Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Blaðsíða 4
34Ö binda, hýða, Ijxiga, ljá, lynda, skríða, brökkva. Einna verst viðureignar er það afbrigði sljettubanda, sem „af- dráttur“ nefnist. Yerður þá vísan að vera kveðin sem aldýr sljettu- bönd, en síðari hluti hennar skal vera gerður af fyrri hlutanum, með því að taka fyrsta samhljðða framan af hverju orði. 5. Afdráttur, sljettubönd. Brenra sárin, kvíða kvein, kveður drotna lijörðu, renna árin, víða vein veðnr rotna jörðu. 6. Afdráttur, hringhendur, þráhendur. (Sagnir). Geltir, skrækir, svíkur, sver, sveltir, hrækir, flýgur, eltir, krækir, víkur, ver, veltir, rækir, lýgur. Ef sögnunum í þessari Ö. vísu er breytt í nafnhátt, verður vísan afdráttur í þeirri bragætt rímna, sem sjera Helgi kallar „hrynj- andi“. 7. Hrynjandi afdráttur. Þungur, svikinn, grisinn, grðinn, greiður, smáður, fljótur, ungur, vikinn, risinn, róinn, reiður, máður, ljótur. 8. Þráhendur áttþættingur, Rímnaþáttu rekja mátt, rímur lá.ttu heyrast brátt, rímnaháttu reyndu þrátt, rímum áttu betra fátt. Alt er þetta leikur að rími. Það æfir menn í hagmælsku og ís- lensku máli yfirleitt, orðaforða, að fást við dýrt rím, en þeir mega ekki kippa sjer irpp við það; þótt lítið vit sje í vísunum. Bestu hagyrðingum rímnaaldar- innar skrikar fótur á því svelli eins og hverjum öðrum. Þannig er dæmið um afdrátt sljettubanda í bragfræði sjera Helga, 587. vísa í 5. bragætt, bls. 124: — LESBÓK MORGtTNBLAÐSÍNS Sprettur blygða grasið gramt, greinir hlýða falda, prettur lygða, rasið ramt, reynir lýða alda. Og sjálfsagt hefir liann notað bestu vísuna, sem hann þekti með þe.ssari kveðandi, fyrir sýnishom. Hjer er eitt dæmi sljettubanda, sem sjera Helgi segir um, að þar sje meira hugsað um hinn dýra braghátt en vit í efninu, sje og hið fyrra oftast aðaltilgangur háttalykla- Þessi sljettubönd kall- ar hann, al- og eins-sneidd, nema í 1. og 3. rímlið, samhend, aldýr o. fl.: — llnglið svinglar þöngluin þá, þenglar töngla’ á rangli, tunglið dinglar önglum á, englar söngla’ á stangli. Jú, ekki vantar það, að dýrt sje kveðið; en að öðru leyti minnir það helst á þjóðsöguna um kölska, sem orti þennan fyrri helming: Horfðu’ í þessa egg, egg, upp í þetta tungl, tungl. Átti kölski að £á sál prestsins, ef hann gæti ekki botnað þetta. En það var klerkiir, sem botnaði: Hæri jeg þig með legg, legg, lýð, sem hrærir, ungl, ungl. „Þetta er nú enginn skáldskap- ur, Sæmundur minn“, sagði kölski — og fór. Strax og losað er um hönd hins dýrasta ríms, er hægara að koma einhverju efni að, einhverri mein- ingu. 9. Hagkveðlingaháttur. Drýpur blóð úr dagsins und, dofna hljóð um sæ og grund, nóttin góða, gull í mund, gefur ljóðasmið um stund. Hverful sýnast gleðigjöld, gæfa mín var þúsundföld. Minnast þín jeg mun í kvöld, meðan skína loftsins tjöld. Þjer jeg unni, þín jeg naut, þá við runnum eina braut, út er brunnið alt, sem hlaút, ást við kunnugleika þraut. 10. Hringhenda. Fer sem vill, en hlekk um liáls hvergi stilla kunni, breytt’ ’eg illa, brýst nú frjáls burt úr spillingunni. Lítill vandi’ að vinna lönd, verri fjandi’ og stærri, að stýra gandi sterkri hönd, stefna sandi fjærri. Aukist hregg má auka gát öldu veggja safni, aldrei legg jeg ár í bát, ísinn hegg frá stafni. Geymd skal ylgja iðrunar, allar fvlgjur slíkar, uns þá bylgja æskunnar ellidylgjum flíkar. Loks, nær þinur æfi er út úr skiui dreginn, englavinur orna mjer eflaust — hinumegin. 11. Hálfdýrt stuðlafall. Leysti festar, leiði besta gerði, sigldi fleyi’ um saltan mar stiður um eyjar. — Lenti þar. Hitti gamlan, hákarls svamli van- an, fornan víking vers og lands, vel mjer líka sögur hans. Hann mjer segir, hvernig vegir lágu, yfir bláan öldugeim, er „þann gráa“ sóttu heim. Þá var löngum leið í ströngu brot- in, röggsemd liert og róið djarft, rommið sterkt og skapið hart. 12. Svo sem háttur var rímnaskálda, skal að lokum kveðja með einni vísu, ljóðstöfun fljettubanda, o. s. frv.: Fór í ljóði forna slóð fræða, veikum mætti. Kveð jeg góða kvæða þjóð, kvæða leikurn hætti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.