Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Qupperneq 7
Nikolaus'Bores kaþólskur biskup í Berlin. ingu og umsteypa alveg það fyr- irkomulag sem verið liafði. Og þegar þjóðernissinnar tóku við völdum var því ekki hægt að fá lúthersku kirkjuna til samstarfs að viðreisn ríkis og' þjóðar. Þvert á móti. Marxistar og jafnaðar- menn, sem þjóðernissinnar höfðu flæmt af stjórnmálasviðinu, reyndu í skjóli kirkjunnar að gera ríkinu alt það ilt er þeir gátu. Kirkjustjórnin gugnaði og gat ekki fundið neina úrlausn. Það varð því ríkisstjórnarinnar verk að grípa í taumana og sýna hvað kirkjustjórninni hefði borið að gera. Sigur þjóðræknisstefnunnar um gjörvatt Þýskaland varð til þess að hægt var að sameina lúthersku kirkjhna undir stjórn Ludvig Mullers ríkisbiskups, og skapa úr 28 sjerstökum kirkjuflokkum eina allsherjar iútherska kirkju. Sátt- mála þurfti ekki að g'era milli rík- isstjórnarinnar og evangelisku kirkjunnar, en afstaða hennar til ríkisins er ákveðin þannig: Kirkj- an lætur stjórnmál algerlega af- skiftalaus, en ríkið ábyrgist kirkj- unni fullkomið frjálsræði og kenningafrelsi. Og í skjóli ,,hins þriðja ríkis“ mun lútherska kirkj- an aftur blómgast, þegar hún er laus við innri deilur, sundrung og ofsóknir jafnaðarmanna og komm- únista gegh kristninni. í kirkjumálum Þýskalands eru LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS % því nú tveir meginþættir: Sjálf- stæði kirkjunnar og krafan um það, að allir Þjóðverjar sje kristn- ir. Þeir, sem breiða það út að stjórn þjóðernissinna ætli að koma á ný-germönskum, hálfheiðnum trúarbrögðum, gera það mót betri vitund og aðeins í þeim tilgangi að hnekkja áliti Þýskalands í fiin- um kristna heimi. Þýska kirkjan er nú sjálfstæð í ríkinu og hún stendur föstum fótum á kristileg- um grundvelli. --------------- Um engisprettur. Þær stöðvuðu her Karls XII. í Bessarabíu. Heimkynni eng'isprettanna er í Austurlöndum og Suðurálfu og þar eru þær hreinasta landplága. Arabar segja að engispretturnar eigi sjer þetta kjörorð: „Fram- undan er paradís^ að baki eyði- mörk“. Og þess vegna eru þær altaf á ferðalagi, og fara oft langt. Oft hafa þær komist norð- ur í Mið-Evrópu og jafnvel nokkr ar alla leið til Norðurlanda. Frá alda öðli hafa menn veitt þessu flökti engisprettanna eft- irtekt. í Mósebókum er getið um það. Þar er sagt að þær hafi etið allan g'róður af ökrunum og jafn- vel farið inn í hallir Faraóanna. Rómverjar sendu herlið gegn engisprettum í Sýrlandi og mátti ekki sjá hvorir sigrast mundu. Árið 1780 kom engisprettudrífa yfir Siebenburgen. Voru hersveit- ir sendar gegn þeim til að verja landið. 1500 hermenn börðust við þær dögum saman með eldi og vopnum. Þegar engisprettuhópar nálg- ast eru þeir tilsýndar eins og kol- svört ský, og' dimt verður þar sem þær fara yfir, því að svo eru hóparnir þjettir að enginn sólar- geisli nær að skína í gegn um þá. Þegar hópurinn nálgast heyrist vængjaþytur þeirra líkt og foss- niður. Sjái þær græna völlu láta þær fallast þar niður og stendur þá hver á annari svo að þær mynda oft lag, sem er fet á þykt eða meira. Sje þær flugþreyttar setjast þær í skóga tii að hvíla sig og sitja svo þjett að gremdr 151 bogna undan þunga þeirra. Eu hvar sem þær fara yfir eta þær allan jarðargróður og er engu lík- ara á eftir en að jörðin hafi ver- ið sviðin með glóandi járni. Engisprettuhaus (margstækkaður) Þegar Karl XII. Svíakonungur fór með her sinn yfir Bessarabíur mætti hann engisprettu stefnivarg. Fyrst komu þær í smáhópum ut- an af Svartahafi, en "svo kom að- alskriðan og var hún svo stór og þjett að myrkur varð yfir landið. Þær flugu hátt. En er þær sáu hinar grænu sljettur Bessarabíu fleygðu þær sjer til jarðar og ætl- uðu að kæfa alt, dautt og lifandi. Svíar áttu þessu ekki að venjast. Þeir reyndu fyrst að brjótast á- fram gegn um stefnivarginn, en urðu fljótt að gefast upp við það. Engispretturnar nöguðu hvert einasta strá af sljettunni, og loft og vatn varð eitrað af dauðum engisprettum. Sums staðar eru engisprettur etnar. Samkvæmt Móse-lögum mega Gyðingar eta fjórar tegund- ir af þeim. Buskmennirnir í Suð- ur-Afríku, sem standa á læg’sta menningarstigi, lifa að miklu leyti á engisprettum. Á torginu í Bagdad eru engisprettur seldar eins og annað kjöt. í Arabíu eru engispretturnar þurkaðar og mal- aðar og svo er bakað brauð úr mjölinu. Því var lengi haldið fram, að menn sem æti engisprett- ur yrði skammlífir. En Þjóðverj- inn Carsten Niebuhr (1733— 1815) sem lengi átti heima þar sem engisprettur voru etnar, segir að það sje enginn fótur fyrir því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.