Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Blaðsíða 4
148 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Voróður. Maíljóð. Eftir Goethe. Hve alt, hve alt mjer nú yndi ljær! Hve glitrar sólin! Hve grundin hlær! Alt blómgun grær og hvern byrgfir stein, og raddir hljóma frá hverri grein. Hvers brjósti fögnuður bylgjast frá. (5, þú sól og jörð! ó, sæla og brá! ó, ást svo fögur og yndisdjúp sem morgunský yfir mjallargnúp! Þú blessar himneskt bann hreina svörð með yndisane:an um alla jörð. Sumarkveðja. Það blánar fyrir fyrstu rönd af degi, og fölvi nætur hverfur brátt í sæ. Þíður blærinn heilsar landi’ og legi, og leiðir velur heim að hverjum bæ- För hans hefta freðnir jöklar eigi, nje fjöll og tindar, köldum baktir snæ. Frjálsi, tigni, fyrsti sumarandi, er færir norður-búum bráðan yl. Þú býðir vetrarfjötra’ af lýð og landi, og lætur hefjast vorsins strengjaspil, en binni tign og vegsemd fylgir vandi: að vita’ á allra kulda sárum skil. Alt bjer fagnar: Fyrsti sumardagur! fræin sofin, jörðin, menn og dýr. Signir norðrið sólargeisli fagur, hann seilist o’ní moldu bjartur, hlýr. Gróðurmagnsins bráðum breytist hagur, bess bíður skrúði ljóssins, grænn og nýr. Þorkell Guðnason. Ó, ástmey, ástmey, hve ann jee- bjer! Þín augu ljóma! Hve antu mjer! Sem elskar lævirkinn loft og óm og himinanean brá árdagsblóm, svo heitt big elskar mitt hjartablóð, bví bú mjer æsku og yndi’ og móð til ljúfra dansa og ljóða ber. Njót eilífs láns, svo sem antu mjer. Þorsteinn Jónsson býddi. Vorgyðjan kom. Hrundu lausir lokkar Ijett á breiðar herðar, bærðist hvelfdur barmur búin var til ferðar Drotning allra dáða, dísin minnar sveitar, kær og kend af mörgum, kyst á varir heitar. Ruddi vorsins vilji veg að hverju hjarta. Gekk bar ein um garðinn gyðjan dagsins bjarta. Stóð hún ein að starfi, strauk af vöngum tárin, græðidaggar-dropi draup í hjartasárin. Átti nóttin unga ástamót við blæinn. Sumargyðjan sótti sólskinið í bæinn. — Brunnu ísar allir eins og kvistir fúnir. Fossbúans á fótskör fann jeg bessar rúnir. Bifast hvelfdur barmur, brosa varir rauðar. Lætur ljós á vori lifna rósir dauðar. Leggur lífsins ylur leið að köldu hjarta. Komin er að kvöldi kærleiksdísin bjarta. Brosa fjöll og fannir, fagna naktir hjallar. Gott er bar að breyja bep-ar degi hallar. Blöð í björtum hvammi brosa að ferðamanni, sem í leiðslu leggur leið að dísarranni. Helgi Björnsson af Akranesi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.