Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Blaðsíða 2
146 LESBÓK M ORGUNBL AÐ6INS ■ i":', V •' Ltsýn yfir ofanverðan Skeiðarárjökul til Vatnajökuls, fremst Langagilsegg. Efst í baksýn Hágöngur, Qeirvörtur, Vatnajökulsgnýpa óg Jökulbunga. Qosstöðvarnar eru þar sem X merkið er sett. Þar er Grimsvatnahver á bak við jökulhæðirnar. Myndina tók R. Jakobs, blaðamaður. Það er ekki ætlunin með línum þessum að leika landmælinga- mann eða náttúrufræðing, heldur skráset jeg það sem mjer er kunn- ugt af heimildum um þessi mál, eingöngu sökum virðingar er jeg ber fyrir dugnaði ættfeðra vorra í fjallaferðum. Svo ætti okkur að vera kappsmál að örnefnum lands vors verði ekki breytt af allra þjóða mönnum er fá örnefnafæð- ingarhríð í hvert skifti og þeir ferðast, án þess að mæta gisti- húsaþjónum við hvern náttstað. Grímsvötn heita eftir Vest- fjarða-Grími en hann var uppi um miðbik 11. aldar. Má lesa kafla þá, sem til eru úr sögu hans í Þjóðsögum Jóns Arnasonar, bls. 167. Skrásett hefir Arni Magnús- son árið 1708. (eða Þórður skrif- ari hans?) eftir Atla Sigúrðssyni, ímasonar, fæddum í Meðallandi. Saga Vestfjarða-Gríms ber það með sjer að hún er skrifuð af manni er þekkir staðháttu mjög vel. Sagan á að hafa verið 5—6 arkir að stærð og sýna hrot þau, sem til eru greinilega, að Vest- fjarða-Grímur hefir verið mikil- menni enda heitir Grímsey líka eftir honum og þar bjó hann síð- ustu ár ævinnar. 1 sögunni segir svo: „að vori gaf kóngur (Haraldur Sigurðsson N.k.) honum skip, á hverju hann til íslands fara kynni til að sækja unnustu sína. Grímur helt á haf og kom við Ingólfshöfða, gekk á land og' fór til Grímsvatna, svo hjetu þau síðan Grímur hafði þar vistum verið“. Oft síðan er getið um Gríms- vötn og Grímsvatnahver og alls er talið að 15 eldgos hafi verið á þeim slóðum eins og Þórður skrif- ari segir í tilvitnun: „Þetta á að skiljast um Grímsvötn sem enn mi svo kallast og eftir almennings meining þess á milli í eldi leika, Atli heldur þeirra afstöðu fyrir vestan og narðan Skeiðarárjökul, þar uppi í jökla sundum langt úr bygð“. 1839 teiknar Björn Gunnlaugs- son línuriss af þessum slóðum neðan iir Meðallandi. Hann sýn- ir reyki austan við Hágöngur og kallar Grímsvatnamokk. Síra Eiríkur Briem segir að: „þeg'ar gengið sje á reka frá Reynivöllum í Suðursveit, þá sjá- ist mökkur úr Grímsvatnahyer“. Það er augljóst, að landslag við Grímsvötn hefir breyst mikið síð- an Grímur „bjó þar í laufskála“ og má vera, að Grænalón hafi þá verið talið til Grímsvatna. Allir vita að jöklar hafa auk- ist geysimikið frá landnámstíð og hjálpað eldinum til að eyða bygð. Má ætla, að einhver hluti Gríms- vatna sje nú hulinn skriðjökli, en Grímsvatnahver og dalurinn sem liann er í, hefir ekki lokast af ís-, og af Jökulbungu má sjá, að jök- ullinn, sem runnið hefir yfir land- ið er ekki þykkur. Það sjer móta ^ fyrir lögun landsins þrátt fyrir alt, og nybbur standa upp úr víða vestanvert. Dalur sá í jöklinum, er byrjar við norðurhlið Öræfa- jökuls stefnir norður norðaustur og nær alt til Kverkfjalla. Er líklegt, að þar sje hin forna ferða- mannaleið yfir Vatnajökul. Er þar ekki nema löng dagleið úr Hvanna lindum til Grímsvatna eða Gríms- vatnahvers, sem hefir þá eftir öll- um líkindum verið áfang'astaður- inn. Bæjarstaða og Núpsstaða- skógar sýna, að þrifist hefir gróð- ur til forna þarna inn í dalnum og skógarlurkar þeir, er nú koma undan jökli sunnanvert við Skeið- arárjökul sýna, að jökull hefir skriðið hratt yfir svæðið. Nú er jökullinn að skila aftur herfangi sínu og graslendi að aukast inn við Grænalón, en á- lagaeldar brenna í Grímsvötnum og gígaröð þeirri er liggur frá þeim, næstum beina línu í suð- vestur til Lakasprungunnar frægú. Eldlínan er þama svo greinilega mörkuð í jöklinum um Hágöng- ur, Geirvörtur, VatnajÖkulsgnýpu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.