Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1934, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21 Erfðaskrá Nobels, með eigin hendi hans, sem við lá að yrði gerð ógild. Skyldi vöxtunum skift í fimm hluta jafn stóra handa þeim, sem mest afrek hefði unnið í eðlis- fræði, efnafræði og lífeðlisfræði eða læknisfræði, einn hlutinn skyldi falla þeim í skaut, sem á umliðnu ári hefði gefið út hestu söguna með hugsærri stefnu og anda, og loks skyldi einn hlutinn ganga til þess manns, sem best hefði unnið að vexti bræðralags- liugsjónar þjóðanna og með mest- um árangri. Úthlutun fjögra fyrstnefndu verðlaunanna skyldi annast þessar sænskar stofnanir: vísindafjelagið, Karolinska stofn- unin og akademíið í Stokkhólmi. En friðarverðlaununum skyldi fimm manna nefnd, kosin af norska stórþinginu, úthluta. Það munaði minstu, að þessi erfðaskrá jTrði ógild. Ástæðan var sú, að ýms ættmenni Nobels mót- mæltu og reyndu að fá hana gerða marklausa fyrir formgalla. Ef það liefði tekist hefðu Svíar mist það úr askinum, sem þeir telja þjóðar- heiður sinn. Þakka má það frem- ur en nokkrum einum manni öðr- um, Lindhagen borgarstjóra í Stokkhólmi, að erfðaskránni var bjargað. Málaferlin um hana stóðu í fimm ár, og hefði dómur gengið í málinu í París, þar sem erfða- skráin var gerð, er lítill vafi á, að hún hefði verið ónýtt, vegna form galla. Lindhagen tókst að koma deilumálinu á sænskan vettvang og þar náðust loks sættir við erf- ingjana, er loks gengu að tilboði um að þeir fengi 1.200.000 krónur. Og að því loknu hófust veitingar 1901. Hafa alls 166 einstakir menn og stofnanir fengið verðlaun á umliðnum 32 árum og nema þau rúmum 19 miljónum króna. Verð- laun þessi eru breytileg, livað upphæðina snertir, því að þar kemur til greina peningagengi og verðbrjefa og ýmislegt fleira. — Markúsartorgið. I Feneyjum snjóaði afar mikið í desembermánuði, en svo kom hláka og rigning sem olli svo miklu flóði, að hægt var að fara á bátum yfir Markúsartorgið- Var þar yfir að líta eins og' íshaf, og er það sjaldgæft. Sjóbað um vetur. Þrátt fyrir kuldana á megin- landi Evrópu í vetur, hefir fjöldi íþróttamanna haldið þeirri venju sinni að fá sjer sjóbað, að minsta kosti einu sinni á dag. Myndin er af sundmanni, sem kemur úr sjó- baði í hörkufrosti. Lægst hafa þau verið 114.000 kr. en hæst 173.000. Af verðlauna- þegunum eru flestir þýskir, eða 39, en þar næst koma Bretar, alls 27. Af Dönum hafa 7 fengið Nobelsverðlaun en enginn íslend- iugur enn sem komið er. --- • ••• • • •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.