrt kveðnar. Flestar slíkar er hægt að sjá í „Safni til bragfræði íslenskra rímna að fornu og nýju“, eftir sjera Helga Sigurðsson, útgáfu í Keykjavík 1891. Bragfræði sú sýnir á þriðja þúsund afbrigði rímnahátta, en víða er þar mjótt á mununum, finst ekki, nema við nfína athugun. Vísur þær, sem dýrastar finnast, í rímnaháttum, eru eklcert annað en orðþrautir, leikur að rími. Rímnaskáldunum var að því niikill styrkur að geta notað allar mögulegar og fult eins oft ómögu- legar kenningar, jiegar um slíkar þrautir var að ræða. Maður dáist líka fremur að orða- leiknum en efninu hjá þeim, því að efnið, það er vandfundið. Þess vegna er best að þreyta sig ekki á árangurslausri leit að efni í rímleikum. 339 1. \ Hringhend sljettubönd. Felið, smjúgið, nartið, — nei. Náðum bviið trygðir. Stelið, ljúgið aftur ei, iðkið trúar dygðir. Eða: Dygðir trúar iðkið ei, aftur ljúgið, stelið. Trygðir búið náðum, — nei. Nartið, smjúgið, felið. 2. Hringhend, þráhend sljettubönd. Bresti kvíði, glaðni geð. Gestur blíðu fyndi, hesti ríða meyju með, mesta lýða yndi. 3. Stöguð, aldýr sljettubönd Sjáðu, Ijáðu hljóða hljóð, hljóða tijóðum góðum, fáðu, dáðu ljóða ljóð, Ijóða fróðum þjóðum. 4. Þráhend. hringhend, aldýr sljettu bönd. (Sagnir) Vinda, sníða, sjúga, sjá, synda, ríða, stökkva, Mynd þessi er af 2. flokk knattspyrnufjel. Valur, er sýnt hefir á- gæta leikni. Flokkur þe.ssi vann haustmót 2. flokks síðast. — Nöfn knattspyrnumannanna (talið frá vinstri) eru í efri röð: Magnús Bergsteinsson, Runólfur Sæmundsson, Sigurður Ólafsson, Egill Krlst- björnsson, Gísli Kærnested, Arni Sigurjónsson. í neðri röð: Þórar- inn Þorkelsson, Olafur Gamalíelsson, Gunnar Stefánsson, Sigurður Steinsson og B.jörgólfur Baldvinsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.