Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 149 Kirkjumáliii i Þýskalandi. Eitt með þut fyrsta, sem Hitler-rlkisstjórnin gerói, uar að ákueða stöðu kirkjunnar i ríkinu, i eitt skifti fyrir öll. Marg- ir uoru óánœgðir með þetta og hafa huað eftir annað borist fregnir af kirkjudeilum þaðan. En þœr fregnir hafa uerið suo óljósar að menn hafa ekki áttað sig á þeim. Til þess að gefa lesendum Lesbókar kost á að kynnast þui huernig kirkjunnar málum í Þýskalandi er nú komið, hefir dr. Max Keil ritað fyrir hana eftirfarandi grein. Frá upphafi baráttu sinnar fyr ir endurreisn Þýskalands, hefir Adolf Hitler haldið því fram, að einn af hornsteinunum, sem þýsk menning byggist á, sje kristnin. Og síðan liann tók við völdum hefir hann margsinnis sýnt það, að hann vill að hin kristna kirkja sje frjáls og óháð. En stjórn þjóðernissinna dregur ekki taum neinnar sjerstakrar trúarskoðun- ar innan kristninnar, og lætur ekki hrein trúardeilumál innan kirkjunnar til sín taka. Samkvæmt allsherjar manntali í Þýskalandi 1925, voru 64,1% Þjóðverja Lúthers-trúar og 32,4% kaþólskrar trúar. Á undanförnum öldum hefir verið það djúp stað- fest milli þessara tveggja trúar- flokka, að það hefir hindrað fulla eining þjóðarinnar og stundum hefir ríkinu staðið voði af því. En nú eru deilurnar milli þess- ara trúarflokka jafnaðar að mestu leyti í Þýskalandi vegna þess, að meginþorri þjóðarinnar fylgir þjóðernissinnum, og' þjóðernissinn- ar hafa trygt báðum kirkjum, þeirri lúthersku og þeirri ka- þólsku, fullkomið sjálfstæði. Þess vegna þarf nú enginn maður að draga sig í hlje í viðreisnarbar- áttunni, vegna trúarskoðana sinna. Þetta er þó aðallega að þakka sáttmála þeim, sem þýska stjórnin og páfastóllinn gerðu með sjer 20. júlí í fyrra, og sam- eining lúthersku kirkjunnar undir yfirstjórn ríkisbiskups samkvæmt stjórnarskrá ríkiskirkjunnar, er sett var í júlí í fyrra og lögum frá 1. mars s. 1. Þegar eftir að Adolf Hitler tók við völdum ljet hann í ljós þá ósk að hann vildi g'era sáttmála við páfastólinn. v. Papen varakansl- ari sá um allan undirbúning að því. Páfastóllinn tók þessu með glöggum skilningi, og það er ljós vottur um góðan vilja beggja að- ilja hve skjótlega það gekk að gera þenna sáttmála og hve vel því lauk. Með þessum sáttmála er í fyrsta skifti í sögunni gerður samning'- ur milli þýska ríkisins og páfa- stólsins, án þess að páfastóllinn hafi notað milligöngu pólitískra flokka. En fram í júlí 1933 voru í Þýskalandi tveir pólitískir flokk- ar, miðflokkurinn og bayernski flokkurinn, sem voru taldir sjálf- kjörnir fulltrúar hinnar kaþólsku kirkju í landinu. í sáttmálanum er greinilega tek- ið fram hver sje afstaða ríkis og kirkju innbyrðis. Rjettindi og skyldur kirkjunnar er glögglega afmarkað og ákvæði sett um öll þau mál, þar sem starfsvið stjórn- arvalda og' kirkjuvalda ná saman á einhvern hátt. Með þessu r komið í veg fyrir að kirkjuvöld og ríkisvöld fari hvort inn á annars verksvið, eins og stundum vildi brenna við áður. Hjer eftir verður ekki hægt að blanda sam- an trúmálum og stjórnmálum. Er það tekið skýrt fram í sáttmál- anum, að klerkar megi ekki fást við stjórnmál. Með þessu er upp- fylt ósk fjölda margra kaþólskra manna. Og þetta hefir ekki verið þunghær tilhliðrun af kirkjunn- ar hálfu, þar sem nú er aðeins um einn stjórnmálaflokk að ræða í Þýskalandi, en á hinn bóginn hef- ir hún fengið miklu þýðingar- meiri ívilnanir, þar sem ríkið sjálft ábyrgist fullkomið sjálf- stæði hennar og frelsi. Maður getur ekki gert sjer ljóst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.