Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1934, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1934, Blaðsíða 6
22 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS Sfförnuspádómar um árið 1034. Marjíir eru þeir spádómar, sem komu fram um liver áramót um það livað við eigi að bera á kom- andi ári. Fjöldi fólks leggur trún- að á þá. og því verður ekki neitað. að sumir spádómarnir virð- <ist rætast. Bn þegar maður les þá að áriuu liðnu, sjer maður þó, að twstir af þeim hafa komið fram. Þrátt fyrir það er mönnum altaf forvitni á að heyra hverju spáð er. og hvernig sem alt veltist. gef- ast spámenniruir ekki upp. Um NÍðustu áramót hafa því komið fram margir spádómar um árið 1984 og skal hjer sagt frá sumum þeirra. Nafnkunnur franskur stjörnu- þýðandi, Georges Muckery hefir gefið út mjög nákvæman spádóm, og þó nákvæmastan viðvíkjandi Frakklandi. Fyxir það latul segir hann að afstaða tunglsins til Jú- píters hafi mesta þýðingu. Fvrstu dagaruir á þessu ári verði Frakk- landi heillaríkari lteldur en fyrstu dagar ársins sein leið. 1 janúar verði samt alt á hverfanda hveli í viðskiftum, og frá janúarlokum og fratn í miðjan mars tnuni bera mikið á „óánægju, kvíða og leið- indum“. t ársbvrjun komi fratn ýmiskonar vandræði. en stjórnin inuni sigrast á þeiui. í vor muni ástandið heldur batna, en batinn fari hægt, því að menn sje enn órólegir og óánægðir. I vor sje afstaða sólarinnar til-Mars góð og það ætti stjórnin að nota sjer til þess að ráðast í verulegar fram- kvæmdir, því að það muni bera ávöxt í júlílok. Og margt bendi til þess að seint í júlí fái Fraklcar ríkislán með góðum kjörum og geti stjórnin þá ljett mikið skatta- byrðina. Um haustið ráði afstaða Sat- urnusar og Mars gengi þjóðarinn- ar. Þá muni verða aukin „starf- semi“, fjárhagur batna og við- skifti öll verða auðveldaiú en áð- ur og stórkostleg verðbreyting muni verða á ýmsum verðbrjef- um svo sem iðnrekstrar, olíufje- laga og námafjelaga. Bn seinustu 1 rjá máuuði ársins muni verða stórar breytingar í stjórnmálum og viðskiftalífi. I 'm Þýskaland segir hann m. a.: Xýja stjórnin mun á þessu ári verða enn fastari í sessi. og það ei eugin ástæða til að ætla annað en að luin lialdi völdum áfram. Stjörnurnar spá vel fyrir Þýska- landi og þar i'æður afstaða Júpít- ers mestu. Ilið eina sem skyggir á. er afstaða Venusar til Saturn- usar. og ..það virðist eitthvað við- komandi ítalíu“. Þjóðverjar íiiunu slá um sig og stjórnvitringar þeirra muuu vera stórorðir. en ef nágrannar Þýskalands eru ró- legir og gætnir. þá er engin liætta á stríði 1934. I’iu Bretland segir hann. að það muui nú ekki verða jafn liikandi í öllu eins og árið 1933. Smám saman muni Bretar draga sig út úr alþjóðasamstarfi og liugsa mest um að rjetta við fjárliag sinn og verslnn. Yiðbúið sje að alvarleg tíðindi gerist í flotaliðinu. Þetta. að Bretar einangra sig ai ásettu ráði, muni leiða til auk- innar atviunu og viðskifta iiinan^ breska heimsveldisins, en því mið- ui muni þær framfarir truflast að nokkru leyti af óeirðum, bæði heima fyrir og í nýlendunum. A Spáni segir liann að alt verði með kyrrari kjörum lieldur en undanfarin ár. Nýja stjórnarfvrir- komulagið muni smám saman en örugglega verða tryggara. í Bandaríkjunum liafi Skorpi- onin mest áhrif. Afl þeirra muni aukast dag frá degi, og smám saman verði komið þar á full- komnu einveldi. ítalía sje undir áluáfum Júp't- ers. Þar verði mikið um frata- kvæmdir. Það muni verða grunt á því góða inilli ítala og Frakka um skeið, sjerstaklega á fyrstu mánuðum ársins og verði þá liorf- urnar stundum ískvggilegar. Austurríki sje undir áhrifum ..hinnar góðu sólar“. en þó sje ekki útlit fyrir að landið geti rjett við fjárhag sinn á þessu ári. í Argentínu verða viðsjár mikl- ar. Og Rússar munu enn valda vonbrigðum í heiminum, segir Muchery að lokum. Þá er að minnast á hvað enski stjörnuþýðarinn J. Baird segir um árið 1934. Hann byrjar á því að taka ]>að fram, að á þessu ári sje sólblettir miklir. En hundrað ára reynsla sýni, að ýmsir stórvið- burðir á jiirðu lijer stafi frá þeim. sjerstaklega ýmsar náttúruham- farir. Og slíkar hamfarir munu máske á ]iessu ári vekja þjóðirn- ar af þeirri kæruleysisvímu, sem þær nú eru í, segir hann. Hryggi- legustu afleiðingar sólblettanna segir haun að verði ógurlegir jarð- skjálftar í Japau. Þá muni þús- undir heimila farast. I einu af suð- urlöudum Evrópu muni og verða miklir jarðskjálftar. A vestnr- strönd Englands muni geisa gríð- ar stormar. Sólblett i niir muni enn fremur verða þess valdandi. að upp komi drepsótt, sem verði sjer- staklega skæð m6ð haustinu. En juátt fyrir alt þetta verður 1934 þó ekki neitt skelfingarár, segir Baird. Og það er engin hætta á því að stríð hefjist, eins og svo margir eru hræddir utn. Nýjar uppgötvanir munu leiða til þess að hægt verður að nota á hagkvæmari liátt en áður, þá fjör- g.jafa, sem fólgnir eru í ýmsum lielstu næringarefnum. Að lokum segir Baird að læknavísindum nuni fle.vgja fram á sumum svið- um. Annar enskur stjörnuþýðari, K. H. Naylor hefir sagt frá því hvað liann liafi lesið í stjörnunum um viðburði á jörðinni í desember og janúar. Hann segir að stór- tíðindi muni gerast í Austurálfu um áramótin og eiun a-f þjóðhöfð- ingjuuum þar muni deyja. (Þetta gæti átt við Dalai Lama, sein er nýlega dáinn). Enn fremur segir liann að Mussolini, Malta og Mið- jarðarhafið muni gefa Bretum ær- ið umliugsuuarefni í nýársg.jöf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.