Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Blaðsíða 7
LÉSBÓK MORGUNBLAÐSINS 287 Bakarasveinafjelag íslands. Efsta röð fremst til vinstri: Friðrik Steinar, Karl Bjamason, Kolbeinn Ivarsson, Hans Eyjólfsson, Ingólfur Guð- mundsson, Guðmundur Jóhannesson, Egill Jónsson, Árni Jóhannsson. Næst efsta röð, fremst til vinstri: Óskar Sigurðsson, Magnús Þorkelsson, Sigurður Jónsson, Guðmundur Sigurðsson, Þórður Hannesson, Weise Haraldur Hallgrímsson, Guðmundur Helgason, Egill Gíslason, Valdemar Símonsen. Næst neðsta röð, fremst til vinstri: Gils Jónsson, Þorvaldur Einarsson, Jón Sigfússon, Guðmundur Þorsteinsson, Jakob Bjamason, Jón Guðmundsson, Stefán Thordersen, Sveinn Sveinsson, Sigmund Lövdahl. Neðsta röð, fremst til vinstri: Helgi Leonhard Hansen, Júlíus Kolbeins, Guðmundur Bjarnason, Guðmundur Hersir, Grímur Ólafsson, Þorgils Guðmundsson, Óskar Sig- urðsson, Martin Nielsen. sett í ofninn og bökuð á „hert- unni“ sem kallað er, eða hellu- bökuð, þ. e. ekki set,t á plötur í ofninum. Eru brauðin færð inn í ofninn á 3 metra löngum spöðum, sem eigi eru ósvipaðir árum, með breiðum blöðum. Franskbrauð eiga að vera tilbú- in til sölu fyrir hádegi. Þegar þau eru tekin út úr ofn- inum taka afgreiðslustúlkur við þeim og vefja hvert brauð í umbúðapappír. Hefir það mjög aukið á þrifnað við meðferð brauðanna, að þau eru sett í sjer- stakar umbúðir, áður en þau eru send til útsalanna. Seinast koma rúgbrauðin til sögunnar, því aðaleftirspurnin eft- ir þeim er fyrir kvöldmatinn, enda eru þau ekki komin á markað- inn í brauðaútsölum bæjarins fyr en kl. 4—5 á daginn. Vinnuaðferðin er svipuð og við franskbrauðin, að öðru leyti en því, að deigströngullinn er skorinn með sjerstökum hníf, sem afmark- ar ákveðna lengd er passa á í hvert brauð, svo það hafi rjetta þyngd. Rúgbrauðin þurfa að vera kom- in í ofninn um kl. 2 á daginn, til þess að koma nægilega snemma á markaðinn. Þannig er störfum hagað í brauðgerðarhúsum, að hver bakst- urinn tekur við af öðrum allan vinnutímann, og er niðurröðun eftir því, í hvaða röð vörurnar þurfa að vera tilbúnar. Fyrst kaffibrauð, síðan hveitibrauðin og rjómakökur um hádegi og rúgbrauð og aðrar kökur síðari hluta dags. Mikið erfiði og fyrirhöfn er í því fólgin, að koma öllum brauð- vörum daglega til neytenda í bænum. Eru það miklir flutn- ingar og ferðalög. Hafa flest brauðgerðarhúsin bíla til þeirra flutninga. Brauðabíll frá bakaríi sém hefir nokkrar útsölur í bæn- um getur þurft að fara yfir 100 kílómetra vegalengd á dag. Óskir kaupendanna. Mjög segja bakarameistarar, að óskir og kröfur almennings hjer í bæ til kökugerðar og allskonar nýbreytni fari vaxandi. Sigli ein- hver bakarameistari til útlanda og sjái nýjung á sviði brauðgerðar og komi með hana hingað, en ný- breytnin falli viðskiftamönnum í :geð, þá verða önnur brauðgerðar- hús nauðug viljug að taka upp nýjung þessa, að öðrum kosti standast þau ekki lengur sam- kepnina. T. d. fyrir fáum árum notaði fólk snúða sem kaffibrauð, jóla- kökur og þess háttar, en, nú vill fólk hunangskökur, rúllutertur og rjómakökur, sem nú eru notaðar mikið daglega, en áður fyr því nær eingöngu á sunnudögum. En þrátt fyrir alla nýbreytni halda vínarbrauðin velli gegn öðrum brauðtegundum, enda jafn- an til þeirra vandað. Verksmiðja og verðlag. Oft hefir það komið til orða, aí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.