Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Blaðsíða 8
289
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ljetta af brauðgerðarhúsunum
baksitri rú<jbrauðanua, opr stofnuðu
bakarameistarar sameiginlega rúg-
brauðagerð, rúgbrauðaverksmiðju.
Hefir nokkur undirbúningur
verið gerður í því, en ekki komið
til framkvæmda. Staðnæmdust
allar framkvæmdir síðast á því, að
mönnum fanst rjettara að bíða
með að reisa slíka verksmiðju uns
fengið er svo ódýrt rafmagn í bæ-
inn, að hægt vérði að baka brauðin
við rafmagnshita.
Með því að baka öll rúgbrauð
bæjarins á einum stað, sparaðist
mikil vinna, og brauðin gætu að
öðru jöfnu orðið ódýrari.
Annars er brauðverðið hjer í
bænum gamalt og nýtt viðfangs-
efni bæjarmanna.
Oft er viðkvæðið þetta að bera
saman verðlag brauða fyr og nú
og verðlag á komvöru.
Segja menn sem svo, að lítt at-
huguðu máli, að hlutfallið milli
komverðs og brauðverðs skuli
haldast, sem það Tar hjer fyr á
árum.
En þá gleyma menn stundum
því, að annar tilkostnaður brauð-
gerðarhúsa, en mjölkaupin, hefir
aukist mjög hin síðari ár.
Má nefna marga kostnaðarliði,
sem hækkað hafa, svo sem kaup-
gjald bakarasveina og húsa-
leiga. Dæmi eru til þess að leiga
fyrir sama húsnæði til brauðgerð-,
ar hefir fimmfaldast á síðustu 20
árum. Þá er kostnaður við umbúð-
ir og aukið hreinlæ'ti, útsending
brauða, að ógleymdum opinberam
gjöldum, sem hækkað hafa mjög.
Mjölið í rúgbrauð kostar nú
um 25 aura, en útsöluverð brauð-
anna er 40 aurar og' 45 aurar.
Þegar reiknaður er saman ann
ar kostnaður en mjölverðið, koma
márgir liðir til að fylla út í þessa
15 aura á brauð, sem eftir era,
enda telja bakarar sjer vafasaman
hag af rúgbrauðagerð, eins og' nú
er verðlag og tilkostnaður.
Hefir það reynst svo hin
síðari ár, að nýbyrjendum í bak-
araiðn, hefir verið erfitt um að
koma undir sig fótum, og koma
upp fjárhagslega sjálfstæðum iðn-
rekstri. Veldur því hin mikla sam-
kepni á verði varanna og gæðum
og til þess að hafa fullkomið
brauðgerðarhús, þarf að hafa svo
fjölbrevtta framleiðslu, að fáir
menn eiga erfitt með að koma svo
fjölbreyttri brauða- og kökug'erð
í verk yfir daginn.
Brauð off hollusta.
Margar kenningar og uppástung
ur hafa komið fram á síðari árum
um mismunandi holla brauðgerð.
Er auðsætt, að mikils er það um
vert, að alt það fje og öll sú fyr-
irhöfn og öll sú fæða, sein hjer
um ræðir komi almenningi að sem
b - ’ m notum.
En meðan kenningar manna eru
á iviki um það hvað best er og
heilsusamlegast, er eigi von á, að
hrauðgerðarmenn getti áttað sig á
því hvað raunhæfast er og holl-
ast í þeim efnum. Enda kemur það
þá til greina, að þeir, sem aðrir,
er við almenn viðskifti fást, verða
að haga iðn sinni og framleiðslu
eftir óskum viðskiftamannalina-
En, því miður fer það ekki altaf
svo, að menn girnist það helst,
sem heilsusamlegast er.
Hafi almenningur fram að bera
ákveðnar óskir til brauðgerðar-
manna, um breytingar í brauða-
gerð og framleiðsluháttum, þá
hafa brauðgerðarhús bæjarins
sýnt, að þau láta ekk á sjer
standa, að verða við þeim óskum
manna.
(Gamalt brauðmót frá Þjóðminja-
safninu).
Leiðrjetting.
Blaðsíðuital á seinustu Lesbók
var rangt; hafði hlaupist yfir 4
blaðsíður. Það átti að vera 274 til
280. Vegna þessa eru sömu blað-
síðutöl á fyrri hluta Lesbókarinn-
ar í dag eins og voru á seinni
hluta seinustu Lesbókar. Þetta eru
lesendur beðnir að athuga og leið-
rjetta hjá sjer blaðsíðutölin.
5mcelhi.
— Mig langar til að biðja yð-
ur, fröken, að framkalla þessar
mjmdir fyrir mig. Þær eru af hon-
um syni mínum, sem nýbúinn er
að taka tönn.
— Halló manni, unginn er að
skríða úr egginu.
Gagnfræðaskólastjóri talar við
nemendur sína:
— Það er ekki nóg að vera
„sjúr“ og varla heldur „sikker“,
maður þarf helst að vera alveg
viss.
Prestur: Hann Jón auminginn
liefir orðið fyrir mörgum skrá-
veifum um dagana, meðal annars
hefi jeg gift hann þrisvar sinnum.
— Hjer í blaðinu stendur að
ekkjumaður, sem á 9 börn hafi
gifst ekkju sem á 7 böra.
—Það er engin gifting. Það er
óðs manns æði.
Dýralæknir: Það gétur vel ver-
ið að kúnni batni, en það getur
líka verið að hún drepist. Þó held
jeg að ekki sje rjett að drepa
hana meðan hún getur lifað.