Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Blaðsíða 2
282 Lesbók morgunblaðsins Björgin sunnan Uppgönguvíkur, Ulu- stapar og Lundhöfði. Ólafi nokkrum ættuðum að aust- an; var hairn lengi hjá Havsteen í Hofsósi, þegar hann hafði eyna, og var sigmaður. Hrapaði hann einu sinni þarna, en þó ekki til bana. Fyrir sunnan Háusig' heitir í fjörunni Dauðsmannshaugur. — Gamlar sagnir herma, að þar hafi fyrrum verið uppsátur og byrgi fuglara. En svo hrundi stórt stykki úr bjarginu og muldi undir sjer byrgi, báta og menn. Upp af Dauðsmannshaug heitir bjargið Sprungnihaus. Þar fyrir sunnan tekur við Feita kiim og er hún löng, nær alla leið frá Sprungnahaus að Vatnshyllu- torfu. f Feitakinn er löng skeið út í bjargið, og heitir Tófuskeið. Sýnir það örnefni að tófur hafa komist í eyna á ísi eða með ísi. Gömul sögn er um það, að bónd- inn á Reykjum hafi einu sinni fundið tófu úti í eynni og sýndist hún dauð. Flutti hann hana til lands og fleygði henni þar upp úr bátnum. En þá brá svo við að tæfa spratt á fætur, gaggaði framan í bónda, eins og hún vildi þakka honum fyrir flutninginn til lands og hljóp svo burt eins og örskot. f Vatnshyllutorfu er hin eina uppsprettuvætla á eynni og heitir Grettisbrunnur. Þar hefir verið gerð hola til þess að safna vatninu í, og þegar hún er full, munu vera þar um 20 pottar. Frá Vatnshyllutorfu er brekka og hvammur í bjarginu. Eru það- an frá engin örnefni suður að Hæringshlaupi, nema Nýihaugur. Er það grjóthaugur mikill, sem hrundi iir bjarginu og má síðan heita þar syllulaust og fuglslaust, enda er altaf að smáhrynja þar. Enginn efi er á því, að Drang- ey liefir tekið miklum stakka- skiftum síðan á dögum Grettis. Helstu sigstaðir. Venjulega byrja menn að síga í Hæringshlaup ,Háabrík, Lund- höfða og Tjaldhöfða. Eru margir sigstaðir 4 hverjum stað. Lamb- höfði er eitt sigbjarg hring'inn í kring frá Uppgönguvík að Heiðna- vík, Er þar afarmikið um fugl og egg. Síðan er varla sígið fyr en á Gaflshorninu og er Gaflinn allur eitt sjerstakt sigsvæði og má síga þar allsstaðar. Þá koma Ólafssig', Háasig og V atnshyllutorfa. í Heiðnabergi er mikill fugl, en ilt er að síga þar og hættulegt, svo að það er ekki gert. Skaga fram úr bjarginu tvær brúnir af blágrýti með hárhvössum eggjum, sem geta þverskorið vaðinn í einu vetfangi. Slys í Drangey. Svo sagði mjer Bjarni Jónsson frá Sjávarborg, sem um nær 60 ára skeið hefir verið sigmaður í Drang ey, að í sínu minni hafi hrapað þar þrír sigmenn til bana. Einn þeirra hjet Jón Jónsson, unglingspiltur, sem átti heima í Málmey hjá bónda þeim er Bald- vin hjet og hafði þá eyna á leigu. Jón fórst í Feitakinn. Fór hann fífldjarfur eftir lausafe'stum í bjarginu, en á einum stað bilaði spýta, sem hann hafði neglt í bjargið fyrir táfestu og' þá hrap- aði hann. Annar var Björn Sigurðsson, af- skaplegpr glanni og helt sjer alt fært. Var maðurinn þó feitur og þungur. Bjarni var einu sinni með honum í sígi í Illustöpum og blöskraði þá svo glannaskapurinn að hann hjet því, sem hann efndi, að vera aldrei framar með honum í SÍg’'. Þriðji var Friðrik Jónsson. Hann fórst austan í Lambhöfða fyrir fá- um árum. Var hann talinn lang- besti sigmaður þar, og þótti nær ekki einleikið að hann skyldi Lambhöftíi, norðan niegin Uppgöngu- víkur. hrapa á þessum stað, því að trje- klossar höfðu áður verið negldir á allar bjargbrúnir, svo að vaður skyldi ekki sagast sundur. Ymsir fleiri hafa orðið fyrir slysum í bjarginu, þótt þeir kafi ekki biðið bana af. Maron Sigurðsson, bróðir Bjarna sem flutti okkur út í Drangey, var að síga í Hæringshlaup hjá Arnahaugi fyrir nokkrum árum. Er þar 50—60 faðma sig. Þegar hann var í miðju bjargi losnaði steinn úr bjargbrúninni og lenti í höfði hans. Var höggið af stein- inum svo mikið að hauskúpan brotnaði og dældaðist, en maður- inn fell í öngvit og aftur yfir sig og hekk þarna í vaðnum svo að höfuðið sneri niður. Fór þá Frið- rik Jónsson, sá er áður er getið, niður til hans og gat komið hon- um í fanginu upp á bjargbrún. Þótti það slíkt þrekvirki, að lengi mun í minnum haft. Þetta var síð ari hluta dags og gátu sigmenn- irnir nú ekki meira að gert í svip- inn. Urðu þeir að láta manninn liggja þarna meðvitundarlausan alla nóttina. En morguninn eftir var farið með hann fram á Hær- ingshlaup. Þar batt Friðrik hann á bak sjer og seig svo með hann niður í Fjöru. Var Maron svo fluttur í land, og í sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Þar fló Jónas læknir Kristjánsson húðina af hálfu höfð- inu og lagaði hauskúpuna. Batnaði manninum til fulls og ekki var hann ragari en svo, að hann seig næsta sumar í Drangey og á hverju sumri síðan. Annars er það merkilegt með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.