Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1934, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1934, Blaðsíða 1
Dapurleg 1ó’ í Frakklandi: JárnbrautarslYSiö á aðfangadagskvöld. Á aðfangadag jóla var dimm þoka um alt Mið-Frakkland og varð hún dimmari og dimmari eftir því sem leið á daginn, svo að hinn mesti ruglingur komst á alla umferð á járnbrautum, götum og vegum. Á hinum stóru Boulevörðum í París var alt í einni bendu og bílum og strætisvögnum var rað- að í mílulangar strollur alla leið frá Concordetorgi til Lyon-járn- brautarstöðvarinnar. Á Rue de Lafayette, sem nær frá Operutorg- inu til Gare du Nord og Gare du L’est var þröngin máske enn þá verri. Þar höfðu strætisvagnarnir lent inn í mannþyrpinguna og liöktu þar áfram. Á öllum götu- hornum hafði myndast óleysan- leg benda af fólki, sem ætlaði í allar áttir. Margir voru að missa alla stillingu og börðust áfram. Það voru ekki nema 10 mínútur þangað til járnbrautarlestin, sem þeir ætluðu með, átti a& leggja á stað, jólalestin, sem við voru bundnar vonir og tilhlökkun um nokkurra daga frið og gleði fjarri skarkala borgarinnar.---------- Á öllum járnbrautarstöðvum voru lestir fullskipaðar fólki, venjulegar lestir og hraðlestir hver innan um aðrar. Þokan var svo dimm, að það var með naum- indum hægt að sjá ljósmerkin — stöðvunarmerki og burtfararmerki Svo skreið lest hægt út í þokuna, einni klukkustund eða tveimur eftir áætlun.-------- Óhappalestirnar. Hjá 11. palli á Gare de L’est stóð ein jólalestin og beið þess að komast á stað. Það var hrað- lestin til Nancy, eimvagn og gaml- ir farþegavagnar iir trje, sem teknir voru í notlcun vegna jóla- annanna. Það var naumast hægt að snúa hendi nje fæti í vögnun- um, ánægðir fjölskyldufeður, með konu og börn, hermenn, er höfðu fengið orlof, sjómenn, sem ætluðu að vera heima hjá ástvinum sín- um um jólin o. s. frv., alt var þar hvað innan um annað. Nancy-lestin átti að leggja á stað kl. 17,49, en hún komst ekki a stað fyr en kl. 19,30. Hjá 3. palli á sömu stöð stóð önnur lest, sem átti að fara sömu leið. Það var hraðlestin til Strass- burg, ein af hinum hraðskreið- ustu, 5 langir „boggie“-vagnar úr stáli og fremst risavaxin eimreið. Kl. 18,16 átti hún að leggja á stað, en hún var enn kyr, er Nancy-lestin fór másandi og skrölt andi út úr stöðinni. Tíu mínútum seinna var hrað- lestin ferðbúin. Hin mikla eimreið skalf og nötraði undan átökum gufuvjelarinnar. Kyndarinn stóð nakinn að beltisstað fyrir framan ómettanlegt bálholið og mokaði á kolum. Lestarstjórinn rýndi út í þokuna — jú, þarna kom græna ljósið, burtfararmerkið — — alt var í lagi. Brátt var lestin konún út á aðalbrautina til Meaux. Hraðinn var aukinn, 50—60—70 km. —80 —90—100 km. Það glumdi og brakaði í járnbrautarteinunum. 110 km. og hámarkshraða er náð. Lestin verður að vinna upp það sem hún er orðin á eftir áætlun. Nancy-lestin heldur líka áfraln á fullri ferð. Hinir gömlu trje- vagnar hökta og skrölta óþægi- lega, en hvað gerir það til? Jólin eru að koma og þá eru allir á- nægðir. Lítið barn byrjar að snökta, en þá fær það eitt af leik- föngunum, sem það átti að fá í jólagjöf og þá kemur sólskinsbros á andlit þess. Lítill drengur er á fjórum fótum á gólfinu og er að reyna járnbrautarlest með fjaður- verki. Og á einum bekknum situr lítil stúlka og er að svæfa brúðuna sína.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.