Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1934, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1934, Blaðsíða 8
24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Lundúnaþokan. í desembermánuði er hin al- ræmda Lundúnaþoka verst og i mánuðinum, sem leið, var hún með dimmasta móti. Umferð stöðvaðist víða, en á öllum götuhornum varð að hafa gasblys, eins og sjest á myndinni. Þó er þokan svo dimm, að ekki rofar fyrir húsunum þar um kring. Anton Cermak. í C'hicago á að reisa stórkostlegt minnismerki um Anton Cermak borgarstjóra, sem myrtur var þeg- ar Roosevelt var sýnt banatilræði. Myndin hjer að ofan er af hinu fyrirhugaða minnismerki. 5mœlki. — Hvað á jeg að gera til þess að fá hárið til að vaxa? — Þú skalt fara að eins og jeg. Fyrir einu ári var jeg jafn sköll- óttur og þú. En reyndu nú að niia salti í hársvörðinn. Þá verða hárin þyrst og gægjast upp úr kollin- um til þess að fá eitthvað að drekka. Taktu þá hvert hár um leið og það gsegist upp og settu á það þverhnút, svo að það kom- ist ekki niður í hársvörðinn aftur. Og eftir hálfan mánuð hefirðu fengið fallegasta hár. Þrenningarkirk j an i Leningrad er stærsta kirkjan þar í borg. Nií á að gera hana að safnahúsi. í kirkjunni er mesti fjöldi helgimynda. — Hvers vegna skildu þau? —- Það veit ekki nokkur lif- andi maður. — Ó, hvað það er óttalegt! — Pabbi sagði að önnur eins kona og þú, frænlca, væri ekki til í öllum heiminum. — Það er fallega sagt. Sagði hann nokkuð meira? — Og guði sje lof fyrir það, sagði hann. Constantinescu, maðurinn, sem myrti Ducas for- sætisráðherra Rúmena fyrir skemstu. Myndin er tekin á lög- reglustöðinni í Sinaia. Pearl S. Buck, konan, sem gerðist trúboði í Kína, gaf fyrir nokkru út bók, sem lieit- ir „Hin góða jörð“, og er sú bók orðin kunn um allan heim. En vegna þess að bókin hefir valdið miklum deilum meðal tróboðanna í Kína, hefir Pearl S. Buck hætt trúboðsstarfi sínu þar. —- Konan mín kveinar sí og æ um það að hún hafi kveisu. — Hvað gerirðu við því? — Jeg treð bómull í eyrun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.