Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Qupperneq 6
150 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hitler-Jugend. Kvennadeild úr ungmennafjelögum þjóöernissinna á göngu í Berlín. hverja þýðing'u þessi sáttmáli hef- ir, nema því að eins að athuga um leið afstöðu kaþólsku kirkj- unnar til ríkisins áður en þjóð- ernissinnar tóku völd. Hin ýmsu ríki 'í Þýskalandi gerðu þá sjer- samninga við páfastólinn t. d. Prússland, Bavern og Baden. Hagsmuna páfastólsin.s var gætt af einum eða tveimur af hinum mörgu stjórnmálaflokkum. En þetta hafði þær leiðinlegu afleið- ingar, að ruglað var saman kirkj- unnar málefnum og flokkapóli- tík. Miðflokkurinn neyddist oft til þess, eftir því hvernig flokka- skifting var í þinginu, að gang'a inn á samninga við aðra flokka, þótt þeir virtust ekki eiga hið minsta skylt hvorir við aðra. Þetta varð eigi aðeins til þes» að efla flokkamisklíð, heldur stefndi það beint til trúarbragðastríðs. Kaþólskum mönnum sárnaði þetta óeðlilega samband milli trúar- bragða og flokkatogstreitu. En síðan sátmálinn var ger er þessu nú lokið og hinn kaþóLski hluti þjóðarinnar getur nú af góð- um hug unnið að viðreisn Þýska- lands, ásamt öðrum. Eftir að sáttmálinn var gerður hefir erlendur undirróður reynt að hafa áhrif á áfstÖðú þýsku þjóðarinnar með milligöngu ka- þólskra klerka, og ábyrgðarlausir rnenn hafa reynt að æsa kaþólsku ungmennafjelögin upp gegn ríkis- stjórninni. Alt er þetta gert að- eins í því skyni að grafa undau þýgku ríkisstjórninni og reyna að fá sáttmálann við páfastólinn að engu hafðan. Það er auðskilið að þýska stjórnin hefir g'ert öflug- ar ráðstafanir til þess að hnekkja þessari undirróðurs starfsemi. Og þar hefir stjórnin örugt fylgi þjóðlega sinnaðra kaþólskra manna, eins og t. d. kemur fram í ræðu sem Grober erkibiskup helt nýlega. Hann sagði þá m.a.: „Vjer vitum að hverju stjórnin keppir. Hún hefir gert sáttmála við hmn heilaga páfastól, sáttmála, sem ekki er aðeins á pappírnum, held- ur á að verða einn lifandi þáttur í þjóðlífinu meðal kaþólskra manna. Eitt af helstu stefnuskrár- atriðum foringjans, er verndun kristninnar. Og honum er að mæta ef einhver ætlar að rísa öndverður gegn henni“. En hvernig er þá ástatt um lúthersku kirkjuna? Á undanförn- upi árum hafði hún, vegna ósain- komulag's innbyrðis, meir og meiv glatað hinu rjetta og innilega sambandi við þjóðina. Húa ein- angraðist frá því, sem var að ger- ast í þjóðlífinu, og hleypti því fram af sjer af hræðslu að taka afstöðu til hinna lielstu menn- ingarstrauma og annara strauma í lífi þjóðarinnar. En jafnframt höfðu myndast öfl innan kirkj- unnar, sem vildu koma þar á bylt- Baldur v. Schirach, leiðtogi Hitlers-ungmennafjelaganna. — Hann ætlar að stofna samband milli þ.eirra og kaþólsku ungmennafjelag- anna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.