Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Blaðsíða 6
286
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Bakarameistaraf jelag Reykjavíkur.
Efsta röð: Kristinn Magnússon, Ingi Halldórsson, Ágúst Jónsson, Magnús Kristjánsson, Björgvin Friðriksson. Mið-
röð: F. A. Kerff, Björn Björnsson, Theódór Magnússon, Ingimar Jónsson, Jón Símonarson, Jón E. Guðmundsson.
Neðsta röð: Davið Ólafsson, Gísli Ólafsson. Guðmundur Ólafsson, Sveinn Hjartarson, Stefán Sandholt.
Þá er þama vjel til að sníða
sundur tvíbökur, en það er g-ertj
þegar þær eru einbakaðar aðeins,
og seinni baksturinn eftir.
Yatnshitageymir er þar, er
hitar vatn með gufu í vist hita-
stig, og verður sjeð upp á gráðu,
hvenær sem er, hvaða hitastig
vatnið hefir.
Hitaskápur er þar, sem brauð-
deigi er stungið inn í til þess að
„hevast“. Þá em þar deig'trog
stærri og smærri, flest á hjólum.
,Að ógleymdum bökunarofni eða
ofnum, ef fleiri em.
Bökunarofnar í stórum brauð-
gerðarhúsum era mikið bákn. í
brauðgerðarhiisiiiu sem jeg skoð-
aði um daginn eru tvö bökunar-
hólf í ofni„ er hafa samtals um
10 fermetra flatarmál.
Þar er auk þess sjerstakur ofn
fyrir seidd rúgbrauð, er bæjarbú-
ar hafa heimtað á markaðinn hin
síðustu ár, og allir kannast við.
Era þau brauð seinbökuð við hæg-
ari hita en önnur brauð, eru þau í
ofninum um 14—15 klst.
Bakarofnar eru kyntir á kvöld-
in þetta 4—5 klst. Er þeir eru
hitaðir það mikið hafa þeir í sjer
nægan hita til bökunar allan
næsta dag, þó eigi sje hirt um
að bæta við hitann eða halda eldi
lifandi.
Hjer fyrr meir voru vinnustofur
brauðgerðarhúsa stundum hvorki
bjartar nje loftgóðar. En í nýtísku
brauðgerðarhúsum hjer í bænum
eru virinustofur bjartar og veggir
flísalagðir til lofts, svo auðvelt
er með alt hreinlæti.
Vinnan.
Kl. 5—6 að morgni g'anga bak-
arar til vinnu sinnar.
Þar sem eru 4—5 sveinar ásamt
meistara, og vinnuvjelar í notkun,
gengur verkið mjög' fljótt úr
hendi.
Bakarameistari segir fyrir
verkum, og gengur hver sveinn að
sínu ákveðna starfi, því mörg eru
verkin endurtekin daglega.
Meistarinn býr í hendujr svein-
anna, segir fyrir um samsetning
og hve mikið skuli gert af hverri
tegund þann dag'inn. Því jafnan
leitast bakarar við, að baka ekki
meira en svo, að upp sjé selt að
kvöldi.
Yínarbrauðin eru með fyrstu
liðum á dagskránni. Deig þeirra
er ekki sett í eltikerið, því þá
yrði það of seigt, þar eð þarf að
hnoða í þau svo miklu af smjöri.
Eru sveinar handfljótir með
deig þetta, sem húsbóndinn hefir
blandað, að fletja það út yfir
vinnuborðið í fermetratali, uns
það er fullunnið sett í lengju,
skorin, og vegin hver brauð-
stöng, og síðan útbiiið til bakst-
urs.
Vínarbrauðin þurfa að vera til
taks, úr því kl. er 9 að morgni.
Þá er verklega farið með fransk
brauðin. Deigið er blandað í elti-
kerinu, helt í það heilum sekk af
hveiti, eða meira í einu, og' látið
annað sem til þarf.
Bakarasveinn vinnur við eltiker-
ið, tekur í deigið á móti þvörunni.
Að stundarfjórðungi liðnum er
deig'ið fullhnoðað. Tekur sveinninn
þá deigið upp úr kerinu í nokkr-
um „föngum“, og slengir því ann-
aðhvort á vinnuborðið eða í deig-
trog.
Síðan er deigið itékið til meðferð
ar og því skift í vissa þyngd og
brauðin sett í hitaskápinn, uns þau
eru „hevuð“ nægilega, þá eru þau