Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 283 NeSst í skriðunni í UppgÖngUVÍk. -- Maðurinn, sem er að leggja á stað upp í skriðuna, er Sigurður Sveinsson í Hólakoti. þá ætt, að í henni hafa verið sig- menn hver fram af öðrum. Sigurð- ur Sveinsson í Hólakoti, hefir ver- ið sigmaður um 50 ára skeið. Hann á sjö syni. Fimm þeirra eru sig'- menn, en tveir eru svo ungir að þeim er ekki treyst til að síga. Þó hafa sumir í ættinni byrjað snemma á því. T. d. ljet afi Sig- urðar son sinn fara að síga þegar hann var 10 ára gamall. Eitt sinn var maður á gangi hjá byrgjunum í Fjörunni, Kom þá í höfuð hans steinvala á stærð við litla kartöflu. Maður þessi hjet Guðmundur. Hann steinrotað- ist, en lifnaði þó við aftur, Hætta er af grjóthruni víðast hvar á eynni, og ef smásteinar josna í bjargbrún, er fallhraðinn geisimikill. Einu sinni tóku þeir Sigurður Sveinsson og' bróðir hans sjer hvíld í Uppgönguvík og sátu þar sinn á hvorum steini. Kom þá steinvala úr bjarginu og lenti í grjótinu milli þeirra af svo miklu afli, að hún sundraðist í smáagnir. Jeg sá skriðu af smásteinum losna efst í brún Tjaldhöfða og hrapa niður í sjó. Var að heyra eins og dynjandi stórskotahríð, þegar stein arnir komu í sjóinn. Það er og sögn meðal veiðimanna í Drang'ey, að hrynji egg af hyllu í miðju bjargi niður í bát, þá fari það í gegn um hann. Ólafur sá, sem Ólafssig er við kent, var neðarlega í bjarginu þegar hann hrapaði, og fell í sjó. Veiðimenn voru þar nærri á báti «g fengu bjarg'að honum. Eggjatekja ogf fuglavéiði.. Frá ómunatíð hefir Drangey verið talin „dropsamasta mjólkur- kýr Skagfirðinga“ á vorin. Gam- all málsháttur þar nyðra segir líka að „svartfuglinn reisi horfallinn mann“. Mun það hafa verið sann- yrði alt fram á vora daga. Það sem hjer verður sagt frá veiðiaðferðum og eggjatöku í Drangey, er aðallega eftir frá- sög'n Bjarna Jónssonar frá Sjávar- borg, sem er greindur og fjöl- fróður maður. Kom hann fyrst i Drangey árið sem hann fermdist, 1872. En næstu þrjú ár var hann smali hjá vandalausum. Eftir það var hann veiðimaður og sigmaður í Drangey á hverju ári, og eru ekki nema fá ár síðan hann ljetti því. Sum árin var þó veiði stopul í eynni vegna íss. Voru á hverju ári frá því 1881 (frostaveturinn mikla) og fram til 1889 hafþök af ís á Skagafirði, þangað til 12—18 vikur af sumri. Menn leituðust þó við að veiða þar tíma og tíma, en höfðu ekki frið með veiðarfæri sín fyrir ísnum. Fyrsta veiðiaðferðin í Drangey mun hafa verið snarstangarveiði, Höfðu menn langa stöng með hrosshárssnöru á endanum, svo sem alin á lengd. Veiddu menn oft vel, því að fuglinn yar miklu gæfari þá og líklega miklu meira um hann í þann tíma er eyjan lá undir Hólastól, heldur en nú. Er talið líklegt að Grettir hafi notað þessa veiðiaðferð þegar hann var í Drangey. Þar næst kom flekaveiðin og er hún stunduð enn í dag, þótt mikið sje farið að draga úr henni. Munnmæli eru um það hvemig' flekaveiðiaðferðin var uppfund- in. Hólasveinar sáu einu sinni stórt trje á reki öðru hvorum meg- in við eyna og sat á því svart- fugl sem þjettast frá enda til enda. Hafði þá einhverjum dottið í hug, að úr því fuglinn væri svona fjelagslyndur að hópast saman á trje á floti, mundi hægt að veiða hann í snöru á fleka. Sú véiðiaðferðin hefir reynst drýgst síðan. Flekamir em um alin á breidd og 1 y2 alin á lengd. Eru þeir allir skástrykaðir í kross og myndast LambhöfSi aíS norJSanverSu. — Af hryggnum í sprungunni milli höfðans og eyjarinnar er stigi upp á bjargbrún. þá reitar, sem eru um 3 þuml. á hvern veg. í hverju reithorni er borað gat á flekann og í þau settar hrosshárssnörur, kappmellað ar ofan á flekanum. Þeg'ar þessum flekum er lagt, era þrír bundnir saman, og er sú trossa einu nafni nefnd „niðurstaða“. Á hverri nið- urstöðu er1 hafður „bandingl“, það er lifandi svartfugl, sem er bundinn þar vel með mörgum brögðum um vængi og lappir, svo að hann gétur varla hreyft sig. Er hann hafður þar til þess, að hæna aðra fugla að flekunum, og þykir brjóstgóðum mönnum það einna verst við veiðiaðferð þessa að tjóðra bandingjann. Vitjað var um flekana kvölds og morgna og altaf skift um bandingja þegar hægt var. Það var mjög mikið komið undir sjó og veðri og fjelagslyndi fuglsins, hve mikið veiddist. Fæst- ir höfðu meira en 3 niðurstöður, en fullkominn útvegur var 12 flekar. Oft veiddust 100—150 fuglar (langvía og Klumba fyrst, lundi seinna), á viku hjá hverjum útveg, og þótti afbragðs góð veiði ef 200 fengush. Hver útgerð hafði tvo báta og 9 menn til veiða. Voru allir ráðnir upp á hlut, en máttu eiga hver sinn fleka og fengu það, sem veidd ist á þá. Gérðu þeir sig út til viku í senn, en fluttu aflann á land um helgar og oftar ef góð veiði var. Á þeim árum (1874 og fram

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.