Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Síða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 342 Jonas Lie. Á morgun eru 100 á; síðan hann fæddist. Jonas Lie. Jónas Lauritz Lie fæddist 6. nóvember 1833 á Eker lijá Hauga- sundi. — Faðir hans, Mons Lie var málafærslumaður og fluttist liann nokkrum árum seinna til Tromsö og var skipaður bæjarfó- geti þar. Móðir Jónasar var ættuð frá Norður-Noregi og voru þau lijónin talsvert skyld. Þegar Jónas Lie var 13 ára fluttist faðir lians til Sunnhörða- lands og tók þar við sýslumanns- embætti. Var Jónas nú sendur til Frederiksværn og átti að gera hann að sjóliðsforingja. En hann fór aldrei nema eina ferð á her- skipi og eftir það var hann settur í latinuskólann í Bergen og síðan í Kristiania. Þar var hann sam- tíma þeim Björnson, Ibsen og Vinje. Hann varð stúdent 1851 og lauk lögfræðisprófi 1858. Árið eft- ir settist, hann að í Kongsvinger sem málafærslumaður. Árið 1859 kvæntist hann frænd- konu sinni Thomasine Henriette Lie og kom tengdafaðir hans hon- um í kunningskap við A. B. Sta- bell, forstjóra norska Kreditbank- ans. Varð það til þess, að Jónas Lie steypti sjer inn í timburbrask, sem þá var í algleymingi í skóg- ar hjeruðunum í Austurdal. En það endaði með ósköpum og 1868 fluttist Jónas sem öreiga maður til Kristiania og hugðist hafa þar ofan af fyrir sjer með ritstörfum. Hafði hann þá gefið út ljóðabók fyrir tveimur árum og skrifað margar greinir í blöðin, aðallega um utanríkismál. Nú skrifaði hann um langt skeið grein í laugar- dagsblað „Morgenposten", og fekk hann 12 krónur í ritlaun fyrir hveirja grein. Greinar hans voru fjörugar og fullar af nýjum hug- myndum, sem oft voru aðeins skýjaborgir. Var blaðamenska lians mótuð af hinu einkennilega samblandi af ímyndun og veru- leika, sem einkent hefir skáldskap hans. / Um jólin 1870 kom út skáld- saga hans „Den Fremsynte“ (Da- víð skygni) og gerði hún hann frægan á svipstundu. Fekk hann mi fjárstyrk, ferðaðist til Róm og á næstu árum gaf hann vit „Skild- i'inger og Fortællinger fra Norge“ og „Tremasteren Fremtiden eller Liv Nord paa“. 1874 kom út hin ógæta saga „Lodsen og hans Hustru“ með meistaralegum lýs- ingum á sjómannalífi og mann- eðli. Þetta ár veitti stórþingið honum skáldalaun og helt hann þeim til æfiloka. Rak nú liver bókin aðra og yrðj of langt mál að telja þær allar. Þó má geta um „Livsslaven“, Familien paa Gilje“, „En Malström“, þar sem fram koma endurminningar hans frá timburbraskinu, „8 Fortællinger“ (þar á meðal hin ágæta smásaga, Tobías slátrari), „Onde Magter“, „Trold“, sem allar hafa notið mik- illa vinsælda og gert höfundinn frægan. En ekki tókst honum eins vel með leikrit sín. Það var aðeins eitt þeirra, „Lindilin“, (samið upp úr einni sögunni í ,,Trold“), sem nokkrum vinsældum náði. Jonas Lie andaðist 5. júlí 1908. Hann er talinn með fremstu skáld- um Norðmanna, og á þann heiðurs- sess skilinn. Öll ritverk hans hafa þrisvar sinnum verið gefin út í heildarútgáfu. — Hvernig líst þjer á þessa, sem leikur á fiðluna? — Hún minnir mig á Gretu Garbo. — Hvemig þá ? Ekki kann Greta Garbo að leika á fiðlu. — Það kann þessi ekki heldur. Fyiir kvenfólkið. VII. Feitt andlitshörund — nabbar á nefi og höku. Jeg verð fyrst að taka það fram, að seinna mun jeg skrifa grein um bólur í andliti, en það er að- allega læknanna að gera að þeim. Það er tiltölulega sjaldan að ungar stúlkur hafa hinar leiðin- legu bólur í andliti, nema því að- eins að hörundið sje of feitt. En svarta nabba geta menn fengið, hvort sem hörundið er þurt eða feitt. Og oft kemur það fyrir að fituútsláttur er aðeins sums stað- ar á hörundinu en það annars vstaðar þurt. Þegar hörund smitar, stafar það af því, að of mikil fituútférð er um svitaholurnar, og getur hún orðið svo mikil, að svitaholurnar stíflist og þenjist út. Fitan dreg- ur í sig ryk úr loftinu og verður svört. Þannig myndast hinir svörtu ,nabbar. Það eru nóg meðul til þess að gera hörundið þurrara og einnig er hægt að dylja nabbana, en hörundið læknast ekki á þvi, og verður bæði líflaust og litlaust við notkun þeirra meðala. Best væri, ef menn gæti leyft sjer það, að nota hvað eftir annað aðferð Dr. Jaquet, því að hún læknar hörundið á skömmum tíma. En fyrir þær konur, sem ekki geta notið þessarar lækningar, eru þó til önnur ráð. Besta ráðið er, að bursta á hverju kvöldi þá hör- undsbletti, sem em smitandi og með nöbbum. Notar maður til þess mjúkan bursta, sem difið er ofan i heitt vatn, sem ein teskeið af borax hefir verið uppleyst í. (Þó verður að bursta mjög gætilega í fyrstu). Þessi burstun örfar starf svitaholanna og gerir hörundið þurt. Einu sinni í viku, og sjaldn- ar þegar manni fer að batna, má þrýsta nöbbunum út úr hörund- inu með hreinni rýju. Eftir hverja burstun má bera dálítið af nærandi smyrslum á hiiðina og nudda þeim vel inn í hana, svo að hún verði ekki of þur, og ómjúk. En eftir nokkrar mínútur verður að þurka af húð- inni gljáa smyrslanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.